Íslandsmethafinn sér ekki eftir því að hafa valið frjálsar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. janúar 2018 06:00 Tiana Ósk með gullverðlaunapeningana sem hún vann um helgina. vísir/anton Hin 17 ára Tiana Ósk Whitworth úr ÍR stal senunni á Stórmóti ÍR í frjálsum íþróttum sem fór fram í Laugardalnum um helgina. Á laugardaginn kom Tiana fyrst í mark í úrslitum í 60 metra hlaupi kvenna á tímanum 7,47 sekúndum. Hún sló þar með þriggja ára gamalt Íslandsmet Hrafnhild Eirar R. Hermóðsdóttur um þrjá hundruðustu úr sekúndu. Hrafnhild varð einmitt í 2. sæti í úrslitahlaupinu á laugardaginn á 7,66 sekúndum. Tiana lét sér ekki nægja gull og Íslandsmet í 60 metra hlaupi heldur bætti hún öðrum gullverðlaunum í safnið með því að vinna 200 metra hlaupið í gær. Hún hljóp á 24,39 sekúndum sem er hennar besti tími í greininni. Íslandsmet Silju Úlfarsdóttur frá 2004 er 23,79 sekúndur.Íslandsmetahlaup Tiönu má sjá hér að neðan en myndbandið er af vef Silfursins.„Þetta gekk vonum framar og ég bjóst ekki við þessu á fyrsta móti. Ég er mjög ánægð með helgina,“ sagði Tiana í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þetta var alls ekki eitthvað sem ég stefndi að strax. Ég var búin að hugsa um þetta en alls ekki á fyrsta móti. Það er alltaf gaman að hlaupa með Hrafnhild, hún er svo ótrúlega flott. Þetta kom mér á óvart. Ég er enn að ná þessu.“ Tiana segist hafa lagt mikla vinnu í að bæta sig í 200 metra hlaupi og því hafi árangurinn í gær verið sérstaklega ánægjulegur. „Þetta var besti tíminn minn hingað til. Aðalgreinarnar mínar eru 60 og 100 metra hlaup en ég reyni líka að einbeita mér að 200 metrunum. „Startið“ er mín sterkasta hlið en ég er að vinna í hraðaþoli,“ sagði Tiana.Tiana Ósk var afar ánægð með uppskeru helgarinnar.vísir/antonÍslandsmethafinn nýkrýndi byrjaði að æfa frjálsar íþróttir fyrir nokkrum árum en var áður í fimleikum. „Ég held ég hafi byrjað 2013. Íþróttakennarinn minn í grunnskóla fékk mig til að prófa eina frjálsíþróttaæfingu og þetta var strax það skemmtilegasta sem ég hafði prófað. Þá henti ég mér strax í þetta,“ sagði Tiana. „Ég var lengi í fimleikum og það var erfið ákvörðun hvort ég ætti að hætta í þeim og byrja í frjálsum. En ég sé alls ekki eftir því. Að æfa frjálsar er það skemmtilegasta sem ég geri.“ Þrátt fyrir árangur helgarinnar er Tiana hvergi nærri hætt. „Nú er bara að setja sér ný markmið. Mig langar að ná lágmörkum fyrir mót í sumar og einbeita mér að því að bæta tímana mína eins og ég get,“ sagði Tiana. Hún stefnir á að komast á HM U-20 ára sem fer fram í Tampere í Finnlandi í sumar. „Ég á betri tíma en lágmörkin í 100 metra hlaupi en ég þarf að hlaupa það aftur. Það er bara að koma sér í gott form og ná góðu hlaupi,“ sagði Tiana sem keppti m.a. á Smáþjóðaleikunum í San Marínó í fyrra. Hún endaði í 4. sæti í 100 metra hlaupi, 5. sæti í 200 metra hlaupi og var í sigurliði Íslands í 4x100 metra boðhlaupi. En hvert stefnir Tiana í framtíðinni? „Mig langar að ná eins langt í íþróttinni og ég get og halda áfram að bæta mig,“ sagði Tiana að lokum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Sjá meira
