Underworld á Sónar Reykjavík Stefán Árni Pálsson skrifar 19. janúar 2018 11:00 Sveitin stígur á sviðið 17.mars. Breska hljómsveitin Underworld er á leiðinni til Íslands og mun koma fram á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík laugardagskvöldið 17. mars í Hörpu. Tónleikarnir eru liður í 25 ára afmæli Sónar hátíðarinnar þar sem hátíðarhöldin hefjast í Reykjavík. Underworld er ein stærsta hljómsveit heims á sviði danstónlistar og á fáar sínar líkar þegar kemur að sviðsframkomu og sjónarspili á tónleikum. Því fengu Íslendingar að kynnast árið 1994 þegar sveitin kom fram í troðfullri Laugardalshöll á eftirminnilegum Debut tónleikum Bjarkar. Síðan hefur ferill og orðstír Underworld vaxið og var sveitin m.a. fengin til að koma fram á og leikstýra tónlistarþætti opnunarhátíðar Ólympíuleikana í London árið 2012. Hljómsveitin á að baki fjölmargar verðlaunaplötur og smelli á borð við Born Slippy, Push Upstairs, Dark & Long, Two Months Off, I Exhale, Jumbo og Cowgirl. Tónleikaplöturnar Everything, Everything (2000) og Live in Tokyo (2015) gera sveitinni góð skil á tónleikum á meðan safnplöturnar 1992-2012: The Anthology (2012) og A Collection 2 (2016) taka saman mörg þeirra vinsælustu lög. Underworld bætist í hóp þeirra listamanna og hljómsveita sem þegar hefur verið tilkynnt að komi fram á Sónar Reykjavík hátíðinni í ár. Meðal þeirra eru; Danny Brown (US), TOKiMONSTA (US), Lindström (NO), Nadia Rose (UK), Ben Frost (AU/IS), Lena Willikens (DE), Jlin (US), Denis Sulta (UK), Cassy b2b Yamaho (UK/IS), Kode9 x Köji Morimoto (UK/JP), Bad Gyal (ES), Lorenzo Senni (IT), Lafawndah (FR), Moor Mother (US), Bjarki, Högni, Hildur Guðnadóttir, Vök, Jói Pé x Króli, Joey Christ, Eva808, Blissful, Flóni og Reyjavíkurdætur. Sónar Reykjavík fer fram dagana 16. og 17. mars á fjórum sviðum í Hörpu. Alls verður boðið upp á tónleika rúmlega 50 hjómsveita og listamanna á hátíðinni, m.a. í bílakjallara hússins sem breytt verður í næturklúbb. Í kjölfar hátíðarinnar í Reykjavík fara Sónar hátíðir fram í Hong Kong, Istanbul, Barcelona, Bogotá og Buenos Aires. Tilkynnt hefur verið um að eftirtaldir listamenn komi fram á Sónar Reykjavik 2018: • - Underworld (UK) • - Danny Brown (US) • - TOKIMONSTA (US) • - Lindström (NO) • - Ben Frost (AU/IS) • - Nadia Rose (UK) • - Bjarki (IS) • - Lena Willikens (DE) • - Jlin (US) • - Denis Sulta (UK) • - Cassy b2b Yamaho (UK/IS) • - Kode9 x Kōji Morimoto AV (UK/JP) • - Högni (IS) • - Bad Gyal (ES) • - Hildur Guðnadóttir (IS) • - Moor Mother (US) • - Lorenzo Senni (IT) • - Lafawndah (FR) • - Reykjavíkurdætur (IS) • - Vök (IS) • - Eva808 (IS) • - JóiPé x Króli (IS) • - Blissful (IS) • - Joey Christ (IS) • - Flóni (IS) • - Jass (ES) • - Volruptus (IS) • - Kline (UK) • - serpentwithfeet (US) • - Yagia (IS) • - Mighty Bear (IS) Fleiri listamenn munu bætast við á næstu vikum. Sónar Mest lesið Ekki bara þorrablót heldur líka Reifiblót Lífið „Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast“ Lífið Selur tvær íbúðir í fallegu húsi í miðbænum Lífið Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Lífið Kornungur og í vandræðum með holdris Lífið Óvæntur afrakstur ástarævintýris á Grund gerði allt vitlaust Lífið Okkar meyrasti maður Lífið Tanja Ýr eignaðist dreng Lífið Ódýr kvöldmatur að hætti Lindu Ben Lífið „Ég vissi að minn bati væri á mína ábyrgð“ Lífið Fleiri fréttir Tanja Ýr eignaðist dreng Kornungur og í vandræðum með holdris Helmingur labbar út þegar komið er að því að teygja Ekki bara þorrablót heldur líka Reifiblót Okkar meyrasti maður Ódýr kvöldmatur að hætti Lindu Ben Selur tvær íbúðir í fallegu húsi í miðbænum „Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast“ Óvæntur afrakstur ástarævintýris á Grund gerði allt vitlaust „Ég vissi að minn bati væri á mína ábyrgð“ Áslaug Arna og KFC á þorrablóti Aftureldingar Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Sjá meira
