Yfir 200 erlendir gestir í badmintonkeppni Reykjavíkurleikanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2018 19:45 Davíð Bjarni Björnsson og Kristofer Darri Finnsson keppa á Reykjavíkurleikunum. Mynd/BSÍ/Sportmyndir.is Badmintonkeppni WOW Reykjavik International Games hefst á fimmtudaginn í TBR húsunum við Gnoðarvog. Til keppni eru skráðir 172 erlendir þátttakendur en þeir voru 88 í fyrra og því um að ræða næstum tvöföldun í fjölda á milli ára. Átján erlendir dómarar koma einnig til landsins auk þjálfara og annars fylgdarliðs sem gerir heildarfjölda erlendra gesta í badminton vel yfir 200 manns frá 36 löndum. Landsliðsþjálfarar Íslands völdu 36 íslenska þátttakendur í mótið sem er stærsta landsliðsverkefni Badmintonsambandsins ár hvert. Badmintonmótið um næstu helgi er hluti af Evrópumótaröðinni og gefur stig á heimslista. Verðlaunafé mótsins er tíu þúsund dollarar eða yfir milljón í íslenskum krónum. Einnig verður keppt í badminton á seinni helgi leikanna en þá verður keppt í unglingaflokkum og þá er von á stórum hópi keppenda frá Færeyjum. Í einliðaleik kvenna eru fimm keppendur á topp 100 á heimslistanum. Efst og líklegust til sigurs er Kate Koo Fune frá Mauritius en hún er númer 73 í heiminum. Næst efst er Clara Azurmendi frá Spáni sem er númer 79 á heimslistanum. Eini Íslendingurinn sem kemst beint inní aðal mótið sem hefst á föstudag er Margrét Jóhannsdóttir en hún komst í undanúrslit á mótinu í fyrra. Hinar íslensku stelpurnar byrja í undankeppni mótsins á fimmtudag þar sem 24 stúlkur keppa um átta laus sæti í aðal mótinu. Rosario Maddaloni frá Ítalíu er talin líklegastur til sigurs í einliðaleik karla en hann vermir 65. sætið á heimslista alþjóða badmintonsambandsins. Sam Parsson frá Englandi sem er númer 83 á sama lista er einnig talinn líklegur til afreka. Allir íslensku keppendurnir byrja í undankeppninni á fimmtudag en þar keppa 65 leikmenn um 8 laus sæti í aðal mótinu. Keppendur í tvíliða- og tvenndarleik eru einnig hátt skrifaðir á heimslistanum. Í tvíliðaleik karla koma tvö mjög sterk pör frá Skotlandi, Alexander Dunn og Adam Hall númer 52 og rétt á eftir þeim eða í sæti 63 eru Martin Campbell og Patrick Machugh. Í tvíliðaleik kvenna eru 2 pör á topp 100, skoska parið Julie Macpherson og Eleanor O’Donnell númer 66 í heiminum og frá Indlandi Kuhoo Garg og Ningshi Block Hazarika sem eru númer 96 á heimslistanum. Hæst skrifaða parið í tvenndarleik eru þau Kristoffer Knudsen og Isabella Nielsen frá Danmörku en þau eru í 90. sæti heimslistans. Keppni í badminton hefst klukkan 9:00 á fimmtudagsmorgun og stendur til klukkan 17. Á föstudag verður spilað klukkan 9:00-22:30. Á laugardaginn verða áttaliða úrslit leikin klukkan 10:00-13:30 og undanúrslit klukkan 17:00-21:00. Úrslitaleikirnir fara svo fram á sunnudag klukkan 10:00-13:00. Niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja má finna hér. Aðrar íþróttir Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Fleiri fréttir Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Sjá meira
Badmintonkeppni WOW Reykjavik International Games hefst á fimmtudaginn í TBR húsunum við Gnoðarvog. Til keppni eru skráðir 172 erlendir þátttakendur en þeir voru 88 í fyrra og því um að ræða næstum tvöföldun í fjölda á milli ára. Átján erlendir dómarar koma einnig til landsins auk þjálfara og annars fylgdarliðs sem gerir heildarfjölda erlendra gesta í badminton vel yfir 200 manns frá 36 löndum. Landsliðsþjálfarar Íslands völdu 36 íslenska þátttakendur í mótið sem er stærsta landsliðsverkefni Badmintonsambandsins ár hvert. Badmintonmótið um næstu helgi er hluti af Evrópumótaröðinni og gefur stig á heimslista. Verðlaunafé mótsins er tíu þúsund dollarar eða yfir milljón í íslenskum krónum. Einnig verður keppt í badminton á seinni helgi leikanna en þá verður keppt í unglingaflokkum og þá er von á stórum hópi keppenda frá Færeyjum. Í einliðaleik kvenna eru fimm keppendur á topp 100 á heimslistanum. Efst og líklegust til sigurs er Kate Koo Fune frá Mauritius en hún er númer 73 í heiminum. Næst efst er Clara Azurmendi frá Spáni sem er númer 79 á heimslistanum. Eini Íslendingurinn sem kemst beint inní aðal mótið sem hefst á föstudag er Margrét Jóhannsdóttir en hún komst í undanúrslit á mótinu í fyrra. Hinar íslensku stelpurnar byrja í undankeppni mótsins á fimmtudag þar sem 24 stúlkur keppa um átta laus sæti í aðal mótinu. Rosario Maddaloni frá Ítalíu er talin líklegastur til sigurs í einliðaleik karla en hann vermir 65. sætið á heimslista alþjóða badmintonsambandsins. Sam Parsson frá Englandi sem er númer 83 á sama lista er einnig talinn líklegur til afreka. Allir íslensku keppendurnir byrja í undankeppninni á fimmtudag en þar keppa 65 leikmenn um 8 laus sæti í aðal mótinu. Keppendur í tvíliða- og tvenndarleik eru einnig hátt skrifaðir á heimslistanum. Í tvíliðaleik karla koma tvö mjög sterk pör frá Skotlandi, Alexander Dunn og Adam Hall númer 52 og rétt á eftir þeim eða í sæti 63 eru Martin Campbell og Patrick Machugh. Í tvíliðaleik kvenna eru 2 pör á topp 100, skoska parið Julie Macpherson og Eleanor O’Donnell númer 66 í heiminum og frá Indlandi Kuhoo Garg og Ningshi Block Hazarika sem eru númer 96 á heimslistanum. Hæst skrifaða parið í tvenndarleik eru þau Kristoffer Knudsen og Isabella Nielsen frá Danmörku en þau eru í 90. sæti heimslistans. Keppni í badminton hefst klukkan 9:00 á fimmtudagsmorgun og stendur til klukkan 17. Á föstudag verður spilað klukkan 9:00-22:30. Á laugardaginn verða áttaliða úrslit leikin klukkan 10:00-13:30 og undanúrslit klukkan 17:00-21:00. Úrslitaleikirnir fara svo fram á sunnudag klukkan 10:00-13:00. Niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja má finna hér.
Aðrar íþróttir Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Fleiri fréttir Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga