Gagnrýnendur tæta í sig nýjustu mynd Will Smith Birgir Olgeirsson skrifar 22. desember 2017 22:46 Will Smith og Joel Edgerton leika aðalhlutverkin í Bright. Netflix Gagnrýnendur hafa flestir rifið í sig í nýjustu mynd bandaríska leikarans Will Smith, Bright. Um er að ræða mynd sem streymisveitan Netflix framleiðir en hún er sögð hafa kostað 90 milljónir dollara, eða um 9,5 milljarða íslenskra króna. Myndin gerist í hliðstæðum veruleika þar sem ævintýraveru lifa við hlið mannfólks. Will Smith leikur lögreglumann sem fær Orka sem félaga en í sameiningu þurfa þeir að finna töfrasprota sem ansi margir girnast. Komist sprotinn í rangar hendur gæti það þýtt endalok jarðarinnar. Leikstjóri myndarinnar er David Ayer, sá hinn sami og leikstýrði ofurhetjumyndinni Suicide Squad en hann hefur einnig leikstýrt myndum á borð við seinni heimstyrjaldar myndinni Fury og löggumyndunum End of Watch og Sabotage. Þessi mynd er tilraun Netflix til að framleiða hasarmynd á stórum skala en David Ehrlich, gagnrýnandi Indiewire, kallar hana verstu mynd ársins 2017. David Ayer birti tíst um dóm Ehrlich þar sem hann sagðist ætla að hengja hann upp á ísskápinn sinn. „Mesta hrósið fæst ef viðbrögðin eru mikil í aðra hvora áttina. Þetta er rosaleg gagnrýni.“This is going on my fridge. Highest compliment is a strong reaction either way. This is a f*cking epic review. It's a big fun movie. You can sure string words together Mr. Erlich. I'd love to read any script you've written.— David Ayer (@DavidAyerMovies) December 21, 2017 „Til eru leiðindi og eitthvað sem er lélegt. Síðan ertu með Bright, kvikmynd sem er svo hrikalega léleg að Repúblikanir munu eflaust reyna að koma henni í lög yfir jólafríið,“ sagði Ehrlich um myndina.Noel Murray hjá Los Angeles Times segir Bright vera góða hugmynd sem hefði mögulega geta virkað ef um væri að ræða tíu þátta fjölskylduvæna seríu. Þess í stað var ákveðið að gera tveggja tíma langa ofbeldisfulla og orðljóta mynd sem gerist í ævintýraheimi. Peter Debruge hjá Variety var einn þeirra jákvæðu en hann er á því að kenna eigi þessa mynd við háskóla, svo góð er hún. Myndin fær 6,7 í einkunn á IMDB þegar þetta er ritað, fær 30 prósent í gagnrýnendaeinkunn á vef Rotten Tomatoes á meðan um 90 prósent þeirra 2.000 áhorfenda sem gáfu henni einkunn sögðust hrifnir af henni. Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Gagnrýnendur hafa flestir rifið í sig í nýjustu mynd bandaríska leikarans Will Smith, Bright. Um er að ræða mynd sem streymisveitan Netflix framleiðir en hún er sögð hafa kostað 90 milljónir dollara, eða um 9,5 milljarða íslenskra króna. Myndin gerist í hliðstæðum veruleika þar sem ævintýraveru lifa við hlið mannfólks. Will Smith leikur lögreglumann sem fær Orka sem félaga en í sameiningu þurfa þeir að finna töfrasprota sem ansi margir girnast. Komist sprotinn í rangar hendur gæti það þýtt endalok jarðarinnar. Leikstjóri myndarinnar er David Ayer, sá hinn sami og leikstýrði ofurhetjumyndinni Suicide Squad en hann hefur einnig leikstýrt myndum á borð við seinni heimstyrjaldar myndinni Fury og löggumyndunum End of Watch og Sabotage. Þessi mynd er tilraun Netflix til að framleiða hasarmynd á stórum skala en David Ehrlich, gagnrýnandi Indiewire, kallar hana verstu mynd ársins 2017. David Ayer birti tíst um dóm Ehrlich þar sem hann sagðist ætla að hengja hann upp á ísskápinn sinn. „Mesta hrósið fæst ef viðbrögðin eru mikil í aðra hvora áttina. Þetta er rosaleg gagnrýni.“This is going on my fridge. Highest compliment is a strong reaction either way. This is a f*cking epic review. It's a big fun movie. You can sure string words together Mr. Erlich. I'd love to read any script you've written.— David Ayer (@DavidAyerMovies) December 21, 2017 „Til eru leiðindi og eitthvað sem er lélegt. Síðan ertu með Bright, kvikmynd sem er svo hrikalega léleg að Repúblikanir munu eflaust reyna að koma henni í lög yfir jólafríið,“ sagði Ehrlich um myndina.Noel Murray hjá Los Angeles Times segir Bright vera góða hugmynd sem hefði mögulega geta virkað ef um væri að ræða tíu þátta fjölskylduvæna seríu. Þess í stað var ákveðið að gera tveggja tíma langa ofbeldisfulla og orðljóta mynd sem gerist í ævintýraheimi. Peter Debruge hjá Variety var einn þeirra jákvæðu en hann er á því að kenna eigi þessa mynd við háskóla, svo góð er hún. Myndin fær 6,7 í einkunn á IMDB þegar þetta er ritað, fær 30 prósent í gagnrýnendaeinkunn á vef Rotten Tomatoes á meðan um 90 prósent þeirra 2.000 áhorfenda sem gáfu henni einkunn sögðust hrifnir af henni.
Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira