Kínverjar hafa ekki áhuga á Last Jedi Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2018 16:20 Kvikmyndahús í Kína eru þegar hætt að sýna Star Wars: The Last Jedi vegna þess hve illa myndinni gekk þar í landi. Frumsýningarhelgina seldust miðar fyrir 28,7 milljónir dala en aðra helgina í sýningu halaði myndin inn 2,4 milljónum. Framkvæmdastjóri kvikmyndahúsakeðju sagði Hollywoord Reporter að kvikmyndinni hefði gengið mun verr en fólk hafði búist við.Í Bandaríkjunum hefur myndin halað inn 591 milljón dala og 1,27 milljarða dala á heimsvísu. Í Kína, sem er næst stærsti kvikmyndamarkaður heims á eftir Bandaríkjunum, endaði upphæðin undir 50 milljónum dala. Til marks um hve slæmt það er bendir Hollywood Reporter á að kvikmyndin Valerian halaði inn 62 milljónum í Kína og Geostorm 65,6 milljónum. Þá virðist sem að Kínverjar hafi sífellt minni áhuga á Star Wars myndum Disney. The Force Awakens halaði inn 124 milljónum dala í Kína og miðar á Rogue One seldust fyrir 69 milljónir. Forsvarsmaður rannsóknarfyrirtækis sem gerir kannanir meðal kvikmyndahúsagesta segir að einkunnir myndanna hafi einnig farið lækkandi. Hann segir að uppbyggður áhugi á Star Wars myndunum hafi hjálpað Force Awakens. Svo hafi kínverskir leikarar í Rogue One hjálpað þeirri mynd. Ekkert slíkt hafi verið til staðar þegar kom að Last Jedi. Bíó og sjónvarp Star Wars Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Tónlist Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Kvikmyndahús í Kína eru þegar hætt að sýna Star Wars: The Last Jedi vegna þess hve illa myndinni gekk þar í landi. Frumsýningarhelgina seldust miðar fyrir 28,7 milljónir dala en aðra helgina í sýningu halaði myndin inn 2,4 milljónum. Framkvæmdastjóri kvikmyndahúsakeðju sagði Hollywoord Reporter að kvikmyndinni hefði gengið mun verr en fólk hafði búist við.Í Bandaríkjunum hefur myndin halað inn 591 milljón dala og 1,27 milljarða dala á heimsvísu. Í Kína, sem er næst stærsti kvikmyndamarkaður heims á eftir Bandaríkjunum, endaði upphæðin undir 50 milljónum dala. Til marks um hve slæmt það er bendir Hollywood Reporter á að kvikmyndin Valerian halaði inn 62 milljónum í Kína og Geostorm 65,6 milljónum. Þá virðist sem að Kínverjar hafi sífellt minni áhuga á Star Wars myndum Disney. The Force Awakens halaði inn 124 milljónum dala í Kína og miðar á Rogue One seldust fyrir 69 milljónir. Forsvarsmaður rannsóknarfyrirtækis sem gerir kannanir meðal kvikmyndahúsagesta segir að einkunnir myndanna hafi einnig farið lækkandi. Hann segir að uppbyggður áhugi á Star Wars myndunum hafi hjálpað Force Awakens. Svo hafi kínverskir leikarar í Rogue One hjálpað þeirri mynd. Ekkert slíkt hafi verið til staðar þegar kom að Last Jedi.
Bíó og sjónvarp Star Wars Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Tónlist Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira