Hætt við flugelda á þrettándagleði eftir trylling á nýársnótt Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. janúar 2018 09:15 Stjörnuljós verða að duga á þrettándabrennu Kjósarhrepps. vísir/anton brink „Það varð allt vitlaust hér eftir gamlárskvöld,“ segir Sigríður Klara Árnadóttir, hitaveitustjóri í Kjós, þar sem hreppurinn hefur ákveðið að breyta út af venjunni og vera ekki með flugeldasýningu á þrettándafagnaði á laugardaginn. Sigríður segir fjölmenni hafa verið í sumarhúsum við Meðalfellsvatn þegar nýja árið gekk í garð, bæði Íslendingar og ferðamenn í Airbnb-gistingu. Ekki gerðu sér allir grein fyrir áhrifum háværra sprenginga á dýrin á svæðinu. „Það voru hross hér í haga sem urðu tryllt og fólk var á nýársdag að leita að hestum úti um allt og hundarnir voru alveg skjálfandi,“ segir Sigríður. Hrossin hafi hlaupið undan mestu skothríðinni austur í átt að Þingvöllum. „Það er ferlegt þegar þau eru komin á veginn. Það bjargaði reyndar að það var tunglsljós svo það var enginn sem keyrði á hross þótt það hafi næstum því gerst.“ Þrettándagleði Kjósverja fer þannig fram að fólk er hvatt til að koma með afganginn af jólamatnum að Félagsgarði og leggja með sér á sameiginlegt veisluborð. Kveikt verður í stórri brennu. „Svo eru stjörnuljós líka velkomin,“ tekur Sigríður fram. Þá eru veislugestir hvattir til að lífga upp á gleðina með því að koma klæddir sem álfakóngar og -drottningar eða púkar og vættir. Birtist í Fréttablaðinu Kjósarhreppur Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
„Það varð allt vitlaust hér eftir gamlárskvöld,“ segir Sigríður Klara Árnadóttir, hitaveitustjóri í Kjós, þar sem hreppurinn hefur ákveðið að breyta út af venjunni og vera ekki með flugeldasýningu á þrettándafagnaði á laugardaginn. Sigríður segir fjölmenni hafa verið í sumarhúsum við Meðalfellsvatn þegar nýja árið gekk í garð, bæði Íslendingar og ferðamenn í Airbnb-gistingu. Ekki gerðu sér allir grein fyrir áhrifum háværra sprenginga á dýrin á svæðinu. „Það voru hross hér í haga sem urðu tryllt og fólk var á nýársdag að leita að hestum úti um allt og hundarnir voru alveg skjálfandi,“ segir Sigríður. Hrossin hafi hlaupið undan mestu skothríðinni austur í átt að Þingvöllum. „Það er ferlegt þegar þau eru komin á veginn. Það bjargaði reyndar að það var tunglsljós svo það var enginn sem keyrði á hross þótt það hafi næstum því gerst.“ Þrettándagleði Kjósverja fer þannig fram að fólk er hvatt til að koma með afganginn af jólamatnum að Félagsgarði og leggja með sér á sameiginlegt veisluborð. Kveikt verður í stórri brennu. „Svo eru stjörnuljós líka velkomin,“ tekur Sigríður fram. Þá eru veislugestir hvattir til að lífga upp á gleðina með því að koma klæddir sem álfakóngar og -drottningar eða púkar og vættir.
Birtist í Fréttablaðinu Kjósarhreppur Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira