Gray Line kærir Isavia fyrir „ofurgjaldtöku“ Þórdís Valsdóttir skrifar 13. janúar 2018 11:45 Þórir Garðarsson stjórnarformaður Gray Line segir að fyrirhuguð gjaldtaka Isavia muni koma niður á neytendum. Vísir/pjetur Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line hefur sent Samkeppniseftirlitinu kæru vegna misnotkunar Isavia á einokunarstöðu á Keflavíkurflugvelli. Fyrirtækið telur að fyrirhuguð gjaldtaka Isavia af rútum við flugstöðina sé „ofurgjaldtaka“. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Gray Line. Isavia mun hefja gjaldtöku á stæðum fyrir hópferðabifreiðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 1. mars næstkomandi og verður gjaldið á bilinu 7.900 krónur til 19.900 krónur, eftir stærð bifreiðanna. Gjaldið verður innheimt af hópferðabílum sem nýta svokölluð fjarstæði, fjarri flugstöðinni. Gray Line telur að gjaldið sé margfalt hærra en eðlilegt getur talist og stríði alvarlega gegn hagsmunum neytenda. Í kæru sinni bendir Gray Line á að samskonar gjald á Heathrow flugvelli í London er 3.900 krónur fyrir stóra hópferðabíla og að gjald Isavia sé því fimmfalt hærra. „Ofurgjaldtaka í skjóli einokunar lendir að sjálfsögðu á engum öðrum en flugfarþegum. Gera má ráð fyrir að fargjald þurfi að hækka um þrjátíu til fimmtíu prósent hjá öllum hópferðafyrirtækjum til að Isavia fái sitt. Farþegar fá ekkert meiri eða betri þjónustu. Isavia tekur þá einfaldlega í gíslingu og heimtar lausnargjald svo þeir komist frá flugstöðinni,“ segir Þórir Garðarsson stjórnarformaður Gray Line í tilkynningunni.Vilja að Samkeppniseftirlitið taki ákvörðun til bráðabirgða Gray Line fer þess á leit við Samkeppniseftirlitið að það taki ákvörðun til bráðabirgða til þess að stöðva fyrirhugaða gjaldtöku Isavia. Gray Line hefur einnig áhyggjur af því að hækkun á verðskrá fyrirtækisins muni hafa slæm áhrif á viðskiptasambönd við erlenda aðila í ferðaþjónustu. Gray Line vísar í tilkynningu Isavia um gjaldtökuna og segir að ástæður gjaldtökunnar stríði gegn banni samkeppnislaga við misnotkun markaðsráðandi stöðu og að þau muni koma niður á samkeppni í farðþegaflutningum til og frá Keflavíkurflugvelli. „Í tilkynningu Isavia um gjaldtökuna var sérstaklega tekið fram að innheimta þyrfti þessi gjöld af óflugtengdri starfsemi þar sem ekki væri hægt að hækka gjöld af flugtengdri starfsemi af samkeppnisástæðum. Isavia virðist því ætla að misnota einokunarstöðu sína til að innheimta himinhá stæðisgjöld af hópferðafyrirtækjum til að niðurgreiða flugtengd gjöld,“ segir í kærunni. Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line hefur sent Samkeppniseftirlitinu kæru vegna misnotkunar Isavia á einokunarstöðu á Keflavíkurflugvelli. Fyrirtækið telur að fyrirhuguð gjaldtaka Isavia af rútum við flugstöðina sé „ofurgjaldtaka“. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Gray Line. Isavia mun hefja gjaldtöku á stæðum fyrir hópferðabifreiðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 1. mars næstkomandi og verður gjaldið á bilinu 7.900 krónur til 19.900 krónur, eftir stærð bifreiðanna. Gjaldið verður innheimt af hópferðabílum sem nýta svokölluð fjarstæði, fjarri flugstöðinni. Gray Line telur að gjaldið sé margfalt hærra en eðlilegt getur talist og stríði alvarlega gegn hagsmunum neytenda. Í kæru sinni bendir Gray Line á að samskonar gjald á Heathrow flugvelli í London er 3.900 krónur fyrir stóra hópferðabíla og að gjald Isavia sé því fimmfalt hærra. „Ofurgjaldtaka í skjóli einokunar lendir að sjálfsögðu á engum öðrum en flugfarþegum. Gera má ráð fyrir að fargjald þurfi að hækka um þrjátíu til fimmtíu prósent hjá öllum hópferðafyrirtækjum til að Isavia fái sitt. Farþegar fá ekkert meiri eða betri þjónustu. Isavia tekur þá einfaldlega í gíslingu og heimtar lausnargjald svo þeir komist frá flugstöðinni,“ segir Þórir Garðarsson stjórnarformaður Gray Line í tilkynningunni.Vilja að Samkeppniseftirlitið taki ákvörðun til bráðabirgða Gray Line fer þess á leit við Samkeppniseftirlitið að það taki ákvörðun til bráðabirgða til þess að stöðva fyrirhugaða gjaldtöku Isavia. Gray Line hefur einnig áhyggjur af því að hækkun á verðskrá fyrirtækisins muni hafa slæm áhrif á viðskiptasambönd við erlenda aðila í ferðaþjónustu. Gray Line vísar í tilkynningu Isavia um gjaldtökuna og segir að ástæður gjaldtökunnar stríði gegn banni samkeppnislaga við misnotkun markaðsráðandi stöðu og að þau muni koma niður á samkeppni í farðþegaflutningum til og frá Keflavíkurflugvelli. „Í tilkynningu Isavia um gjaldtökuna var sérstaklega tekið fram að innheimta þyrfti þessi gjöld af óflugtengdri starfsemi þar sem ekki væri hægt að hækka gjöld af flugtengdri starfsemi af samkeppnisástæðum. Isavia virðist því ætla að misnota einokunarstöðu sína til að innheimta himinhá stæðisgjöld af hópferðafyrirtækjum til að niðurgreiða flugtengd gjöld,“ segir í kærunni.
Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira