Ofbeldis fokk Telma Tómasson skrifar 23. janúar 2018 07:00 Þetta er alltaf svona. Alltaf eins. Hann er kominn inn. Hún veit það, finnur það, þrátt fyrir að hann læðist nánast hljóðlaust upp stigann. Það brakar alltaf í sömu tröppunni. Hjartað berst í brjóstinu. Óttinn. Dágóð stund virðist líða. Í þögn. Kötturinn leikur sér að músinni. Fyrirvaralaust birtist hann svo í dyragættinni, afmyndaður í ljótleikanum, með reiddan hnefann. Ásakandi, öskrandi orðaflaumur endurkastast milli veggja, herbergið vígvöllur, sem fyrir augnabliki var griðastaður. Hún heyrir ekki, hjartað læst, líkaminn í vörn, viðbúin sársaukanum sem fylgir fyrsta högginu. Á öðrum stað, á öðrum tíma, kemur fatahönnuðurinn heim. Stolt af vel unnu verki með mikilvæga viðurkenningu í farteskinu. Tilhlökkun ólgar í brjóstinu, barnsleg eftirvænting yfir því að deila gleðinni með sínum kærasta. Tilfinningin varir ekki lengi, kuldinn hríslast niður bakið um leið og hún sér hvern hún hittir fyrir í stofunni. Hann situr í djúpa stólnum, niðursokkinn, hvítleitt ljósið frá tölvunni lýsir upp steinrunnið andlitið. Góðu tíðindin lætur hann sem vind um eyru þjóta. Afbrýðisemin fyllir stofuna, eins og þoka á dimmum degi. „Mikið líturðu illa út,“ segir hann, málrómurinn harður. Hún gerir aðra tilraun. „Ég var að fá eftirsóttustu verðlaun ársins,“ segir hún lágt, nú orðin lítil í sér, vön niðurlægingunni, lítillækkuninni, sjálfsefanum, niðurrifinu. Hann lætur kné fylgja kviði: „Svafstu hjá allri nefndinni til að landa þessu?“ og snýr sér aftur að tölvunni. Sneypt og einmana fer hún í háttinn og starir út í myrkrið. Þetta er alltaf svona. Alltaf eins. Fokk ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Telma Tómasson Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Þetta er alltaf svona. Alltaf eins. Hann er kominn inn. Hún veit það, finnur það, þrátt fyrir að hann læðist nánast hljóðlaust upp stigann. Það brakar alltaf í sömu tröppunni. Hjartað berst í brjóstinu. Óttinn. Dágóð stund virðist líða. Í þögn. Kötturinn leikur sér að músinni. Fyrirvaralaust birtist hann svo í dyragættinni, afmyndaður í ljótleikanum, með reiddan hnefann. Ásakandi, öskrandi orðaflaumur endurkastast milli veggja, herbergið vígvöllur, sem fyrir augnabliki var griðastaður. Hún heyrir ekki, hjartað læst, líkaminn í vörn, viðbúin sársaukanum sem fylgir fyrsta högginu. Á öðrum stað, á öðrum tíma, kemur fatahönnuðurinn heim. Stolt af vel unnu verki með mikilvæga viðurkenningu í farteskinu. Tilhlökkun ólgar í brjóstinu, barnsleg eftirvænting yfir því að deila gleðinni með sínum kærasta. Tilfinningin varir ekki lengi, kuldinn hríslast niður bakið um leið og hún sér hvern hún hittir fyrir í stofunni. Hann situr í djúpa stólnum, niðursokkinn, hvítleitt ljósið frá tölvunni lýsir upp steinrunnið andlitið. Góðu tíðindin lætur hann sem vind um eyru þjóta. Afbrýðisemin fyllir stofuna, eins og þoka á dimmum degi. „Mikið líturðu illa út,“ segir hann, málrómurinn harður. Hún gerir aðra tilraun. „Ég var að fá eftirsóttustu verðlaun ársins,“ segir hún lágt, nú orðin lítil í sér, vön niðurlægingunni, lítillækkuninni, sjálfsefanum, niðurrifinu. Hann lætur kné fylgja kviði: „Svafstu hjá allri nefndinni til að landa þessu?“ og snýr sér aftur að tölvunni. Sneypt og einmana fer hún í háttinn og starir út í myrkrið. Þetta er alltaf svona. Alltaf eins. Fokk ofbeldi.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun