„Við í Hveragerði teljum að líta verði á málið í heild sinni. Ef 16 ára börn eiga að mega kjósa, á þá lögræðisaldur ekki að vera 16 ár líka?“ segir Unnur Þormóðsdóttir, formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar, um hugmyndir um lækkun kosningaaldurs úr 18 ára aldri í 16 ár.
„Ef 16 ára barn má taka sæti í sveitarstjórn þá þarf það nú eiginlega að vera fjárráða,“ segir Unnur jafnframt. Bæjarráðið segir í bókun að nauðsynlegt sé að þeir sem taki þátt í sveitarstjórnarmálum hafi lagalegu stöðu til að taka ákvarðanir fyrir hönd sveitarfélagsins, en séu ekki ófjárráða og heyri undir lög um barnavernd og forræði foreldra.
Á móti lækkun kosningaaldurs

Tengdar fréttir

Logi braut kosningalög: Langsótt að dóttirin fái hann til að kjósa Framsóknarflokkinn
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það klaufalegt að hafa tekið dóttur sína með inn í kjörklefann er hann greiddi atkvæði í alþingiskosningunum í dag. Samkvæmt kosningalögum eiga kjósendur að fara einir inn í kjörklefa þegar gengið er til kosninga.

Vilja lækka kosningaaldur
Fyrir alþingi liggur frumvarp um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna.

ÍÞ leggst eindregið gegn lækkun kosningaaldurs
Íslenska þjóðfylkingin telur ungt fólk ekki hafa nægan þroska til að kjósa.