Lífið

Upphafsræða Bell hitti í mark á SAG: „Hræðsla og reiði vinnur aldrei“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kristen Bell var kynnir á SAG í gærkvöldi.
Kristen Bell var kynnir á SAG í gærkvöldi. vísir/getty
Screen Actors Guild verðlaunahátíðin fór fram vestanhafs í gærkvöldi og voru konur í aðalhlutverki.

Leikkonan Kristen Bell var kynnir og aðeins afhentu konur verðlaun á hátíðinni og var #metoo byltingin í fyrirrúmi á hátíðinni.

Þetta var í 24. skipti þar sem verðlaunahátíðin fer fram en verðlaunahafar eru valdir af félagi kvikmyndaleikara í Bandaríkjunum.

Kvikmyndin Three Billboards Outside Ebbing, Missouri, var sigursælust á kvikmyndahátíðinni í gær en hún fékk þrenn verðlaun. Hér má sjá alla sigurvegara kvöldsins.

Upphafsræða Kristen Bell vakti sérstaka athygli í gærkvöldi og byrjaði hún á því að segja salnum að þetta væri í raun í fyrsta skipti sem sérstakur kynnir væri á SAG og því í fyrsta sinn sem kona væri í hlutverkinu.

„SAG-verðlaunin eru verðlaunahátíð haldin af leikurum fyrir leikara. Hátíðin er ekki aðeins fyrir þá sem eru í þessum sal, heldur einnig fyrir þá sem eru enn að harka og búa í pínulítilli stúdíó íbúð, og kannski mörg saman,“ sagði Bell og bætti við að það væri heiður fyrir leikara að fá að túlka mannkynssöguna með því að segja sögu.

„Sögur allra í heiminum eiga rétt á sér og sérstaklega á þessum tímum. Þegar við höldum áfram með líf okkar, þá verðum við að hlusta  á fólk og koma fram við það af heilindum og sýna samkennd. Hræðsla og reiði vinnur aldrei.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×