Sprenging í komu ferðamanna í Fjaðrárgljúfur eftir nærbuxnamyndband Biebers Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. janúar 2018 12:38 Justin Bieber slakaði á í Fjaðrárgljúfri. Skjáskot Ferðamönnum sem lögðu leið sína að Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi fjölgaði um rúm áttatíu prósent á síðasta ári. Líklegt er að rekja megi vinsældirnar að töluverðu leyti til hjartaknúsarans Justin Bieber. Samkvæmt teljara Umhverfisstofnunar komu 282.423 gestir í Fjaðrárgljúfur á síðasta ári, samanborið við 154.948 gestir sem komu í gljúfrið árið 2016. Er þetta fjölgun um 82 prósent á milli ára. Í frétt á vef Umhverfisstofnunar segir að Vegagerðin hafi aukið þjónustustig á veginum að Fjaðrárgljúfri vegna vinsældanna. Því megi gera ráð fyrir að fjöldi ferðamanna sem heimsæki gljúfrið muni fjölga en forsvarsmenn Skaftárhrepps óskuðu eftir því á síðasta ári að landvarsla yrði aukin á svæðinu vegna ágangs ferðamanna þar sem svæðið láti mikið á sjá en einnig til að auka öryggi gesta, sérstaklega yfir vetrartímann.Fjaðrárgljúfur.Mynd/UmhverfisstofnunÞví hafi landvörður verið með daglegt eftirlit með svæðinu að undanförnu. Helstu verkefni hafa verið að leiðbeina fólki um svæðið, veita upplýsingar og vara fólk við hættum, eins og hálku á göngustígum sem voru oftar en ekki ófærir nema fyrir þá sem voru á mannbroddum. Landvörður hefur einnig reglulega verið í sambandi við Vegagerðina vegna hálku og ófærðar á veginum að Fjaðrárgljúfri þegar ferðamenn hafa lent í vandræðum, að því er segir í frétt Umhverfisstofnunar. Fjaðrárgljúfur varð skyndileg heimsfrægt árið 2015 þegar einn vinsælasti tónlistarmaður heims tók upp tónlistarmyndband í gljúfrinu. Var hann á nærbuxunum í myndbandinu auk þess að myndir af honum við tökur fóru víða á samfélagsmiðlum. Alls hefur verið horft á myndband Bieber við lagið I'll Show You hátt í 400 milljón sinnum og er víðfarnari auglýsing fyrir Ísland vandfundin. Ferðamennska á Íslandi Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Bieber kynnir nýju plötuna með myndbandi frá Íslandi Bieber fór víða um hér á landi í september, bæði um landið sem og á samfélagsmiðlum. 1. nóvember 2015 18:57 Bieber á nærbuxunum í Fjaðrárgljúfri Justin Bieber er heldur betur ennþá á landinu en hann birti rétt í þessu fallega mynd af sér á Calvin Klein nærbuxunum einum í Fjaðrárgljúfri við Kirkjubæjarklaustur. 22. september 2015 16:02 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að yngri barna kennarar eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Ferðamönnum sem lögðu leið sína að Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi fjölgaði um rúm áttatíu prósent á síðasta ári. Líklegt er að rekja megi vinsældirnar að töluverðu leyti til hjartaknúsarans Justin Bieber. Samkvæmt teljara Umhverfisstofnunar komu 282.423 gestir í Fjaðrárgljúfur á síðasta ári, samanborið við 154.948 gestir sem komu í gljúfrið árið 2016. Er þetta fjölgun um 82 prósent á milli ára. Í frétt á vef Umhverfisstofnunar segir að Vegagerðin hafi aukið þjónustustig á veginum að Fjaðrárgljúfri vegna vinsældanna. Því megi gera ráð fyrir að fjöldi ferðamanna sem heimsæki gljúfrið muni fjölga en forsvarsmenn Skaftárhrepps óskuðu eftir því á síðasta ári að landvarsla yrði aukin á svæðinu vegna ágangs ferðamanna þar sem svæðið láti mikið á sjá en einnig til að auka öryggi gesta, sérstaklega yfir vetrartímann.Fjaðrárgljúfur.Mynd/UmhverfisstofnunÞví hafi landvörður verið með daglegt eftirlit með svæðinu að undanförnu. Helstu verkefni hafa verið að leiðbeina fólki um svæðið, veita upplýsingar og vara fólk við hættum, eins og hálku á göngustígum sem voru oftar en ekki ófærir nema fyrir þá sem voru á mannbroddum. Landvörður hefur einnig reglulega verið í sambandi við Vegagerðina vegna hálku og ófærðar á veginum að Fjaðrárgljúfri þegar ferðamenn hafa lent í vandræðum, að því er segir í frétt Umhverfisstofnunar. Fjaðrárgljúfur varð skyndileg heimsfrægt árið 2015 þegar einn vinsælasti tónlistarmaður heims tók upp tónlistarmyndband í gljúfrinu. Var hann á nærbuxunum í myndbandinu auk þess að myndir af honum við tökur fóru víða á samfélagsmiðlum. Alls hefur verið horft á myndband Bieber við lagið I'll Show You hátt í 400 milljón sinnum og er víðfarnari auglýsing fyrir Ísland vandfundin.
Ferðamennska á Íslandi Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Bieber kynnir nýju plötuna með myndbandi frá Íslandi Bieber fór víða um hér á landi í september, bæði um landið sem og á samfélagsmiðlum. 1. nóvember 2015 18:57 Bieber á nærbuxunum í Fjaðrárgljúfri Justin Bieber er heldur betur ennþá á landinu en hann birti rétt í þessu fallega mynd af sér á Calvin Klein nærbuxunum einum í Fjaðrárgljúfri við Kirkjubæjarklaustur. 22. september 2015 16:02 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að yngri barna kennarar eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Bieber kynnir nýju plötuna með myndbandi frá Íslandi Bieber fór víða um hér á landi í september, bæði um landið sem og á samfélagsmiðlum. 1. nóvember 2015 18:57
Bieber á nærbuxunum í Fjaðrárgljúfri Justin Bieber er heldur betur ennþá á landinu en hann birti rétt í þessu fallega mynd af sér á Calvin Klein nærbuxunum einum í Fjaðrárgljúfri við Kirkjubæjarklaustur. 22. september 2015 16:02