Breska hljómsveitin Underworld er á leiðinni til Íslands og mun koma fram á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík laugardagskvöldið 17. mars í Hörpu. Tónleikarnir eru liður í 25 ára afmæli Sónar hátíðarinnar þar sem hátíðarhöldin hefjast í Reykjavík. Underworld er ein stærsta hljómsveit heims á sviði danstónlistar og á fáar sínar líkar þegar kemur að sviðsframkomu og sjónarspili á tónleikum. Því fengu Íslendingar að kynnast árið 1994 þegar sveitin kom fram í troðfullri Laugardalshöll á eftirminnilegum Debut tónleikum Bjarkar. Síðan hefur ferill og orðstír Underworld vaxið og var sveitin m.a. fengin til að koma fram á og leikstýra tónlistarþætti opnunarhátíðar Ólympíuleikana í London árið 2012. Hljómsveitin á að baki fjölmargar verðlaunaplötur og smelli á borð við Born Slippy, Push Upstairs, Dark & Long, Two Months Off, I Exhale, Jumbo og Cowgirl. Tónleikaplöturnar Everything, Everything (2000) og Live in Tokyo (2015) gera sveitinni góð skil á tónleikum á meðan safnplöturnar 1992-2012: The Anthology (2012) og A Collection 2 (2016) taka saman mörg þeirra vinsælustu lög. Underworld bætist í hóp þeirra listamanna og hljómsveita sem þegar hefur verið tilkynnt að komi fram á Sónar Reykjavík hátíðinni í ár. Meðal þeirra eru; Danny Brown (US), TOKiMONSTA (US), Lindström (NO), Nadia Rose (UK), Ben Frost (AU/IS), Lena Willikens (DE), Jlin (US), Denis Sulta (UK), Cassy b2b Yamaho (UK/IS), Kode9 x Köji Morimoto (UK/JP), Bad Gyal (ES), Lorenzo Senni (IT), Lafawndah (FR), Moor Mother (US), Bjarki, Högni, Hildur Guðnadóttir, Vök, Jói Pé x Króli, Joey Christ, Eva808, Blissful, Flóni og Reyjavíkurdætur. Sónar Reykjavík fer fram dagana 16. og 17. mars á fjórum sviðum í Hörpu. Alls verður boðið upp á tónleika rúmlega 50 hjómsveita og listamanna á hátíðinni, m.a. í bílakjallara hússins sem breytt verður í næturklúbb. Í kjölfar hátíðarinnar í Reykjavík fara Sónar hátíðir fram í Hong Kong, Istanbul, Barcelona, Bogotá og Buenos Aires. Tilkynnt hefur verið um að eftirtaldir listamenn komi fram á Sónar Reykjavik 2018: • - Underworld (UK) • - Danny Brown (US) • - TOKIMONSTA (US) • - Lindström (NO) • - Ben Frost (AU/IS) • - Nadia Rose (UK) • - Bjarki (IS) • - Lena Willikens (DE) • - Jlin (US) • - Denis Sulta (UK) • - Cassy b2b Yamaho (UK/IS) • - Kode9 x Kōji Morimoto AV (UK/JP) • - Högni (IS) • - Bad Gyal (ES) • - Hildur Guðnadóttir (IS) • - Moor Mother (US) • - Lorenzo Senni (IT) • - Lafawndah (FR) • - Reykjavíkurdætur (IS) • - Vök (IS) • - Eva808 (IS) • - JóiPé x Króli (IS) • - Blissful (IS) • - Joey Christ (IS) • - Flóni (IS) • - Jass (ES) • - Volruptus (IS) • - Kline (UK) • - serpentwithfeet (US) • - Yagia (IS) • - Mighty Bear (IS) Fleiri listamenn munu bætast við á næstu vikum.
Sónar Mest lesið Ekki bara þorrablót heldur líka Reifiblót Lífið „Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast“ Lífið Selur tvær íbúðir í fallegu húsi í miðbænum Lífið Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Lífið Kornungur og í vandræðum með holdris Lífið Óvæntur afrakstur ástarævintýris á Grund gerði allt vitlaust Lífið Okkar meyrasti maður Lífið Tanja Ýr eignaðist dreng Lífið Ódýr kvöldmatur að hætti Lindu Ben Lífið „Ég vissi að minn bati væri á mína ábyrgð“ Lífið Fleiri fréttir Tanja Ýr eignaðist dreng Kornungur og í vandræðum með holdris Helmingur labbar út þegar komið er að því að teygja Ekki bara þorrablót heldur líka Reifiblót Okkar meyrasti maður Ódýr kvöldmatur að hætti Lindu Ben Selur tvær íbúðir í fallegu húsi í miðbænum „Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast“ Óvæntur afrakstur ástarævintýris á Grund gerði allt vitlaust „Ég vissi að minn bati væri á mína ábyrgð“ Áslaug Arna og KFC á þorrablóti Aftureldingar Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Sjá meira