Ástæðulaust að lækka bókaskatt Pawel Bartoszek skrifar 29. janúar 2018 07:00 Ég finn til ábyrgðar gagnvart illa læsum börnum þessa lands. Ég vinn nefnilega við það að raða bókstöfum í orð. Þetta er afar nauðsynleg iðja, að því er virðist, af því að stjórnmálamenn eru alltaf til í að niðurgreiða framleiðslu á orðum og bókstöfum. Það má því ætla að þeir telji að fleiri orð og bókstafir skili sér sjálfkrafa í betur læsum börnum. Þar sem pistlar mínir eru flokkaðir með listsköpun (takk, en samt), greiði ég af þeim engan virðisaukaskatt. Það er auðvitað heppilegt fyrir mig og ég kvarta ekki undan því, ekki frekar en neinn annar sem greiðir ekki virðisaukaskatt kvartar undan því og biður um að fá að gera það. En þó að listrænar skoðanir mínar yfirgefi tölvuna vasklausar þá fá þær ekki að dvelja í skattaparadís að eilífu. Ef þær birtast á prenti í bók eða blaði og eru seldar þá þarf útgefandinn að greiða virðisaukaskatt af bókinni eða blaðinu. Auðvitað finnst honum það verra og hann fagnar þeim stjórnmálamönnum sem bjóða honum að losna við það. Eflaust yrði það gott fyrir bóka- og blaðaútgáfu að fá að sleppa við virðisaukaskatt og ef skattkerfinu verður einhvern tímann breytt í þá veru, þá er það svo sem ekki ástæða til að pakka í töskur og flýja land. Það er ekkert nýtt við það að pólitíkusar hampi „göfugum“ rekstri á kostnað annars. Hins vegar er alls óvíst að þetta skili þeim árangri að fólk kaupi fleiri bækur og lesi meira, hvað þá að börn geri það.Bækur eru gjafir Bækur eru oftar en ekki gefnar sem gjafir. Gjafir haga sér eftir ákveðnum lögmálum. Segjum að við ætlum að gefa eldri ættingja, sem við virðum og metum, digra og metnaðarfulla bók í jólagjöf. Við förum í bókabúð (alls ekki matvöruverslun) og sjáum ævisögu fyrrverandi ráðherra, „Í stormi tímans“, til sölu á 4.990 kr. Ættinginn heldur upp á ráðherrann fyrrverandi, svo þetta er kjörið. Hverju myndi það breyta ef bókin myndi kosta 4.495 kr. í staðinn, eins og hún ætti að gera ef það sem næmi 11% virðisaukaskatti færi af? Líklegast litlu. Líklegast eru þeir ekki margir sem væru á annað borð að velja gjafir á þessu verðbili sem myndu láta fimmhundruðkall til eða frá skipta sig máli. Því er líklegast að bókin myndi áfram vera seld á 4.990 kr. jafnvel þótt vaskurinn myndi lækka. Gjafir virka oft þannig: fólk ákveður upphæðina, mismeðvitað, og fyllir svo upp í hana. Það er til dæmis ekki víst að ef við sæjum að búið væri að fjórlækka verðið á „Í stormi tímans“ og pikklíma á hana „2 fyrir 3.000“-límmiða, að bókin myndi við þetta batna sem gjöf í okkar huga. Hún væri orðin of ódýr. Þá eiginlega þyrfti að bæta einhverju við, gefa aðra bók, sem okkur finnst kannski asnalegt. Nei, við förum og leitum að einhverju öðru.Skortur á bókstöfum ekki vandamálið Þó svo að bóksala tæki einhvern kipp, þá er nú alls kostar óvíst að það hafi einhver þau áhrif að til dæmis börn læsu meira. Það er verulega hæpið að ástæða þess að börn lesi minna en sumir myndu vilja sé skortur á orðum og bókstöfum í nánasta umhverfi þeirra. Flest börn fá alveg bækur, í flestum skólum er ofgnótt bóka, á mörgum heimilum er fullt af bókum. Bækurnar eiga hins vegar í harðri samkeppni við aðra afþreyingu. Það er það sem telur, ekki verðlagið. Svo vindur þetta náttúrlega upp á sig. Ef bækur eiga að vera undanþegnar skatti þá er spurning hvort dagblöð og tímarit eigi ekki að vera það líka. Og þá náttúrlega netmiðlar líka. Og þá kannski bara áskrift að öllum fjölmiðlum. Og þá erum við farin að mismuna afþreyingu ansi mikið nema við tökum tölvuleiki með. Svo fer fólk að biðja um að afnema skatt af bíósýningum. Sem er þegar að gerast. Auðvitað er freistandi fyrir stjórnmálamenn að reynda stöðugt að finna nýjar atvinnugreinar til að nostra við. En má ég frekar biðja um lága og einfalda skatta frekar en endalausar undanþágur frá þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Pawel Bartoszek Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Ég finn til ábyrgðar gagnvart illa læsum börnum þessa lands. Ég vinn nefnilega við það að raða bókstöfum í orð. Þetta er afar nauðsynleg iðja, að því er virðist, af því að stjórnmálamenn eru alltaf til í að niðurgreiða framleiðslu á orðum og bókstöfum. Það má því ætla að þeir telji að fleiri orð og bókstafir skili sér sjálfkrafa í betur læsum börnum. Þar sem pistlar mínir eru flokkaðir með listsköpun (takk, en samt), greiði ég af þeim engan virðisaukaskatt. Það er auðvitað heppilegt fyrir mig og ég kvarta ekki undan því, ekki frekar en neinn annar sem greiðir ekki virðisaukaskatt kvartar undan því og biður um að fá að gera það. En þó að listrænar skoðanir mínar yfirgefi tölvuna vasklausar þá fá þær ekki að dvelja í skattaparadís að eilífu. Ef þær birtast á prenti í bók eða blaði og eru seldar þá þarf útgefandinn að greiða virðisaukaskatt af bókinni eða blaðinu. Auðvitað finnst honum það verra og hann fagnar þeim stjórnmálamönnum sem bjóða honum að losna við það. Eflaust yrði það gott fyrir bóka- og blaðaútgáfu að fá að sleppa við virðisaukaskatt og ef skattkerfinu verður einhvern tímann breytt í þá veru, þá er það svo sem ekki ástæða til að pakka í töskur og flýja land. Það er ekkert nýtt við það að pólitíkusar hampi „göfugum“ rekstri á kostnað annars. Hins vegar er alls óvíst að þetta skili þeim árangri að fólk kaupi fleiri bækur og lesi meira, hvað þá að börn geri það.Bækur eru gjafir Bækur eru oftar en ekki gefnar sem gjafir. Gjafir haga sér eftir ákveðnum lögmálum. Segjum að við ætlum að gefa eldri ættingja, sem við virðum og metum, digra og metnaðarfulla bók í jólagjöf. Við förum í bókabúð (alls ekki matvöruverslun) og sjáum ævisögu fyrrverandi ráðherra, „Í stormi tímans“, til sölu á 4.990 kr. Ættinginn heldur upp á ráðherrann fyrrverandi, svo þetta er kjörið. Hverju myndi það breyta ef bókin myndi kosta 4.495 kr. í staðinn, eins og hún ætti að gera ef það sem næmi 11% virðisaukaskatti færi af? Líklegast litlu. Líklegast eru þeir ekki margir sem væru á annað borð að velja gjafir á þessu verðbili sem myndu láta fimmhundruðkall til eða frá skipta sig máli. Því er líklegast að bókin myndi áfram vera seld á 4.990 kr. jafnvel þótt vaskurinn myndi lækka. Gjafir virka oft þannig: fólk ákveður upphæðina, mismeðvitað, og fyllir svo upp í hana. Það er til dæmis ekki víst að ef við sæjum að búið væri að fjórlækka verðið á „Í stormi tímans“ og pikklíma á hana „2 fyrir 3.000“-límmiða, að bókin myndi við þetta batna sem gjöf í okkar huga. Hún væri orðin of ódýr. Þá eiginlega þyrfti að bæta einhverju við, gefa aðra bók, sem okkur finnst kannski asnalegt. Nei, við förum og leitum að einhverju öðru.Skortur á bókstöfum ekki vandamálið Þó svo að bóksala tæki einhvern kipp, þá er nú alls kostar óvíst að það hafi einhver þau áhrif að til dæmis börn læsu meira. Það er verulega hæpið að ástæða þess að börn lesi minna en sumir myndu vilja sé skortur á orðum og bókstöfum í nánasta umhverfi þeirra. Flest börn fá alveg bækur, í flestum skólum er ofgnótt bóka, á mörgum heimilum er fullt af bókum. Bækurnar eiga hins vegar í harðri samkeppni við aðra afþreyingu. Það er það sem telur, ekki verðlagið. Svo vindur þetta náttúrlega upp á sig. Ef bækur eiga að vera undanþegnar skatti þá er spurning hvort dagblöð og tímarit eigi ekki að vera það líka. Og þá náttúrlega netmiðlar líka. Og þá kannski bara áskrift að öllum fjölmiðlum. Og þá erum við farin að mismuna afþreyingu ansi mikið nema við tökum tölvuleiki með. Svo fer fólk að biðja um að afnema skatt af bíósýningum. Sem er þegar að gerast. Auðvitað er freistandi fyrir stjórnmálamenn að reynda stöðugt að finna nýjar atvinnugreinar til að nostra við. En má ég frekar biðja um lága og einfalda skatta frekar en endalausar undanþágur frá þeim.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun