Sveitarstjórnir beri einnig ábyrgð á því að tryggja öryggi íþróttaiðkenda Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. janúar 2018 21:00 Áslaug María Friðriksdóttir segir ábyrgð sveitarstjórna á áreitnis-og ofbeldismálum innan íþrótta-og æskulýðshreyfinga einnig vera mikla. Sjálfstæðisflokkurinn Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að ábyrgð sveitarstjórna sé mikil þegar komi að því að tryggja öryggi barna og unglinga sem iðka íþróttir hjá viðkomandi sveitarfélagi í ljósi þess að íþróttafélögin séu styrkt með opinberum sjóðum. Íþróttafélögin séu að veita þjónustu í nafni viðkomandi sveitarfélags. Áslaug María býður sig fram í leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Áttu við að ábyrgðin liggi fyrst og fremst hjá sveitarstjórnum?„Mér finnst ábyrgðin liggja alls staðar í samfélaginu. Ég held það sé ekki hægt að segja að hún liggi meira hjá einum frekar en öðrum en þegar sveitarstjórnir eru að borga með starfi og að styrkja starf stendur maður í þeirri trú að það sé unnið faglega. Manni bregður náttúrulega að lesa svona sögur. Þetta er svo ungt fólk, svo ungar stelpur. Það bara hríslast kalt vatn niður hrygginn,“ segir Áslaug María sem var auðheyrilega brugðið yfir frásögnum íþróttakvenna af áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum sem voru gerðar opinberar í fyrradag.462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum.Myndvinnsla/GarðarAðgerðaráætlun um verklag í samningsformi við íþrótta-og æskulýðshreyfingarÁslaug segist ætla að setja þessi mál á oddinn á vettvangi stjórnmálanna en bætir þó við að hún sé ekki tilbúin með nákvæma útfærslu á því hvernig best sé að eiga við málin. Á næstu dögum verði rætt um mögulega útfærslu. „Ég tel að þetta sé mál sem allir verði að taka mjög alvarlega. Hvernig á að bregðast við? Hvaða leiðir eru færar? Hvernig látum við börnin vita?“ „Það hlýtur að vera eðlilegt að þessi félög fái sömu brýningu og aðrir í borgarkerfinu,“ segir Áslaug sem segir að það sé mikilvægt að það verði sett í samninga við íþróttafélögin að fulltrúar þeirra séu búnir að úthugsa í hvaða farveg þau hyggist segja mál af þessum toga og tryggja það að aðilar hljóti áheyrn og meðferð.Þverpólitískt mál að tryggja öryggi íþróttaiðkendaÁslaug á ekki von á því að þessi mál verði kosningamál á milli flokka í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hún segir að mikil samstaða ríki um mikilvægi þess að taka hart á þessum málum og að þau skilaboð verði send að áreitni og ofbeldi verði ekki liðin. „Það er auðvitað mikil samstaða, við vorum allar með í #Me too byltingunni í pólitíkinni. Ég held það sé ofboðslega mikil samstaða. Ég sé ekki fyrir mér að þetta verði kosningamál milli flokka en þetta setur klárlega málin á dagskrá hjá öllum flokkum,“ segir Áslaug.Lilja Alfreðsdóttir fundaði í dag með forseta ÍSÍ, framkvæmdastjóra UMFÍ og íþróttakonum.Vísir/StefánStofnuðu starfshóp um gerð aðgerðaráætlunarÍ sömu hugleiðingum er Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, sem nú þegar hefur fundað með fulltrúum íþróttakvenna, starfsmönnum ráðuneytisins, Lárusi L. Blöndal, forseta ÍSÍ, og Auði Ingu Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra UMFÍ. Á fundinum var ákveðið að stofna starfshóp á vegum ráðuneytisins um gerð aðgerðaráætlunar um verklag þegar kynbundin áreitni komi upp innan íþrótta-og æskulýðshreyfingarinnar. MeToo Tengdar fréttir Formaður UMFÍ: Hryggir mig hversu lengi einstaklingar hafa borið þessar sáru sögur innra með sér Ungmennafélag Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þess að margar íþróttakonur hafa nú stigið fram og greint frá hræðilegum brotum gegn sér innan ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar undir myllumerkinu #metoo. 12. janúar 2018 11:30 Stofna starfshóp um áreitni í íþróttum: „Þetta er fyrsta skrefið“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í dag með forseta ÍSÍ, framkvæmdastjóra UMFÍ og íþróttakonum í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna. 12. janúar 2018 14:34 Sveitarfélög skilyrði fjárveitingu til íþróttafélaga vegna #metoo Íþróttakonur kalla eftir að sveitarfélög skilyrði fjárveitingu til íþróttafélaga með kröfum um skýra verkferla í ofbeldismálum. Formaður íþrótta- og tómstundaráðs segir að verið sé að vinna að slíkum skilyrðum. 11. janúar 2018 20:00 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að ábyrgð sveitarstjórna sé mikil þegar komi að því að tryggja öryggi barna og unglinga sem iðka íþróttir hjá viðkomandi sveitarfélagi í ljósi þess að íþróttafélögin séu styrkt með opinberum sjóðum. Íþróttafélögin séu að veita þjónustu í nafni viðkomandi sveitarfélags. Áslaug María býður sig fram í leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Áttu við að ábyrgðin liggi fyrst og fremst hjá sveitarstjórnum?„Mér finnst ábyrgðin liggja alls staðar í samfélaginu. Ég held það sé ekki hægt að segja að hún liggi meira hjá einum frekar en öðrum en þegar sveitarstjórnir eru að borga með starfi og að styrkja starf stendur maður í þeirri trú að það sé unnið faglega. Manni bregður náttúrulega að lesa svona sögur. Þetta er svo ungt fólk, svo ungar stelpur. Það bara hríslast kalt vatn niður hrygginn,“ segir Áslaug María sem var auðheyrilega brugðið yfir frásögnum íþróttakvenna af áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum sem voru gerðar opinberar í fyrradag.462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum.Myndvinnsla/GarðarAðgerðaráætlun um verklag í samningsformi við íþrótta-og æskulýðshreyfingarÁslaug segist ætla að setja þessi mál á oddinn á vettvangi stjórnmálanna en bætir þó við að hún sé ekki tilbúin með nákvæma útfærslu á því hvernig best sé að eiga við málin. Á næstu dögum verði rætt um mögulega útfærslu. „Ég tel að þetta sé mál sem allir verði að taka mjög alvarlega. Hvernig á að bregðast við? Hvaða leiðir eru færar? Hvernig látum við börnin vita?“ „Það hlýtur að vera eðlilegt að þessi félög fái sömu brýningu og aðrir í borgarkerfinu,“ segir Áslaug sem segir að það sé mikilvægt að það verði sett í samninga við íþróttafélögin að fulltrúar þeirra séu búnir að úthugsa í hvaða farveg þau hyggist segja mál af þessum toga og tryggja það að aðilar hljóti áheyrn og meðferð.Þverpólitískt mál að tryggja öryggi íþróttaiðkendaÁslaug á ekki von á því að þessi mál verði kosningamál á milli flokka í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hún segir að mikil samstaða ríki um mikilvægi þess að taka hart á þessum málum og að þau skilaboð verði send að áreitni og ofbeldi verði ekki liðin. „Það er auðvitað mikil samstaða, við vorum allar með í #Me too byltingunni í pólitíkinni. Ég held það sé ofboðslega mikil samstaða. Ég sé ekki fyrir mér að þetta verði kosningamál milli flokka en þetta setur klárlega málin á dagskrá hjá öllum flokkum,“ segir Áslaug.Lilja Alfreðsdóttir fundaði í dag með forseta ÍSÍ, framkvæmdastjóra UMFÍ og íþróttakonum.Vísir/StefánStofnuðu starfshóp um gerð aðgerðaráætlunarÍ sömu hugleiðingum er Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, sem nú þegar hefur fundað með fulltrúum íþróttakvenna, starfsmönnum ráðuneytisins, Lárusi L. Blöndal, forseta ÍSÍ, og Auði Ingu Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra UMFÍ. Á fundinum var ákveðið að stofna starfshóp á vegum ráðuneytisins um gerð aðgerðaráætlunar um verklag þegar kynbundin áreitni komi upp innan íþrótta-og æskulýðshreyfingarinnar.
MeToo Tengdar fréttir Formaður UMFÍ: Hryggir mig hversu lengi einstaklingar hafa borið þessar sáru sögur innra með sér Ungmennafélag Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þess að margar íþróttakonur hafa nú stigið fram og greint frá hræðilegum brotum gegn sér innan ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar undir myllumerkinu #metoo. 12. janúar 2018 11:30 Stofna starfshóp um áreitni í íþróttum: „Þetta er fyrsta skrefið“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í dag með forseta ÍSÍ, framkvæmdastjóra UMFÍ og íþróttakonum í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna. 12. janúar 2018 14:34 Sveitarfélög skilyrði fjárveitingu til íþróttafélaga vegna #metoo Íþróttakonur kalla eftir að sveitarfélög skilyrði fjárveitingu til íþróttafélaga með kröfum um skýra verkferla í ofbeldismálum. Formaður íþrótta- og tómstundaráðs segir að verið sé að vinna að slíkum skilyrðum. 11. janúar 2018 20:00 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Formaður UMFÍ: Hryggir mig hversu lengi einstaklingar hafa borið þessar sáru sögur innra með sér Ungmennafélag Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þess að margar íþróttakonur hafa nú stigið fram og greint frá hræðilegum brotum gegn sér innan ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar undir myllumerkinu #metoo. 12. janúar 2018 11:30
Stofna starfshóp um áreitni í íþróttum: „Þetta er fyrsta skrefið“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í dag með forseta ÍSÍ, framkvæmdastjóra UMFÍ og íþróttakonum í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna. 12. janúar 2018 14:34
Sveitarfélög skilyrði fjárveitingu til íþróttafélaga vegna #metoo Íþróttakonur kalla eftir að sveitarfélög skilyrði fjárveitingu til íþróttafélaga með kröfum um skýra verkferla í ofbeldismálum. Formaður íþrótta- og tómstundaráðs segir að verið sé að vinna að slíkum skilyrðum. 11. janúar 2018 20:00