Við viljum halda nándinni sem felst í útileikhúsinu Magnús Guðmundsson skrifar 4. janúar 2018 10:00 Anna Bergljót Thorarensen er ein af stofnendum leikhópsins Lottu en leikhópurinn frumsýnir Galdrakarlinn í Oz í Tjarnarbíói á laugardag. Visir/Eyþór Leikhópurinn Lotta hefur umtalsverða og um margt aðdáunarverða sérstöðu í íslensku leikhúsi. Allt frá stofnun leikhópsins árið 2007 hafa sýningarnar verið utandyra, þar af leiðandi háðar árstíð, veðri og vindum, og byggðar á efni sem leikhópurinn semur sjálfur, auk þess sem áherslan hefur verið á sýningar fyrir börn og fjölskyldur. En nú ber svo við næsta laugardag að leikhópurinn Lotta ætlar að frumsýna Galdrakarlinn í Oz í Tjarnarbíó og Anna Bergljót Thorarensen sem hefur verið í leikhópnum frá upphafi segir að það sé óneitanlega sérstök tilfinning að vera að fara að frumsýna í janúar og vera ekki einu sinni kalt.Viðbót við leikárið Anna Bergljót segir að þar sem leikhópurinn sé nú að koma inn á sitt ellefta starfsár hafi verið ákveðið að horfa aðeins um öxl. „Við erum í senn að fagna þessum árum sem við höfum verið starfandi og leyfa áhorfendum okkar núna, sem voru ekki einu sinni fæddir þegar við byrjuðum, að sjá það sem við höfum verið að gera. Galdrakarlinn í Oz var frumsýndur í maí 2008 og því fannst okkur tilvalið að leyfa honum að snúa aftur núna og þá í leikhúsinu. Margir af þeim krökkum sem koma á sýningarnar okkar núna hafa reyndar verið að hlusta á þetta á geisladiski sem við gáfum út á sínum tíma en það var kominn tími til þess að færa þeim þetta frábæra ævintýri sem alvöru leikhúsupplifun.“ Anna Bergljót segir að vissulega feli það í sér ákveðna áskorun að koma aftur að verki eftir öll þessi ár. „Við erum svona búin að vera að dusta rykið af þessu og athuga hvort að við getum gert þetta betur en fyrir 10 árum. Við vorum búin að vera hugsa um hversu blóðugt það væri að vera alltaf að búa til nýtt verk fyrir hvert sumar og henda því svo í ruslið, þannig að við ákváðum að það væri kominn tími á þessa þróun. Kominn tími á að verkin okkar gætu gengið í endurnýjun lífdaga vegna þess að áhorfendahópurinn endurnýjar sig. En svo ætlum við að halda okkur við að vera alltaf með nýjar sýningar á sumrin þannig að þetta er hrein viðbót við leikárið hjá okkur. Og nú veit fólk alltaf hvað verður á vetrardagskránni eftir tíu ár, það er alltaf það sem var sýnt utandyra fyrir tíu árum,“ segir Anna Bergljót og hlær.Nýjar áskoranir Anna Bergljót var ein af þeim níu sem stofnuðu leikhópinn á sínum tíma og hún segir að svo skemmtilega vilji til að þau fjögur sem eru eftir af þeim hópi séu einmitt þau fjögur sem leika sömu aðalhlutverkin í Galdrakarlinum í Oz. Auk hennar eru það þau Baldur Ragnarsson, Rósa Ásgeirsdóttir og Sigsteinn Sigurbergsson en Huld Óskarsdóttir er nú í stóru hlutverki í fyrsta sinn hjá hópnum. Leikstjóri upprunalegu sýningarinnar var Ármann Guðmundsson sem skrifaði leikgerðina en Ágústa Skúladóttir sér nú um leikstjórn. En skyldi það breyta miklu fyrir leikhópinn að vera nú að færa þetta verk upp á svið innandyra? „Já, árið 2008 var ég t.d. líka að leika ljónið og þá var ósköp gott að vera í þessum hlýja feldi þó svo það hafi reyndar verið mjög gott sumar. En núna inni á sviði í ljósunum hef ég aldrei upplifað annan eins svitapoll og að vera í þessum blessaða flísbúningi,“ segir Anna Bergljót en hefur samt greinilega gaman af. „En þetta er samt dásamlegt. Við erum orðin mjög spennt að taka á móti áhorfendum því við ætlum að halda þessari hefðbundnu Lottu-nálgun að taka á móti áhorfendum þegar þeir koma og eins og alltaf býðst áhorfendum að hitta persónurnar og knúsa þær eftir sýningu. Þannig að við viljum halda nándinni. En það er líka gott fyrir leikhópinn að þroskast og takast á við nýjar áskoranir.“Mávurinn úti á túni Anna Bergljót segir að þau séu hvað ánægðust með að þau ætli að ferðast með sýninguna að minnsta kosti jafn mikið og þau ferðast með sumarsýningarnar ef ekki meira. „Við förum af stað í febrúar og ætlum að vera á yfir 20 stöðum um allt land. Það virðist því miður fara minnkandi að leikhópar fari um landið en við ætlum að bæta úr því svo um munar og vera með farandleikhús bæði að sumri og vetri til.“ Galdrakarlinn í Oz er fyrsta verkið sem leikhópurinn lét semja fyrir sig sérstaklega eins og hann hefur gert alla tíð síðan. Anna Bergljót segir að ástæðan fyrir valinu hafi einfaldlega ráðist af aðstæðum. „Þegar við byrjuðum þá vorum við að sýna með leikhópi sem heitir Sýnir, nánast sama fólk og tók svo þátt í að stofna Lottu, að setja upp Mávinn eftir Tsjékov og það utandyra. Við hreinlega skildum ekki af hverju við vorum að setja upp svona stofudrama úti á túni, fannst það algjörlega úti í hött, þannig að við snerum okkur að því að setja upp Dýrin í Hálsaskógi. Þessi ævintýraheimur sem náttúran er átti svo líka vel heima í utanhússleikhúsi þannig að Galdrakarlinn í Oz var svona eðlilegt næsta skref.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. janúar. Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Leikhópurinn Lotta hefur umtalsverða og um margt aðdáunarverða sérstöðu í íslensku leikhúsi. Allt frá stofnun leikhópsins árið 2007 hafa sýningarnar verið utandyra, þar af leiðandi háðar árstíð, veðri og vindum, og byggðar á efni sem leikhópurinn semur sjálfur, auk þess sem áherslan hefur verið á sýningar fyrir börn og fjölskyldur. En nú ber svo við næsta laugardag að leikhópurinn Lotta ætlar að frumsýna Galdrakarlinn í Oz í Tjarnarbíó og Anna Bergljót Thorarensen sem hefur verið í leikhópnum frá upphafi segir að það sé óneitanlega sérstök tilfinning að vera að fara að frumsýna í janúar og vera ekki einu sinni kalt.Viðbót við leikárið Anna Bergljót segir að þar sem leikhópurinn sé nú að koma inn á sitt ellefta starfsár hafi verið ákveðið að horfa aðeins um öxl. „Við erum í senn að fagna þessum árum sem við höfum verið starfandi og leyfa áhorfendum okkar núna, sem voru ekki einu sinni fæddir þegar við byrjuðum, að sjá það sem við höfum verið að gera. Galdrakarlinn í Oz var frumsýndur í maí 2008 og því fannst okkur tilvalið að leyfa honum að snúa aftur núna og þá í leikhúsinu. Margir af þeim krökkum sem koma á sýningarnar okkar núna hafa reyndar verið að hlusta á þetta á geisladiski sem við gáfum út á sínum tíma en það var kominn tími til þess að færa þeim þetta frábæra ævintýri sem alvöru leikhúsupplifun.