Merkilegt samfélag samsyndara í sundlaugum landsins Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir skrifar 20. janúar 2018 07:00 Sundlaugamenning Íslendinga er merkilegt fyrirbæri hér gegna laugarnar sambærilegu hlutverki og pöbbarnir í Bretlandi í senn samkomustaður og fréttaveita. vísir/stefán Sundlaugaheimsóknir eru fasti í lífi fjölmargra Íslendinga sem ýmist hefja daginn eða ljúka vinnudeginum á góðri sundferð og samræðustund í heita pottinum. Blaðamaður og ljósmyndari kíktu í nokkrar sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu og röbbuðu við pottverja um lífið í laugunum. Þær voru skrafhreifnar frúrnar í pottinum og veittu morgunsöng þrastanna harða samkeppni. Janúarkuldinn hvarf í gufustrókinn sem reis rólega frá heita pottinum og tilvera sundfélaganna sló venjubundinn takt. „Við komum hingað á hverjum morgni, já, alla daga, erum tólf manna hópur.“Þeir halda hópinn og mæta á hverjum degi í Sundlaug Kópavogs. Hér eru öll heimsins vandamál rædd og leyst. Félagarnir eru tólf talsins og fara tvisvar á ári saman út að borða og svo er skálað í snafs um áramót og á Þorlák. Í þennan hóp veljast bara eðalmenni að þeirra sögn.Þeir töluðu hver upp í annan karlarnir sem komu sér þægilega fyrir í pottinum og fljótlega var athyglin farin frá blaðamanni og ljósmyndara að mikilvægari málum – umræðuefni dagsins. Fastagestir lauganna þekkja vel þær óskráðu reglur sem iðkuninni fylgja. Þeir sem álpast í rangan skáp eru litnir hornauga, ekki það að skápar séu sérmerktir en það gilda sterkar hefðir í þessum efnum.Markús Örn naut þess að hvíla sig í sólinni. „Frúin er að synda, við erum reglulegir gestir hér en förum líka út á Nes og berum laugarnar saman. Saltvatnið í Neslauginni er þægilegt og auðvelt að synda þar en eimbaðið hér í Vesturbæjarlauginni er einstakt.“Það sama á við um tímasetningar sundferðanna, blaðamaður sem er sundfíkill og á það til að fara á milli lauga hefur jafnvel fengið að heyra: „Sæl, ert þú vön að koma á þessum tíma?“ þegar hún mætir í ranga laug á vitlausum tíma. „Hér eru mikilvægustu menn Kópavogs, hérna eru málin leyst.“ Þeir voru spraðaralegir herramennirnir að lokinni sundferðinni, komnir á seinni bollann og skeggræddu tillögu hópsins um að veita Ólafi Hauki Símonarsyni, félaga þeirra, riddarakross. „Það er ómögulegt að enginn okkar sé með orðu, það verður að bæta úr því.“ „Þetta er geggjað,“ sögðu bresku hjónin John og Samantha, en þau voru í stuttu stoppu á Íslandi og fóru í sund alla dagana. „Við erum algjörlega kolfallin fyrir þessu.“Þegar blaðamaður og ljósmyndari kvöddu var ekki komið fararsnið á félagana, þeir sátu sem fastast uppteknir við að njóta samverunnar og félagsskaparins. Kærleikurinn á sér ýmsar birtingarmyndir.Eiríkur Ingi lét ærsi skólakrakkanna ekki trufla sig og naut þess að slaka á eftir sundsprett dagsins. Sundlaugar Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis Lífið samstarf Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira
Sundlaugaheimsóknir eru fasti í lífi fjölmargra Íslendinga sem ýmist hefja daginn eða ljúka vinnudeginum á góðri sundferð og samræðustund í heita pottinum. Blaðamaður og ljósmyndari kíktu í nokkrar sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu og röbbuðu við pottverja um lífið í laugunum. Þær voru skrafhreifnar frúrnar í pottinum og veittu morgunsöng þrastanna harða samkeppni. Janúarkuldinn hvarf í gufustrókinn sem reis rólega frá heita pottinum og tilvera sundfélaganna sló venjubundinn takt. „Við komum hingað á hverjum morgni, já, alla daga, erum tólf manna hópur.“Þeir halda hópinn og mæta á hverjum degi í Sundlaug Kópavogs. Hér eru öll heimsins vandamál rædd og leyst. Félagarnir eru tólf talsins og fara tvisvar á ári saman út að borða og svo er skálað í snafs um áramót og á Þorlák. Í þennan hóp veljast bara eðalmenni að þeirra sögn.Þeir töluðu hver upp í annan karlarnir sem komu sér þægilega fyrir í pottinum og fljótlega var athyglin farin frá blaðamanni og ljósmyndara að mikilvægari málum – umræðuefni dagsins. Fastagestir lauganna þekkja vel þær óskráðu reglur sem iðkuninni fylgja. Þeir sem álpast í rangan skáp eru litnir hornauga, ekki það að skápar séu sérmerktir en það gilda sterkar hefðir í þessum efnum.Markús Örn naut þess að hvíla sig í sólinni. „Frúin er að synda, við erum reglulegir gestir hér en förum líka út á Nes og berum laugarnar saman. Saltvatnið í Neslauginni er þægilegt og auðvelt að synda þar en eimbaðið hér í Vesturbæjarlauginni er einstakt.“Það sama á við um tímasetningar sundferðanna, blaðamaður sem er sundfíkill og á það til að fara á milli lauga hefur jafnvel fengið að heyra: „Sæl, ert þú vön að koma á þessum tíma?“ þegar hún mætir í ranga laug á vitlausum tíma. „Hér eru mikilvægustu menn Kópavogs, hérna eru málin leyst.“ Þeir voru spraðaralegir herramennirnir að lokinni sundferðinni, komnir á seinni bollann og skeggræddu tillögu hópsins um að veita Ólafi Hauki Símonarsyni, félaga þeirra, riddarakross. „Það er ómögulegt að enginn okkar sé með orðu, það verður að bæta úr því.“ „Þetta er geggjað,“ sögðu bresku hjónin John og Samantha, en þau voru í stuttu stoppu á Íslandi og fóru í sund alla dagana. „Við erum algjörlega kolfallin fyrir þessu.“Þegar blaðamaður og ljósmyndari kvöddu var ekki komið fararsnið á félagana, þeir sátu sem fastast uppteknir við að njóta samverunnar og félagsskaparins. Kærleikurinn á sér ýmsar birtingarmyndir.Eiríkur Ingi lét ærsi skólakrakkanna ekki trufla sig og naut þess að slaka á eftir sundsprett dagsins.
Sundlaugar Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis Lífið samstarf Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira