Sport

Byrlaði keppinaut sínum stera

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hinn 32 ára Suzuki mun líklegast ekki keppa aftur í kayak róðri
Hinn 32 ára Suzuki mun líklegast ekki keppa aftur í kayak róðri vísir/getty
Yasuhiro Suzuki, kayak ræðari frá Japan, hefur verið dæmdur í átta ára keppnisbann eftir að hafa byrlað keppinauti sínum stera.

Atvikið átti sér stað á japanska meistaramótinu í september síðastliðinn. Suzuki setti stera í drykkjarbrúsa hins 25 ára Seiji Komatsu og féll Komatsu á lyfjaprófi eftir að hafa drukkið úr brúsanum.

Ástæðan fyrir verknaði Suzuki var sú að Komatsu var á leiðinni á Ólympíuleikana í Tókýó 2020 á kostnað Suzuki.

„Ég vildi koma mér í fjögurra manna róðrasveitina en var númer fimm í röðinni með yngri keppinaut fyrir framan mig, þessvegna setti ég stera í drykkinn hans,“ sagði Suzuki við yfirheyrlsu hjá alþjóða róðrasambandinu.

Hann sá svo eftir gjörðum sínum og bað Komatsu afsökunar ásamt því að viðurkenna brot sitt. Keppnisbannið sem Komatsu fékk eftir að hafa fallið á lyfjaprófi hefur verið afturkallað og Suzuki dæmdur í bann í staðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×