Þrjú hundruð þúsund lundar í spottum?… Helga Birgisdóttir skrifar 18. janúar 2018 11:00 Bækur Kaldakol Höfundur: Þórarinn Leifsson Útgefandi: Mál og menning Prentun: Bookwell Digital Oy, Finnlandi Síðufjöldi: 280 Kápuhönnun: Lubbi slf. Skáldsagan Kaldakol fjallar um óskaplega margt, þar á meðal þýska leikskóla, náttúruvernd, græðgi, náttúruhamfarir, fórnir, neðanjarðargöngu, svik, kynlíf og tölvufíkn. Þetta eru aðeins örfá atriði af fjöldamörgum enda söguþráðurinn ansi flókinn. Í byrjun er allt á suðupunkti heima á Íslandi: Til stendur að tæma Ísland algjörlega af Íslendingum á óskiljanlega stuttum tíma og hefur þessi aðgerð verið þaulskipulögð á flóknustu Excel-skjölum sem um getur og inn í þetta sjónarspil flækist uppgjafarithöfundurinn og slagorðasmiðurinn Katla Rán sem jafnframt er aðalpersóna bókarinnar. Íslenska þjóðin er í einu lagi flutt til Berlínar undir því yfirskini að hræðilegar náttúrhamfarir séu yfirvofandi á Íslandi. Hinn gríðarstóri Tempelhof-flugvöllur hefur verið endurhannaður sem eins konar Míní-Ísland þar sem m.a. er að finna oggulítið Klambratún, eftirlíkingar af heitu pottum Vesturbæjarlaugarinnar og dulitla Hringbraut. Allt þetta er skipulagt að undirlagi fyrirtækisins Kaldakols sem ráðið hefur duglega ímyndarstjóra til að halda þjóðinni ánægðri. Þjóðin situr furðusátt á flugvellinum með gulltryggðar Prins Póló-birgðir og myndirnar sem varpað er upp af flugvellinum eru drepfyndnar, ekki síst þar sem frægustu tónlistarmenn þjóðarinnar sameina lýðinn í brekkulausum brekkusöng og síðan klappar „forsetinn saman lófum fyrir ofan skupluklætt höfuðið og gaf um leið frá sér djúpt búkhljóð sem minnti einna helst á stunu úr iðrum górillu þegar hún þrengir sér inn í maka sinn“. (169). Öllu er stjórnað að ofan, bæði innstreymi og útstreymi í Tempelhof-flugvöll, og reistur er gríðarstór múr um völlinn með gægjugötum þar sem sést inn en ekki út, enda telja þeir sem búa utan múra að aðgerðin „algjört Ísland“ sé nýstárlegur og gríðarstór listgjörningur. Kaldakol á sér ýmsar samsvaranir í íslensku nútímasamfélagi sem hlæja má að en það stingur líka undan þeim. Sömuleiðis er deilt á hið kapítalíska samfélag í stærra samhengi og þótt þeim spurningum sem varpað er fram sé ekki endilega svarað opnar bókin fyrir fjölmargar nýjar spurningar. Kaldakol minnir um margt á LoveStar Andra Snæs Magnasonar, bæði hvað varðar hugmyndaauðgi og að leikið er að því sem gæti gerst og verið gert við þjóðina. Það sem gerir Kaldakol öllu óhugnanlegri er að hún gerist hér og nú á meðan LoveStar er framtíðarfantasía. Fyrir utan skemmtilega fléttu, sem gengur vel upp, er persónugalleríið áhugavert. Framan af er skipt nokkuð ört á milli sjónarhorna en smám saman þrengist sjónarhornið og athyglin beinist að fyrrnefndri Kötlu Rán. Kannski eru persónur sögunnar of margar til að hægt sé að vinna nógu vel með þær en engu að síður er persónusköpunin helsti galli bókarinnar. Það vantar hins vegar ekki að þær eru fantaáhugaverðar, til að mynda stjúpdóttir Kötlu Ránar, Sissú, og uppgjafasöngvarinn Gummi Bowie. Hóppersónan „íslenska þjóðin“, sem hírist í gámum á þýskum flugvelli, er sömuleiðis mjög áhugaverð og gaman hefði verið að fá að vita meira um líf hins hefðbundna Íslendings innan múranna. Það sem stendur þó upp úr er hversu leiftrandi húmoristi Þórarinn Leifsson er og í Kaldakoli beitir hann óspart hæfileika sínum til að sameina snarbeitta þjóðfélagsgagnrýni og gaggandi húmor. Lesandinn verður þó að horfast í augu við að í nær hvert einasta skipti er það hann sjálfur og fólkið í kringum hann sem er skotspónn höfundarins.Niðurstaða: Bráðfyndin samfélagsádeilda sem vekur upp fjölda spurninga um íslenskt samfélag.