Margrét Örnólfsdóttir handhafi Íslensku bjartsýnisverðlaunanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. janúar 2018 18:45 Frá afhendingu verðlaunanna í dag. vísir/eyþór Margrét Örnólfsdóttir, handritshöfundur og tónlistarmaður, hlaut í dag Íslensku bjartsýnisverðlaunin. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti henni verðlaunin við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum í dag en Íslensku bjartsýnisverðlaunin eru menningarverðlaun sem veitt hafa verið árlega frá árinu 1981. Margrét er fædd árið 1967. Hún lauk áttunda stigi í píanóleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1994 og starfaði lengi sjálfstætt sem tónlistarmaður og samdi meðal annars fyrir leikhús og kvikdmyndir og gaf út barnaplötur. Síðustu árin hefur hún einkum fengist við handritsgerð. Nú síðast skrifaði hún þáttaröðina Fanga en meðal annarra þáttaraða sem hún hefur unnið að eru Réttur, Pressa, Svartir englar og Ófærð. Þá hefur hún einnig skrifað fyrir leiksvið og gefið út skáldsögur. Í dómnefnd sátu Þórunn Sigurðardóttir, Magnús Geir Þórðarson, Rannveig Rist og Örnólfur Thorsson. Upphafsmaður Íslesnsku bjartsýnisverðlaunanna var danski athafnamaðurinn Peter Bröste en ISAL hefur verið bakhjarl þeirra frá árinu 2000 er Bröste dró sig í hlé. Forseti Íslands hefur frá upphafi verið verndari verðlaunanna. Verðlaunin eru áritaður gripur úr áli frá ISAL í Straumsvík og ein milljón króna í reiðufé. Bíó og sjónvarp Tónlist Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Margrét Örnólfsdóttir, handritshöfundur og tónlistarmaður, hlaut í dag Íslensku bjartsýnisverðlaunin. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti henni verðlaunin við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum í dag en Íslensku bjartsýnisverðlaunin eru menningarverðlaun sem veitt hafa verið árlega frá árinu 1981. Margrét er fædd árið 1967. Hún lauk áttunda stigi í píanóleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1994 og starfaði lengi sjálfstætt sem tónlistarmaður og samdi meðal annars fyrir leikhús og kvikdmyndir og gaf út barnaplötur. Síðustu árin hefur hún einkum fengist við handritsgerð. Nú síðast skrifaði hún þáttaröðina Fanga en meðal annarra þáttaraða sem hún hefur unnið að eru Réttur, Pressa, Svartir englar og Ófærð. Þá hefur hún einnig skrifað fyrir leiksvið og gefið út skáldsögur. Í dómnefnd sátu Þórunn Sigurðardóttir, Magnús Geir Þórðarson, Rannveig Rist og Örnólfur Thorsson. Upphafsmaður Íslesnsku bjartsýnisverðlaunanna var danski athafnamaðurinn Peter Bröste en ISAL hefur verið bakhjarl þeirra frá árinu 2000 er Bröste dró sig í hlé. Forseti Íslands hefur frá upphafi verið verndari verðlaunanna. Verðlaunin eru áritaður gripur úr áli frá ISAL í Straumsvík og ein milljón króna í reiðufé.
Bíó og sjónvarp Tónlist Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira