Kaldalóns Óttar Guðmundsson skrifar 20. janúar 2018 07:00 Læknafélag Íslands fagnar aldarafmæli sínu þessa dagana í Hörpu með fjaðraþyt og söng. Félagið var stofnað af nokkrum læknum í miklum fimbulkulda árið 1918. Náttúran var landi og þjóð óblíð þetta ár. Katla gaus um haustið með tilheyrandi öskufalli og hörmungum. Í október og nóvember gekk spænska veikin yfir með miklu mannfalli. Einn af stofnfélögum læknafélagsins var Sigvaldi Stefánsson Kaldalóns læknir í Nauteyrarhreppi við Ísafjarðardjúp. Hann var ástsælasta tónskáld liðinnar aldar og samdi mikinn aragrúa laga sem rötuðu beint inn í þjóðarsálina. Fyrir vikið lifir Sigvaldi áfram í lögum sínum. Læknafélagið minntist Sigvalda með veglegri dagskrá í vikunni. Ævisaga tónskáldsins einkenndist af langvinnu heilsuleysi og sárri fátækt. Hann gegndi lækningum í einhverjum erfiðustu héruðum landsins, fékk berkla og var um tíma vart hugað líf. Árið 1929 sótti hann um Keflavíkurlæknishérað og fékk embættið í trássi við Læknafélagið. Þar á bæ voru menn í heilögu stríði við ráðherra heilbrigðismála, Jónas Jónsson frá Hriflu, út af embættisveitingum og fleiru. Læknar kröfðust þess að Sigvaldi drægi umsókn sína til baka en Jónas hvatti hann til að gera hið gagnstæða. Sigvaldi var í kjölfarið rekinn úr Læknafélaginu. Eftir þessa atburði höfðu læknar ávallt horn í síðu Sigvalda. Hann sat lengst af í Grindavík og andaðist þar árið 1946. Læknasamtökin sýndu mikla óbilgirni og hroka gagnvart þessu heilsulausa og fátæka tónskáldi. Stundum flýgur að manni að snilligáfa hans á sviði tónlistar hafi fyllt forystumenn lækna óöryggi og afbrýðisemi. Það er gaman að Læknafélag Íslands hafi ákveðið að sættast endanlega við Sigvalda eftir 90 ára ólund. Nú er lag að gera hann að heiðursfélaga í samtökum lækna rúmum 70 árum eftir dauða sinn. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun
Læknafélag Íslands fagnar aldarafmæli sínu þessa dagana í Hörpu með fjaðraþyt og söng. Félagið var stofnað af nokkrum læknum í miklum fimbulkulda árið 1918. Náttúran var landi og þjóð óblíð þetta ár. Katla gaus um haustið með tilheyrandi öskufalli og hörmungum. Í október og nóvember gekk spænska veikin yfir með miklu mannfalli. Einn af stofnfélögum læknafélagsins var Sigvaldi Stefánsson Kaldalóns læknir í Nauteyrarhreppi við Ísafjarðardjúp. Hann var ástsælasta tónskáld liðinnar aldar og samdi mikinn aragrúa laga sem rötuðu beint inn í þjóðarsálina. Fyrir vikið lifir Sigvaldi áfram í lögum sínum. Læknafélagið minntist Sigvalda með veglegri dagskrá í vikunni. Ævisaga tónskáldsins einkenndist af langvinnu heilsuleysi og sárri fátækt. Hann gegndi lækningum í einhverjum erfiðustu héruðum landsins, fékk berkla og var um tíma vart hugað líf. Árið 1929 sótti hann um Keflavíkurlæknishérað og fékk embættið í trássi við Læknafélagið. Þar á bæ voru menn í heilögu stríði við ráðherra heilbrigðismála, Jónas Jónsson frá Hriflu, út af embættisveitingum og fleiru. Læknar kröfðust þess að Sigvaldi drægi umsókn sína til baka en Jónas hvatti hann til að gera hið gagnstæða. Sigvaldi var í kjölfarið rekinn úr Læknafélaginu. Eftir þessa atburði höfðu læknar ávallt horn í síðu Sigvalda. Hann sat lengst af í Grindavík og andaðist þar árið 1946. Læknasamtökin sýndu mikla óbilgirni og hroka gagnvart þessu heilsulausa og fátæka tónskáldi. Stundum flýgur að manni að snilligáfa hans á sviði tónlistar hafi fyllt forystumenn lækna óöryggi og afbrýðisemi. Það er gaman að Læknafélag Íslands hafi ákveðið að sættast endanlega við Sigvalda eftir 90 ára ólund. Nú er lag að gera hann að heiðursfélaga í samtökum lækna rúmum 70 árum eftir dauða sinn. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.