Hin 17 ára Tiana Ósk Whitworth úr ÍR stal senunni á Stórmóti ÍR í frjálsum íþróttum sem fór fram í Laugardalnum um helgina. Á laugardaginn kom Tiana fyrst í mark í úrslitum í 60 metra hlaupi kvenna á tímanum 7,47 sekúndum. Hún sló þar með þriggja ára gamalt Íslandsmet Hrafnhild Eirar R. Hermóðsdóttur um þrjá hundruðustu úr sekúndu. Hrafnhild varð einmitt í 2. sæti í úrslitahlaupinu á laugardaginn á 7,66 sekúndum. Tiana lét sér ekki nægja gull og Íslandsmet í 60 metra hlaupi heldur bætti hún öðrum gullverðlaunum í safnið með því að vinna 200 metra hlaupið í gær. Hún hljóp á 24,39 sekúndum sem er hennar besti tími í greininni. Íslandsmet Silju Úlfarsdóttur frá 2004 er 23,79 sekúndur.Íslandsmetahlaup Tiönu má sjá hér að neðan en myndbandið er af vef Silfursins.„Þetta gekk vonum framar og ég bjóst ekki við þessu á fyrsta móti. Ég er mjög ánægð með helgina,“ sagði Tiana í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þetta var alls ekki eitthvað sem ég stefndi að strax. Ég var búin að hugsa um þetta en alls ekki á fyrsta móti. Það er alltaf gaman að hlaupa með Hrafnhild, hún er svo ótrúlega flott. Þetta kom mér á óvart. Ég er enn að ná þessu.“ Tiana segist hafa lagt mikla vinnu í að bæta sig í 200 metra hlaupi og því hafi árangurinn í gær verið sérstaklega ánægjulegur. „Þetta var besti tíminn minn hingað til. Aðalgreinarnar mínar eru 60 og 100 metra hlaup en ég reyni líka að einbeita mér að 200 metrunum. „Startið“ er mín sterkasta hlið en ég er að vinna í hraðaþoli,“ sagði Tiana.Tiana Ósk var afar ánægð með uppskeru helgarinnar.vísir/antonÍslandsmethafinn nýkrýndi byrjaði að æfa frjálsar íþróttir fyrir nokkrum árum en var áður í fimleikum. „Ég held ég hafi byrjað 2013. Íþróttakennarinn minn í grunnskóla fékk mig til að prófa eina frjálsíþróttaæfingu og þetta var strax það skemmtilegasta sem ég hafði prófað. Þá henti ég mér strax í þetta,“ sagði Tiana. „Ég var lengi í fimleikum og það var erfið ákvörðun hvort ég ætti að hætta í þeim og byrja í frjálsum. En ég sé alls ekki eftir því. Að æfa frjálsar er það skemmtilegasta sem ég geri.“ Þrátt fyrir árangur helgarinnar er Tiana hvergi nærri hætt. „Nú er bara að setja sér ný markmið. Mig langar að ná lágmörkum fyrir mót í sumar og einbeita mér að því að bæta tímana mína eins og ég get,“ sagði Tiana. Hún stefnir á að komast á HM U-20 ára sem fer fram í Tampere í Finnlandi í sumar. „Ég á betri tíma en lágmörkin í 100 metra hlaupi en ég þarf að hlaupa það aftur. Það er bara að koma sér í gott form og ná góðu hlaupi,“ sagði Tiana sem keppti m.a. á Smáþjóðaleikunum í San Marínó í fyrra. Hún endaði í 4. sæti í 100 metra hlaupi, 5. sæti í 200 metra hlaupi og var í sigurliði Íslands í 4x100 metra boðhlaupi. En hvert stefnir Tiana í framtíðinni? „Mig langar að ná eins langt í íþróttinni og ég get og halda áfram að bæta mig,“ sagði Tiana að lokum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Sjá meira