Fyrsti þátturinn í annarri þáttaröð af Steypustöðinni fór í loftið á Stöð 2 á föstudagskvöldið.
Þátturinn hefur fengið góðar viðtökur en sá sem stal algjörlega sviðsljósinu var íþróttafréttamaðurinn Hörður Magnússon.
Hann lék í raun sjálfan sig. Mann sem lýstir öllu sem hann segir eins og hann sé að lýsa kappleik. Sú hegðun er ekki að gera sig fyrir Hörð eins og sjá má hér að neðan.