Carlos Sainz vann Dakar rallið Finnur Thorlacius skrifar 22. janúar 2018 12:37 Carlos Sainz í Peugeot bíl sínum. Fyrrum rallökumaðurinn og Spánverjinn Carlos Sainz hafði sigur í Dakar þolakstursrallinu á laugardaginn. Sainz ók Peugeot bíl en Peugeot hefur verið einkar sigursælt í þessari löngu akstuskeppni sem fer nú fram í Argentínu, Bólivíu og Perú. Carlos Sainz vann þarna sinn annan titil í keppninni, sem nú var haldin í fertugasta sinn. Keppnin fór á árum áður fram í Afríku, en var flutt til S-Ameríku vegna pólitísks óstögugleika í mörgum löndum Afríku árið 2009. Í öðru sæti í Dakar rallinu í ár varð Nasser al-Attiyah á Volkswagen bíl, en hann hefur tvisvar hrósað sigri í keppninni. Í þriðja sæti var svo Giniel de Villiers á Toyota bíl. Sigur Carlos Sainz í ár markar þriðja sigurár Peugeot í röð. Dakar þolakstursrallið krefst mikils úthalds ökumanna og því þykir það nokkuð afrek hjá hinum 55 ára gamla Carlos Sainz að hafa sigur í svo krefjandi keppni sem yngri menn eiga auðveldar með að halda út. Í mótorhjólaflokki Dakar rallsins vann Austurríkismaðurinn Matthias Walkner. Ók hann KTM hjóli og var þetta í 17. sinn í röð sem ökumaður KTM-hjóls hefur sigur. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent
Fyrrum rallökumaðurinn og Spánverjinn Carlos Sainz hafði sigur í Dakar þolakstursrallinu á laugardaginn. Sainz ók Peugeot bíl en Peugeot hefur verið einkar sigursælt í þessari löngu akstuskeppni sem fer nú fram í Argentínu, Bólivíu og Perú. Carlos Sainz vann þarna sinn annan titil í keppninni, sem nú var haldin í fertugasta sinn. Keppnin fór á árum áður fram í Afríku, en var flutt til S-Ameríku vegna pólitísks óstögugleika í mörgum löndum Afríku árið 2009. Í öðru sæti í Dakar rallinu í ár varð Nasser al-Attiyah á Volkswagen bíl, en hann hefur tvisvar hrósað sigri í keppninni. Í þriðja sæti var svo Giniel de Villiers á Toyota bíl. Sigur Carlos Sainz í ár markar þriðja sigurár Peugeot í röð. Dakar þolakstursrallið krefst mikils úthalds ökumanna og því þykir það nokkuð afrek hjá hinum 55 ára gamla Carlos Sainz að hafa sigur í svo krefjandi keppni sem yngri menn eiga auðveldar með að halda út. Í mótorhjólaflokki Dakar rallsins vann Austurríkismaðurinn Matthias Walkner. Ók hann KTM hjóli og var þetta í 17. sinn í röð sem ökumaður KTM-hjóls hefur sigur.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent