Ofbeldis fokk Telma Tómasson skrifar 23. janúar 2018 07:00 Þetta er alltaf svona. Alltaf eins. Hann er kominn inn. Hún veit það, finnur það, þrátt fyrir að hann læðist nánast hljóðlaust upp stigann. Það brakar alltaf í sömu tröppunni. Hjartað berst í brjóstinu. Óttinn. Dágóð stund virðist líða. Í þögn. Kötturinn leikur sér að músinni. Fyrirvaralaust birtist hann svo í dyragættinni, afmyndaður í ljótleikanum, með reiddan hnefann. Ásakandi, öskrandi orðaflaumur endurkastast milli veggja, herbergið vígvöllur, sem fyrir augnabliki var griðastaður. Hún heyrir ekki, hjartað læst, líkaminn í vörn, viðbúin sársaukanum sem fylgir fyrsta högginu. Á öðrum stað, á öðrum tíma, kemur fatahönnuðurinn heim. Stolt af vel unnu verki með mikilvæga viðurkenningu í farteskinu. Tilhlökkun ólgar í brjóstinu, barnsleg eftirvænting yfir því að deila gleðinni með sínum kærasta. Tilfinningin varir ekki lengi, kuldinn hríslast niður bakið um leið og hún sér hvern hún hittir fyrir í stofunni. Hann situr í djúpa stólnum, niðursokkinn, hvítleitt ljósið frá tölvunni lýsir upp steinrunnið andlitið. Góðu tíðindin lætur hann sem vind um eyru þjóta. Afbrýðisemin fyllir stofuna, eins og þoka á dimmum degi. „Mikið líturðu illa út,“ segir hann, málrómurinn harður. Hún gerir aðra tilraun. „Ég var að fá eftirsóttustu verðlaun ársins,“ segir hún lágt, nú orðin lítil í sér, vön niðurlægingunni, lítillækkuninni, sjálfsefanum, niðurrifinu. Hann lætur kné fylgja kviði: „Svafstu hjá allri nefndinni til að landa þessu?“ og snýr sér aftur að tölvunni. Sneypt og einmana fer hún í háttinn og starir út í myrkrið. Þetta er alltaf svona. Alltaf eins. Fokk ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Telma Tómasson Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar
Þetta er alltaf svona. Alltaf eins. Hann er kominn inn. Hún veit það, finnur það, þrátt fyrir að hann læðist nánast hljóðlaust upp stigann. Það brakar alltaf í sömu tröppunni. Hjartað berst í brjóstinu. Óttinn. Dágóð stund virðist líða. Í þögn. Kötturinn leikur sér að músinni. Fyrirvaralaust birtist hann svo í dyragættinni, afmyndaður í ljótleikanum, með reiddan hnefann. Ásakandi, öskrandi orðaflaumur endurkastast milli veggja, herbergið vígvöllur, sem fyrir augnabliki var griðastaður. Hún heyrir ekki, hjartað læst, líkaminn í vörn, viðbúin sársaukanum sem fylgir fyrsta högginu. Á öðrum stað, á öðrum tíma, kemur fatahönnuðurinn heim. Stolt af vel unnu verki með mikilvæga viðurkenningu í farteskinu. Tilhlökkun ólgar í brjóstinu, barnsleg eftirvænting yfir því að deila gleðinni með sínum kærasta. Tilfinningin varir ekki lengi, kuldinn hríslast niður bakið um leið og hún sér hvern hún hittir fyrir í stofunni. Hann situr í djúpa stólnum, niðursokkinn, hvítleitt ljósið frá tölvunni lýsir upp steinrunnið andlitið. Góðu tíðindin lætur hann sem vind um eyru þjóta. Afbrýðisemin fyllir stofuna, eins og þoka á dimmum degi. „Mikið líturðu illa út,“ segir hann, málrómurinn harður. Hún gerir aðra tilraun. „Ég var að fá eftirsóttustu verðlaun ársins,“ segir hún lágt, nú orðin lítil í sér, vön niðurlægingunni, lítillækkuninni, sjálfsefanum, niðurrifinu. Hann lætur kné fylgja kviði: „Svafstu hjá allri nefndinni til að landa þessu?“ og snýr sér aftur að tölvunni. Sneypt og einmana fer hún í háttinn og starir út í myrkrið. Þetta er alltaf svona. Alltaf eins. Fokk ofbeldi.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun