Innlent

Byggingarleyfi Minjaverndar í Flatey ógilt

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Flatey á Breiðafirði.
Flatey á Breiðafirði. vísir/anton brink
Byggingarleyfi sem Reykhólahreppur gaf félaginu Minjavernd til að reisa 142 metra byggingu í Tröllenda í Flatey hefur verið ógilt eftir kæru nágranna.

Úrskurðarnefnd auðlinda- og umhverfismála segir nágrannana eiga hús í sjónlínu við áformaða byggingu. Komist var að þeirri niðurstöðu að húsið væri stærra en skipulag heimilar og sama gildi um staðsetningu þess, gerð og lögun. „Þessi frávik geta ekki talist óveruleg,“ segir úrskurðarnefndin.

„Við höfum fulla trú á því að áfram verði unnið að því að koma nýju byggingarleyfi í höfn,“ segir Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar.

Húsið í Tröllenda er hugsað sem aðstaða fyrir starfsfólk Hótels Flateyjar en hingað til hefur það þurft að treysta á góðvild annarra íbúa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×