“ Anna Bergljót segir að vissulega feli það í sér ákveðna áskorun að koma aftur að verki eftir öll þessi ár. „Við erum svona búin að vera að dusta rykið af þessu og athuga hvort að við getum gert þetta betur en fyrir 10 árum. Við vorum búin að vera hugsa um hversu blóðugt það væri að vera alltaf að búa til nýtt verk fyrir hvert sumar og henda því svo í ruslið, þannig að við ákváðum að það væri kominn tími á þessa þróun. Kominn tími á að verkin okkar gætu gengið í endurnýjun lífdaga vegna þess að áhorfendahópurinn endurnýjar sig. En svo ætlum við að halda okkur við að vera alltaf með nýjar sýningar á sumrin þannig að þetta er hrein viðbót við leikárið hjá okkur. Og nú veit fólk alltaf hvað verður á vetrardagskránni eftir tíu ár, það er alltaf það sem var sýnt utandyra fyrir tíu árum,“ segir Anna Bergljót og hlær.Nýjar áskoranir Anna Bergljót var ein af þeim níu sem stofnuðu leikhópinn á sínum tíma og hún segir að svo skemmtilega vilji til að þau fjögur sem eru eftir af þeim hópi séu einmitt þau fjögur sem leika sömu aðalhlutverkin í Galdrakarlinum í Oz. Auk hennar eru það þau Baldur Ragnarsson, Rósa Ásgeirsdóttir og Sigsteinn Sigurbergsson en Huld Óskarsdóttir er nú í stóru hlutverki í fyrsta sinn hjá hópnum. Leikstjóri upprunalegu sýningarinnar var Ármann Guðmundsson sem skrifaði leikgerðina en Ágústa Skúladóttir sér nú um leikstjórn. En skyldi það breyta miklu fyrir leikhópinn að vera nú að færa þetta verk upp á svið innandyra? „Já, árið 2008 var ég t.d. líka að leika ljónið og þá var ósköp gott að vera í þessum hlýja feldi þó svo það hafi reyndar verið mjög gott sumar. En núna inni á sviði í ljósunum hef ég aldrei upplifað annan eins svitapoll og að vera í þessum blessaða flísbúningi,“ segir Anna Bergljót en hefur samt greinilega gaman af. „En þetta er samt dásamlegt. Við erum orðin mjög spennt að taka á móti áhorfendum því við ætlum að halda þessari hefðbundnu Lottu-nálgun að taka á móti áhorfendum þegar þeir koma og eins og alltaf býðst áhorfendum að hitta persónurnar og knúsa þær eftir sýningu. Þannig að við viljum halda nándinni. En það er líka gott fyrir leikhópinn að þroskast og takast á við nýjar áskoranir.“Mávurinn úti á túni Anna Bergljót segir að þau séu hvað ánægðust með að þau ætli að ferðast með sýninguna að minnsta kosti jafn mikið og þau ferðast með sumarsýningarnar ef ekki meira. „Við förum af stað í febrúar og ætlum að vera á yfir 20 stöðum um allt land. Það virðist því miður fara minnkandi að leikhópar fari um landið en við ætlum að bæta úr því svo um munar og vera með farandleikhús bæði að sumri og vetri til.“ Galdrakarlinn í Oz er fyrsta verkið sem leikhópurinn lét semja fyrir sig sérstaklega eins og hann hefur gert alla tíð síðan. Anna Bergljót segir að ástæðan fyrir valinu hafi einfaldlega ráðist af aðstæðum. „Þegar við byrjuðum þá vorum við að sýna með leikhópi sem heitir Sýnir, nánast sama fólk og tók svo þátt í að stofna Lottu, að setja upp Mávinn eftir Tsjékov og það utandyra. Við hreinlega skildum ekki af hverju við vorum að setja upp svona stofudrama úti á túni, fannst það algjörlega úti í hött, þannig að við snerum okkur að því að setja upp Dýrin í Hálsaskógi. Þessi ævintýraheimur sem náttúran er átti svo líka vel heima í utanhússleikhúsi þannig að Galdrakarlinn í Oz var svona eðlilegt næsta skref.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. janúar.
Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira