Barnahús, nýbyggingar og baráttan gegn matarsóun á dagskrá forsetahjónanna í dag Atli Ísleifsson skrifar 18. janúar 2018 09:00 Eliza Reid forsetafrú heilsar Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, í hátíðarkvöldverði í sænsku konungshöllinni í gærkvöldi. vísir/AFP Dagskráin er ströng hjá forsetahjónunum, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid, á öðrum degi opinberrar heimsóknar þeirra til Svíþjóðar. Dagurinn hefst með morgunverðarfundi Íslandsstofu þar sem aðilar úr ferðaþjónustunni taka þátt og mun Eliza flytja þar ávarp. Að fundinum loknum liggur leiðin í Karolinska Institutet þar sem verður kynning á ólíkum samstarfsverkefnum sænskra og íslenskra vísindamanna, sér í lagi á sviði lýðheilsufræða, líftækni og hjartalækninga. Þaðan heldur forsetinn og kynnir sér starfsemi Folkhem, fyrirtækis sem framleiðir vistvænar húsbyggingar í Stokkhólmi, auk þess sem hann mun skoða fjölbýlishús úr timbri. Eliza mun á sama tíma heimsækja stóra matarverslun í Veddesta, norður af Stokkhólmi, sem rekin er í þeim tilgangi að minnka sóun á matvælum til hagsbóta fyrir efnalítið fólk.Hádegisverður í ráðhúsinu Forsetahjónunum verður svo boðið í hádegisverð í ráðhúsi Stokkhólms í boði borgarstjórnar Stokkhólms. Að því loknu munu Guðni og Eliza skoða listasafn Eugens prins á Waldemarsudde. Forseti mun svo flytja erindi um gildi og samfélagsbreytingar við stjórnmálafræðideild Stokkhólmsháskóla. Eliza mun á sama tíma heimsækja Barnahús í Stokkhólmi, en stofnuninni er ætlað er að veita börnum, sem grunur er um að séu fórnarlömb ofbeldis, öruggt umhverfi á meðan mál þeirra eru á rannsóknarstigi. Eliza heimsótti einmitt í síðustu viku Barnahús á Íslandi til að kynna sér starfsemina.Boð forsetahjónannaForsetahjónin munu svo síðdegis bjóða sænsku konungshjónum og fleiri gestum sem heimsókninni tengjast, til móttöku í Nútímalistasafninu (Moderna muséet) á Skeppsholmen. Á síðasta degi heimsóknarinnar, á morgun, munu forsetahjónin halda til Uppsala þar sem er þétt dagskrá áður en þau halda aftur heim til Íslands síðdegis. Forseti Íslands Norðurlönd Tengdar fréttir Guðni þakkaði Svíakonungi fyrir lánið á Lars Lagerbäck Þriggja daga opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta og Elizu Reid forsetafrúar til Svíþjóðar hófst í dag. 17. janúar 2018 12:45 Svona verður dagskráin í heimsókn Guðna og Elísu til Svíþjóðar Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú halda í þriggja daga opinbera heimsókn til Svíþjóðar á miðvikudaginn. 15. janúar 2018 12:18 Þeim var boðið ásamt forsetahjónunum í hátíðarkvöldverð Svíakonungs Mikið var um dýrðir þegar fólk fjölmenni mætti í hátíðarkvöldverð Karls Gústafs Svíakonungs til heiðurs forsetahjónunum íslensku, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid, í sænsku konungshöllinni í kvöld. 17. janúar 2018 21:01 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Dagskráin er ströng hjá forsetahjónunum, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid, á öðrum degi opinberrar heimsóknar þeirra til Svíþjóðar. Dagurinn hefst með morgunverðarfundi Íslandsstofu þar sem aðilar úr ferðaþjónustunni taka þátt og mun Eliza flytja þar ávarp. Að fundinum loknum liggur leiðin í Karolinska Institutet þar sem verður kynning á ólíkum samstarfsverkefnum sænskra og íslenskra vísindamanna, sér í lagi á sviði lýðheilsufræða, líftækni og hjartalækninga. Þaðan heldur forsetinn og kynnir sér starfsemi Folkhem, fyrirtækis sem framleiðir vistvænar húsbyggingar í Stokkhólmi, auk þess sem hann mun skoða fjölbýlishús úr timbri. Eliza mun á sama tíma heimsækja stóra matarverslun í Veddesta, norður af Stokkhólmi, sem rekin er í þeim tilgangi að minnka sóun á matvælum til hagsbóta fyrir efnalítið fólk.Hádegisverður í ráðhúsinu Forsetahjónunum verður svo boðið í hádegisverð í ráðhúsi Stokkhólms í boði borgarstjórnar Stokkhólms. Að því loknu munu Guðni og Eliza skoða listasafn Eugens prins á Waldemarsudde. Forseti mun svo flytja erindi um gildi og samfélagsbreytingar við stjórnmálafræðideild Stokkhólmsháskóla. Eliza mun á sama tíma heimsækja Barnahús í Stokkhólmi, en stofnuninni er ætlað er að veita börnum, sem grunur er um að séu fórnarlömb ofbeldis, öruggt umhverfi á meðan mál þeirra eru á rannsóknarstigi. Eliza heimsótti einmitt í síðustu viku Barnahús á Íslandi til að kynna sér starfsemina.Boð forsetahjónannaForsetahjónin munu svo síðdegis bjóða sænsku konungshjónum og fleiri gestum sem heimsókninni tengjast, til móttöku í Nútímalistasafninu (Moderna muséet) á Skeppsholmen. Á síðasta degi heimsóknarinnar, á morgun, munu forsetahjónin halda til Uppsala þar sem er þétt dagskrá áður en þau halda aftur heim til Íslands síðdegis.
Forseti Íslands Norðurlönd Tengdar fréttir Guðni þakkaði Svíakonungi fyrir lánið á Lars Lagerbäck Þriggja daga opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta og Elizu Reid forsetafrúar til Svíþjóðar hófst í dag. 17. janúar 2018 12:45 Svona verður dagskráin í heimsókn Guðna og Elísu til Svíþjóðar Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú halda í þriggja daga opinbera heimsókn til Svíþjóðar á miðvikudaginn. 15. janúar 2018 12:18 Þeim var boðið ásamt forsetahjónunum í hátíðarkvöldverð Svíakonungs Mikið var um dýrðir þegar fólk fjölmenni mætti í hátíðarkvöldverð Karls Gústafs Svíakonungs til heiðurs forsetahjónunum íslensku, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid, í sænsku konungshöllinni í kvöld. 17. janúar 2018 21:01 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Guðni þakkaði Svíakonungi fyrir lánið á Lars Lagerbäck Þriggja daga opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta og Elizu Reid forsetafrúar til Svíþjóðar hófst í dag. 17. janúar 2018 12:45
Svona verður dagskráin í heimsókn Guðna og Elísu til Svíþjóðar Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú halda í þriggja daga opinbera heimsókn til Svíþjóðar á miðvikudaginn. 15. janúar 2018 12:18
Þeim var boðið ásamt forsetahjónunum í hátíðarkvöldverð Svíakonungs Mikið var um dýrðir þegar fólk fjölmenni mætti í hátíðarkvöldverð Karls Gústafs Svíakonungs til heiðurs forsetahjónunum íslensku, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid, í sænsku konungshöllinni í kvöld. 17. janúar 2018 21:01