Merkilegt samfélag samsyndara í sundlaugum landsins Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir skrifar 20. janúar 2018 07:00 Sundlaugamenning Íslendinga er merkilegt fyrirbæri hér gegna laugarnar sambærilegu hlutverki og pöbbarnir í Bretlandi í senn samkomustaður og fréttaveita. vísir/stefán Sundlaugaheimsóknir eru fasti í lífi fjölmargra Íslendinga sem ýmist hefja daginn eða ljúka vinnudeginum á góðri sundferð og samræðustund í heita pottinum. Blaðamaður og ljósmyndari kíktu í nokkrar sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu og röbbuðu við pottverja um lífið í laugunum. Þær voru skrafhreifnar frúrnar í pottinum og veittu morgunsöng þrastanna harða samkeppni. Janúarkuldinn hvarf í gufustrókinn sem reis rólega frá heita pottinum og tilvera sundfélaganna sló venjubundinn takt. „Við komum hingað á hverjum morgni, já, alla daga, erum tólf manna hópur.“Þeir halda hópinn og mæta á hverjum degi í Sundlaug Kópavogs. Hér eru öll heimsins vandamál rædd og leyst. Félagarnir eru tólf talsins og fara tvisvar á ári saman út að borða og svo er skálað í snafs um áramót og á Þorlák. Í þennan hóp veljast bara eðalmenni að þeirra sögn.Þeir töluðu hver upp í annan karlarnir sem komu sér þægilega fyrir í pottinum og fljótlega var athyglin farin frá blaðamanni og ljósmyndara að mikilvægari málum – umræðuefni dagsins. Fastagestir lauganna þekkja vel þær óskráðu reglur sem iðkuninni fylgja. Þeir sem álpast í rangan skáp eru litnir hornauga, ekki það að skápar séu sérmerktir en það gilda sterkar hefðir í þessum efnum.Markús Örn naut þess að hvíla sig í sólinni. „Frúin er að synda, við erum reglulegir gestir hér en förum líka út á Nes og berum laugarnar saman. Saltvatnið í Neslauginni er þægilegt og auðvelt að synda þar en eimbaðið hér í Vesturbæjarlauginni er einstakt.“Það sama á við um tímasetningar sundferðanna, blaðamaður sem er sundfíkill og á það til að fara á milli lauga hefur jafnvel fengið að heyra: „Sæl, ert þú vön að koma á þessum tíma?“ þegar hún mætir í ranga laug á vitlausum tíma. „Hér eru mikilvægustu menn Kópavogs, hérna eru málin leyst.“ Þeir voru spraðaralegir herramennirnir að lokinni sundferðinni, komnir á seinni bollann og skeggræddu tillögu hópsins um að veita Ólafi Hauki Símonarsyni, félaga þeirra, riddarakross. „Það er ómögulegt að enginn okkar sé með orðu, það verður að bæta úr því.“ „Þetta er geggjað,“ sögðu bresku hjónin John og Samantha, en þau voru í stuttu stoppu á Íslandi og fóru í sund alla dagana. „Við erum algjörlega kolfallin fyrir þessu.“Þegar blaðamaður og ljósmyndari kvöddu var ekki komið fararsnið á félagana, þeir sátu sem fastast uppteknir við að njóta samverunnar og félagsskaparins. Kærleikurinn á sér ýmsar birtingarmyndir.Eiríkur Ingi lét ærsi skólakrakkanna ekki trufla sig og naut þess að slaka á eftir sundsprett dagsins. Sundlaugar Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Ástfangin á ný Lífið Fleiri fréttir Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Sjá meira
Sundlaugaheimsóknir eru fasti í lífi fjölmargra Íslendinga sem ýmist hefja daginn eða ljúka vinnudeginum á góðri sundferð og samræðustund í heita pottinum. Blaðamaður og ljósmyndari kíktu í nokkrar sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu og röbbuðu við pottverja um lífið í laugunum. Þær voru skrafhreifnar frúrnar í pottinum og veittu morgunsöng þrastanna harða samkeppni. Janúarkuldinn hvarf í gufustrókinn sem reis rólega frá heita pottinum og tilvera sundfélaganna sló venjubundinn takt. „Við komum hingað á hverjum morgni, já, alla daga, erum tólf manna hópur.“Þeir halda hópinn og mæta á hverjum degi í Sundlaug Kópavogs. Hér eru öll heimsins vandamál rædd og leyst. Félagarnir eru tólf talsins og fara tvisvar á ári saman út að borða og svo er skálað í snafs um áramót og á Þorlák. Í þennan hóp veljast bara eðalmenni að þeirra sögn.Þeir töluðu hver upp í annan karlarnir sem komu sér þægilega fyrir í pottinum og fljótlega var athyglin farin frá blaðamanni og ljósmyndara að mikilvægari málum – umræðuefni dagsins. Fastagestir lauganna þekkja vel þær óskráðu reglur sem iðkuninni fylgja. Þeir sem álpast í rangan skáp eru litnir hornauga, ekki það að skápar séu sérmerktir en það gilda sterkar hefðir í þessum efnum.Markús Örn naut þess að hvíla sig í sólinni. „Frúin er að synda, við erum reglulegir gestir hér en förum líka út á Nes og berum laugarnar saman. Saltvatnið í Neslauginni er þægilegt og auðvelt að synda þar en eimbaðið hér í Vesturbæjarlauginni er einstakt.“Það sama á við um tímasetningar sundferðanna, blaðamaður sem er sundfíkill og á það til að fara á milli lauga hefur jafnvel fengið að heyra: „Sæl, ert þú vön að koma á þessum tíma?“ þegar hún mætir í ranga laug á vitlausum tíma. „Hér eru mikilvægustu menn Kópavogs, hérna eru málin leyst.“ Þeir voru spraðaralegir herramennirnir að lokinni sundferðinni, komnir á seinni bollann og skeggræddu tillögu hópsins um að veita Ólafi Hauki Símonarsyni, félaga þeirra, riddarakross. „Það er ómögulegt að enginn okkar sé með orðu, það verður að bæta úr því.“ „Þetta er geggjað,“ sögðu bresku hjónin John og Samantha, en þau voru í stuttu stoppu á Íslandi og fóru í sund alla dagana. „Við erum algjörlega kolfallin fyrir þessu.“Þegar blaðamaður og ljósmyndari kvöddu var ekki komið fararsnið á félagana, þeir sátu sem fastast uppteknir við að njóta samverunnar og félagsskaparins. Kærleikurinn á sér ýmsar birtingarmyndir.Eiríkur Ingi lét ærsi skólakrakkanna ekki trufla sig og naut þess að slaka á eftir sundsprett dagsins.
Sundlaugar Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Ástfangin á ný Lífið Fleiri fréttir Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Sjá meira