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. janúar. Bókmenntir Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur Kaldakol Höfundur: Þórarinn Leifsson Útgefandi: Mál og menning Prentun: Bookwell Digital Oy, Finnlandi Síðufjöldi: 280 Kápuhönnun: Lubbi slf. Skáldsagan Kaldakol fjallar um óskaplega margt, þar á meðal þýska leikskóla, náttúruvernd, græðgi, náttúruhamfarir, fórnir, neðanjarðargöngu, svik, kynlíf og tölvufíkn. Þetta eru aðeins örfá atriði af fjöldamörgum enda söguþráðurinn ansi flókinn. Í byrjun er allt á suðupunkti heima á Íslandi: Til stendur að tæma Ísland algjörlega af Íslendingum á óskiljanlega stuttum tíma og hefur þessi aðgerð verið þaulskipulögð á flóknustu Excel-skjölum sem um getur og inn í þetta sjónarspil flækist uppgjafarithöfundurinn og slagorðasmiðurinn Katla Rán sem jafnframt er aðalpersóna bókarinnar. Íslenska þjóðin er í einu lagi flutt til Berlínar undir því yfirskini að hræðilegar náttúrhamfarir séu yfirvofandi á Íslandi. Hinn gríðarstóri Tempelhof-flugvöllur hefur verið endurhannaður sem eins konar Míní-Ísland þar sem m.a. er að finna oggulítið Klambratún, eftirlíkingar af heitu pottum Vesturbæjarlaugarinnar og dulitla Hringbraut. Allt þetta er skipulagt að undirlagi fyrirtækisins Kaldakols sem ráðið hefur duglega ímyndarstjóra til að halda þjóðinni ánægðri. Þjóðin situr furðusátt á flugvellinum með gulltryggðar Prins Póló-birgðir og myndirnar sem varpað er upp af flugvellinum eru drepfyndnar, ekki síst þar sem frægustu tónlistarmenn þjóðarinnar sameina lýðinn í brekkulausum brekkusöng og síðan klappar „forsetinn saman lófum fyrir ofan skupluklætt höfuðið og gaf um leið frá sér djúpt búkhljóð sem minnti einna helst á stunu úr iðrum górillu þegar hún þrengir sér inn í maka sinn“. (169). Öllu er stjórnað að ofan, bæði innstreymi og útstreymi í Tempelhof-flugvöll, og reistur er gríðarstór múr um völlinn með gægjugötum þar sem sést inn en ekki út, enda telja þeir sem búa utan múra að aðgerðin „algjört Ísland“ sé nýstárlegur og gríðarstór listgjörningur. Kaldakol á sér ýmsar samsvaranir í íslensku nútímasamfélagi sem hlæja má að en það stingur líka undan þeim. Sömuleiðis er deilt á hið kapítalíska samfélag í stærra samhengi og þótt þeim spurningum sem varpað er fram sé ekki endilega svarað opnar bókin fyrir fjölmargar nýjar spurningar. Kaldakol minnir um margt á LoveStar Andra Snæs Magnasonar, bæði hvað varðar hugmyndaauðgi og að leikið er að því sem gæti gerst og verið gert við þjóðina. Það sem gerir Kaldakol öllu óhugnanlegri er að hún gerist hér og nú á meðan LoveStar er framtíðarfantasía. Fyrir utan skemmtilega fléttu, sem gengur vel upp, er persónugalleríið áhugavert. Framan af er skipt nokkuð ört á milli sjónarhorna en smám saman þrengist sjónarhornið og athyglin beinist að fyrrnefndri Kötlu Rán. Kannski eru persónur sögunnar of margar til að hægt sé að vinna nógu vel með þær en engu að síður er persónusköpunin helsti galli bókarinnar. Það vantar hins vegar ekki að þær eru fantaáhugaverðar, til að mynda stjúpdóttir Kötlu Ránar, Sissú, og uppgjafasöngvarinn Gummi Bowie. Hóppersónan „íslenska þjóðin“, sem hírist í gámum á þýskum flugvelli, er sömuleiðis mjög áhugaverð og gaman hefði verið að fá að vita meira um líf hins hefðbundna Íslendings innan múranna. Það sem stendur þó upp úr er hversu leiftrandi húmoristi Þórarinn Leifsson er og í Kaldakoli beitir hann óspart hæfileika sínum til að sameina snarbeitta þjóðfélagsgagnrýni og gaggandi húmor. Lesandinn verður þó að horfast í augu við að í nær hvert einasta skipti er það hann sjálfur og fólkið í kringum hann sem er skotspónn höfundarins.Niðurstaða: Bráðfyndin samfélagsádeilda sem vekur upp fjölda spurninga um íslenskt samfélag.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. janúar.
Bókmenntir Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira