Er Borgarlínan lausnin á öllum samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins? Bryndís Haraldsdóttir skrifar 24. janúar 2018 07:00 Nei. En Borgarlínan er hluti af lausninni og framtíðarsýn sveitarfélaganna á svæðinu um hvernig hægt sé að byggja upp gott borgarsamfélag til framtíðar. Samfélag sem áætlað er að fjölgi um 40.000 til ársins 2030 og um 70.000 íbúa fram til ársins 2040. Ferðamönnum sem vilja heimsækja svæðið mun jafnframt halda áfram að fjölga. Hugmynd sveitarfélaganna gengur út á samgöngu- og þróunarás milli kjarna allra sveitarfélaganna. Samgöngu- og þróunarásinn er hugsaður til að auðvelda samgöngur á milli staða og stuðla að þéttari byggð meðfram ásnum. Hugmyndin er af skipulagslegum toga en ekki tæknilegum, hún gerir í raun einfaldlega ráð fyrir því að fólk þurfi að komast á milli staða og til þess þurfi landrými. Auðvitað er það svo að ef við förum að notast við fljúgandi bíla á næstu árum eða áratugum þá er ekki lengur þörf fyrir slíkan ás. En þar til það verður að veruleika er óhjákvæmilegt annað en að gera ráð fyrir landrými fyrir samgöngur. Þá er næsta spurning hvernig við tryggjum öruggar og góðar samgöngur á svæðinu með sem hagkvæmustum hætti. Þar sýna greiningar sveitarfélaganna að með því að fjármagna Borgarlínu sparast fjármagn við enn dýrari umferðarmannvirki eins og jarðgöng. Það sem meira er, ef litið er til umferðarspálíkananna, þá náum við líka meiri árangri með Borgarlínu en ef eingöngu er hugað að stofnvegum fyrir einkabílinn. Sem sagt, það að fara ekki í Borgarlínu er dýrara og tafir í umferðinni aukast enn meira.Það er nauðsynlegt að setja fjármagn í samgöngumannvirki á höfuðborgarsvæðinu Nauðsynlegt er að horfa heildstætt til þróunar samgöngumála á höfuðborgarsvæðinu ásamt fjármögnun fyrirhugaðrar Borgarlínu. Samhliða útfærslu Borgarlínu verður að skoða mögulegar viðbætur og endurbætur á stofnbrautakerfinu sem eru til þess fallnar að auka umferðaröryggi, greiða fyrir umferð og leysa umferðarhnúta. Fjármagn til samgöngumála er af skornum skammti og hingað til höfum við rætt meira um hvort næstu stórframkvæmdir í samgöngumannvirkjum verði fyrir vestan, austan eða norðan. Sem þingmaður höfuðborgarsvæðisins segi ég að nú er kominn tími á höfuðborgarsvæðið, við verðum að fjárfesta í umferðarmannvirkjum hér. En fjárfestingin þarf að vera skynsamleg og hún þarf að hafa raunveruleg áhrif á umferðarflæðið á öllu svæðinu auk þess sem lausnin þarf að taka mið af framtíðaruppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna er mikilvægt að hlusta á vilja sveitarfélaganna, hlusta á sérfræðinga í umferðar- og skipulagsmálum og leita raunverulegra lausna til framtíðar. Borgarlínan er og verður að vera hluti af þeirri lausn.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Mest lesið Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Sjá meira
Nei. En Borgarlínan er hluti af lausninni og framtíðarsýn sveitarfélaganna á svæðinu um hvernig hægt sé að byggja upp gott borgarsamfélag til framtíðar. Samfélag sem áætlað er að fjölgi um 40.000 til ársins 2030 og um 70.000 íbúa fram til ársins 2040. Ferðamönnum sem vilja heimsækja svæðið mun jafnframt halda áfram að fjölga. Hugmynd sveitarfélaganna gengur út á samgöngu- og þróunarás milli kjarna allra sveitarfélaganna. Samgöngu- og þróunarásinn er hugsaður til að auðvelda samgöngur á milli staða og stuðla að þéttari byggð meðfram ásnum. Hugmyndin er af skipulagslegum toga en ekki tæknilegum, hún gerir í raun einfaldlega ráð fyrir því að fólk þurfi að komast á milli staða og til þess þurfi landrými. Auðvitað er það svo að ef við förum að notast við fljúgandi bíla á næstu árum eða áratugum þá er ekki lengur þörf fyrir slíkan ás. En þar til það verður að veruleika er óhjákvæmilegt annað en að gera ráð fyrir landrými fyrir samgöngur. Þá er næsta spurning hvernig við tryggjum öruggar og góðar samgöngur á svæðinu með sem hagkvæmustum hætti. Þar sýna greiningar sveitarfélaganna að með því að fjármagna Borgarlínu sparast fjármagn við enn dýrari umferðarmannvirki eins og jarðgöng. Það sem meira er, ef litið er til umferðarspálíkananna, þá náum við líka meiri árangri með Borgarlínu en ef eingöngu er hugað að stofnvegum fyrir einkabílinn. Sem sagt, það að fara ekki í Borgarlínu er dýrara og tafir í umferðinni aukast enn meira.Það er nauðsynlegt að setja fjármagn í samgöngumannvirki á höfuðborgarsvæðinu Nauðsynlegt er að horfa heildstætt til þróunar samgöngumála á höfuðborgarsvæðinu ásamt fjármögnun fyrirhugaðrar Borgarlínu. Samhliða útfærslu Borgarlínu verður að skoða mögulegar viðbætur og endurbætur á stofnbrautakerfinu sem eru til þess fallnar að auka umferðaröryggi, greiða fyrir umferð og leysa umferðarhnúta. Fjármagn til samgöngumála er af skornum skammti og hingað til höfum við rætt meira um hvort næstu stórframkvæmdir í samgöngumannvirkjum verði fyrir vestan, austan eða norðan. Sem þingmaður höfuðborgarsvæðisins segi ég að nú er kominn tími á höfuðborgarsvæðið, við verðum að fjárfesta í umferðarmannvirkjum hér. En fjárfestingin þarf að vera skynsamleg og hún þarf að hafa raunveruleg áhrif á umferðarflæðið á öllu svæðinu auk þess sem lausnin þarf að taka mið af framtíðaruppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna er mikilvægt að hlusta á vilja sveitarfélaganna, hlusta á sérfræðinga í umferðar- og skipulagsmálum og leita raunverulegra lausna til framtíðar. Borgarlínan er og verður að vera hluti af þeirri lausn.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar