Erlent

Kántrísöngkonan Lari White er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Lari White á tónleikum árið 2004.
Lari White á tónleikum árið 2004. Vísir/AFP
Bandaríska kántrísöngkonan Lari White er látin, 52 ára að aldri. White greindi frá því fyrir fjórum mánuðum að hún hafi greinst með krabbamein.

Billboard  greinir frá þessu. White vann þrívegis til Grammy-verðlauna fyrir plötur sínar en á meðal þekktustu laga hennar eru „That's My Baby“, „Now I Know“ og „That's How You Know (When You're in Love)“.

Móðir hennar, Yvonne White, greindi frá því fyrir tæpri viku að dóttirin hafi verið lögð inn á sjúkrahús í Nashville í Tennessee.

White vakti fyrst athygli í fjölskyldusveitinni The White Family Singers. Síðar átti hún eftir að gera garðinn frægan sem sólósöngkona, lagahöfundur, framleiðandi og leikkona. Þannig fór hún með hlutverk í kvikmyndinni Country Strong árið 2010 með Gwyneth Paltrow í aðalhlutverki.

White lætur eftir sig eiginmann, lagahöfundinn Chuck Cannon, og þrjú börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×