Rukka enn fjölskyldu fyrir „meðferð“ hjá níðingnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2018 11:00 Ólympíumeistararnir Simone Biles og Alexandra Raisman eru líka fórnarlömb Nassar. Vísir/Getty Sumir þolenda bandaríska fimleikalandsliðsins ætla sér að kæra Michigan State skólann sem sá til þess að læknirinn gat misnotað ungar fimleikastúlkur í tvo áratugi. Emma Ann Miller er yngsta konan sem hefur lesið níðingnum Larry Nassar pistilinn í réttarsalnum í Lansing í Michigan fylki í Bandaríkjunum. Nassar hefur verið dæmdur en bíður eftir að fá dóm. Hann misnotaði yfir hundrað ungar konur í skjóli starfsins síns. Miller er aðeins fimmtán ára gömul og þurfti góðan og mikinn stuðning frá móður sinni til að geta staðið fyrir framan Larry Nassar og sagt frá hrikalegri sögu sinni. Nassar réðst á hana í áhaldaskáp í ágúst 2016 í aðstöðu Nassar hjá Michigan State skólanum. „Ég er líklega síðasta barnið sem þú ræðst á,“ sagði Emma Ann Miller við Nassar. ESPN segir frá. Það sem meira er að Michigan State læknastofan er enn að reyna rukka hana og fjölskyldu hennar fyrir meðferðina hjá Nassar. Sú staðreynd hneykslar marga enda á sá vinnustaður mikið í því að Nassar náði að stunda misnotkun sína svo lengi. Hér fyrir neðan má sjá Emma Ann Miller í réttarsalnum að segja frá þessari hræðilegu lífsreynslu sinni."My mom is still getting billed for appointments where I was sexually assaulted," fifteen-year-old Emma Ann Miller says during the sentencing hearing of ex-USA Gymnastics doctor Larry Nassar: https://t.co/mAZk2yXVycpic.twitter.com/hJsIowRtZV — CBS News (@CBSNews) January 22, 2018 Miller hitti Nassar mánaðarlega í fimm ár. Hennar markmið er að fara með Michigan State í réttarsalinn eftir að Nassar er kominn á bak við lás og slá. „Eru þið að hlusta hjá MSU? Ég er fimmtán ára gömul en ég er ekki hrædd við ykkur og verð það aldrei. Ég ætti ekki að þekkja það að vera inn í réttarsal aðeins fimmtán ára en ég ætla að láta mér líða vel hér. Þið ættuð að gera það líka,“ sagði Miller ákveðin. „Ég kaus ekki þessar kringumstæður. Nassar kaus þær fyrir okkur öll. Starfsmaður ykkar sem misnotaði börn í tuttugu ár. Þetta er byrði sem engin fimmtán ára gömul stúlka ætti að bera en trúið mér MSU. Ég mun bera hana,“ sagði Miller. Fimleikar Kynferðisbrot Larry Nassar MeToo Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Sjá meira
Sumir þolenda bandaríska fimleikalandsliðsins ætla sér að kæra Michigan State skólann sem sá til þess að læknirinn gat misnotað ungar fimleikastúlkur í tvo áratugi. Emma Ann Miller er yngsta konan sem hefur lesið níðingnum Larry Nassar pistilinn í réttarsalnum í Lansing í Michigan fylki í Bandaríkjunum. Nassar hefur verið dæmdur en bíður eftir að fá dóm. Hann misnotaði yfir hundrað ungar konur í skjóli starfsins síns. Miller er aðeins fimmtán ára gömul og þurfti góðan og mikinn stuðning frá móður sinni til að geta staðið fyrir framan Larry Nassar og sagt frá hrikalegri sögu sinni. Nassar réðst á hana í áhaldaskáp í ágúst 2016 í aðstöðu Nassar hjá Michigan State skólanum. „Ég er líklega síðasta barnið sem þú ræðst á,“ sagði Emma Ann Miller við Nassar. ESPN segir frá. Það sem meira er að Michigan State læknastofan er enn að reyna rukka hana og fjölskyldu hennar fyrir meðferðina hjá Nassar. Sú staðreynd hneykslar marga enda á sá vinnustaður mikið í því að Nassar náði að stunda misnotkun sína svo lengi. Hér fyrir neðan má sjá Emma Ann Miller í réttarsalnum að segja frá þessari hræðilegu lífsreynslu sinni."My mom is still getting billed for appointments where I was sexually assaulted," fifteen-year-old Emma Ann Miller says during the sentencing hearing of ex-USA Gymnastics doctor Larry Nassar: https://t.co/mAZk2yXVycpic.twitter.com/hJsIowRtZV — CBS News (@CBSNews) January 22, 2018 Miller hitti Nassar mánaðarlega í fimm ár. Hennar markmið er að fara með Michigan State í réttarsalinn eftir að Nassar er kominn á bak við lás og slá. „Eru þið að hlusta hjá MSU? Ég er fimmtán ára gömul en ég er ekki hrædd við ykkur og verð það aldrei. Ég ætti ekki að þekkja það að vera inn í réttarsal aðeins fimmtán ára en ég ætla að láta mér líða vel hér. Þið ættuð að gera það líka,“ sagði Miller ákveðin. „Ég kaus ekki þessar kringumstæður. Nassar kaus þær fyrir okkur öll. Starfsmaður ykkar sem misnotaði börn í tuttugu ár. Þetta er byrði sem engin fimmtán ára gömul stúlka ætti að bera en trúið mér MSU. Ég mun bera hana,“ sagði Miller.
Fimleikar Kynferðisbrot Larry Nassar MeToo Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Sjá meira