Netflix gerir framhald af Bright Samúel Karl Ólason skrifar 3. janúar 2018 16:44 Will Smith og Joel Edgerton. Netflix hefur staðfest að unnið sé að framhaldi myndarinnar Bright. Þeir Will Smith og Joel Edgerton munu mæta aftur og verður framhaldsmyndin skrifuð af David Ayer, sem mun einnig leikstýra henni. Bright var frumsýnd á Netflix þann 22. desember við dræmar móttökur gagnrýnenda. Myndin gerist í hliðstæðum veruleika þar sem ævintýraveru lifa við hlið mannfólks. Will Smith leikur lögreglumann sem fær Orka sem félaga en í sameiningu þurfa þeir að finna töfrasprota sem ansi margir girnast. Komist sprotinn í rangar hendur gæti það þýtt endalok jarðarinnar.Sjá einnig: Gagnrýnendur tæta í sig nýjustu mynd Will SmithÞó gagnrýnendur hafi ekki tekið vel í Bright virðist hún þó hafa fallið í kramið hjá áhorfendum. Á einni viku varð hún sú kvikmynd sem notendur Netflix hafa oftast horft á. Samkvæmt frétt AP sagði fyrirtækið Nielsen að ellefu milljónir manna hefðu horft á myndina í Bandaríkjunum á einungis þremur dögum.Framleiðsla Bright kostaði 90 milljónir dala. Það samsvarar rúmum níu milljörðum króna. Hér má sjá myndband sem Netflix birti til staðfestingar um að framhaldsmyndin yrði gerð. Bíó og sjónvarp Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Netflix hefur staðfest að unnið sé að framhaldi myndarinnar Bright. Þeir Will Smith og Joel Edgerton munu mæta aftur og verður framhaldsmyndin skrifuð af David Ayer, sem mun einnig leikstýra henni. Bright var frumsýnd á Netflix þann 22. desember við dræmar móttökur gagnrýnenda. Myndin gerist í hliðstæðum veruleika þar sem ævintýraveru lifa við hlið mannfólks. Will Smith leikur lögreglumann sem fær Orka sem félaga en í sameiningu þurfa þeir að finna töfrasprota sem ansi margir girnast. Komist sprotinn í rangar hendur gæti það þýtt endalok jarðarinnar.Sjá einnig: Gagnrýnendur tæta í sig nýjustu mynd Will SmithÞó gagnrýnendur hafi ekki tekið vel í Bright virðist hún þó hafa fallið í kramið hjá áhorfendum. Á einni viku varð hún sú kvikmynd sem notendur Netflix hafa oftast horft á. Samkvæmt frétt AP sagði fyrirtækið Nielsen að ellefu milljónir manna hefðu horft á myndina í Bandaríkjunum á einungis þremur dögum.Framleiðsla Bright kostaði 90 milljónir dala. Það samsvarar rúmum níu milljörðum króna. Hér má sjá myndband sem Netflix birti til staðfestingar um að framhaldsmyndin yrði gerð.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein