Leit hjá fiskútflytjanda og eignir frystar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. janúar 2018 06:00 Framkvæmdastjórinn er grunaður um stórfelld skattaundanskot. Vísir/Valli Húsleit var gerð á heimili Sigurðar Gísla Björnssonar, framkvæmdastjóra fiskútflutningsfyrirtækisins Sæmarks, skömmu fyrir áramót en Sigurður er grunaður um stórfelld skattaundanskot sem talin eru hlaupa á hundruðum milljóna króna. Eignir hans voru á sama tíma kyrrsettar og bankareikningar haldlagðir. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Embætti skattrannsóknarstjóra hefur haft mál Sigurðar til meðferðar frá Panama-lekanum svokallaða þar sem meðal annars kom fram að Sigurður Gísli hefði stofnað félagið Freezing Point Corp í Panama árið 2009, en eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er hann grunaður um skattsvik í gegnum fleiri en eitt félag. Héraðssaksóknari hefur sömuleiðis komið að rannsókn málsins, en embættið hefur kyrrsett eignir Sigurðar á meðan málið er til meðferðar. Skattrannsóknarstjóri framkvæmdi húsleitina á heimili hans á Arnarnesinu í Garðabæ. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort Sæmark tengist meintum skattalagabrotum. Sæmark er fiskútflutningsfyrirtæki í Hafnarfirði sem skilaði hagnaði upp á rúmlega 29 milljónir króna árið 2016, og voru tekjur þess tæplega 7,8 milljarðar. Eigið fé félagsins er 520 milljónir króna. Sigurður er einn eigenda fjárfestingarfélagsins Óskabeins sem er meðal annars stór hluthafi í tryggingafélaginu VÍS og Kortaþjónustunni. Hann neitaði að tjá sig um málið, þegar eftir því var óskað. Þá sagðist Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri ekki geta tjáð sig um einstök mál sem væru til rannsóknar hjá embættinu. Sem fyrr segir var málið tekið til rannsóknar eftir Panama-lekann, en í framhaldi af honum keypti skattrannsóknarstjóri gögn er varða fjármuni Íslendinga í skattaskjólum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Húsleit var gerð á heimili Sigurðar Gísla Björnssonar, framkvæmdastjóra fiskútflutningsfyrirtækisins Sæmarks, skömmu fyrir áramót en Sigurður er grunaður um stórfelld skattaundanskot sem talin eru hlaupa á hundruðum milljóna króna. Eignir hans voru á sama tíma kyrrsettar og bankareikningar haldlagðir. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Embætti skattrannsóknarstjóra hefur haft mál Sigurðar til meðferðar frá Panama-lekanum svokallaða þar sem meðal annars kom fram að Sigurður Gísli hefði stofnað félagið Freezing Point Corp í Panama árið 2009, en eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er hann grunaður um skattsvik í gegnum fleiri en eitt félag. Héraðssaksóknari hefur sömuleiðis komið að rannsókn málsins, en embættið hefur kyrrsett eignir Sigurðar á meðan málið er til meðferðar. Skattrannsóknarstjóri framkvæmdi húsleitina á heimili hans á Arnarnesinu í Garðabæ. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort Sæmark tengist meintum skattalagabrotum. Sæmark er fiskútflutningsfyrirtæki í Hafnarfirði sem skilaði hagnaði upp á rúmlega 29 milljónir króna árið 2016, og voru tekjur þess tæplega 7,8 milljarðar. Eigið fé félagsins er 520 milljónir króna. Sigurður er einn eigenda fjárfestingarfélagsins Óskabeins sem er meðal annars stór hluthafi í tryggingafélaginu VÍS og Kortaþjónustunni. Hann neitaði að tjá sig um málið, þegar eftir því var óskað. Þá sagðist Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri ekki geta tjáð sig um einstök mál sem væru til rannsóknar hjá embættinu. Sem fyrr segir var málið tekið til rannsóknar eftir Panama-lekann, en í framhaldi af honum keypti skattrannsóknarstjóri gögn er varða fjármuni Íslendinga í skattaskjólum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira