Stefna að því að hætta gjaldtöku síðsumars Birgir Olgeirsson skrifar 4. janúar 2018 13:48 Hvalfjarðargöng voru opnuð árið 1998 en nú tuttugu árum síðar lítur út fyrir að gjaldtöku verði hætt. Vísir/Pjetur Stefnt er að hætta gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum síðsumars. Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, greindi fyrst frá þessu í samtali við Ríkisútvarpið. Í samtali við Vísi segir hann nákvæma dagsetningu ekki liggja fyrir en það muni skýrast þegar lengra líður á árið. Mun það ráðast á ýmsum þáttum.Liggur fyrir hvað þarf að borga „Það liggur nokkurn veginn fyrir hvað við þurfum að klára að borga áður en við hættum. Það er síðasta afborgun af fjármögnunarláni, svo þarf að borga út veglyklana, viðskiptakröfur og af rekstrinum. Svo endum við á að borga út hlutaféð.“Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar.Vísir/EyþórHlutafélagið Spölur rekur Hvalfjarðargöng en Gísli segir félagið ekki hafa haldið nákvæmu yfirliti yfir heildarkostnaðinum við þessi göng. Í ár verða tuttugu ár frá því göngin voru opnuð en á þeim tíma sem þau voru gerð kostuðu þau um fimm milljarða króna, sem eru um 10 til 12 milljarðar í dag. Ríkið taki við göngunum Hann segir Spöl eiga eftir að leggja það til að ríkið taki við hlutafélaginu sem er eigandi ganganna og síðan muni ríkið ráðstafa göngunum með þeim hætti sem það vill. „Við gerum þá voðalega lítið annað en að skila þessu af okkur. Spölur sem slíkur hefur bara heimildir til gjaldtöku þangað til ákveðnir kostnaðarliðir eru greiddir og þá þrýtur erindið.“Leit út fyrir að afborgun yrði lokið árið 2015 Árið 2005 leit út fyrir að félagið Spölur gæti verið búið að borga göngin upp í kringum árið 2015. Ákveðið var hins vegar að endurfjármagna lánin með lægri vöxtum, lækka gjaldskrána og festa hana við árið 2018 og hefur sú áætlun gengið eftir að sögn Gísla. „Umferðin hefur vaxið verulega miðað við það sem við vorum að áætla en á móti hefur verðið lækkað bæði á raungildi og svo höfum við verið með lækkanir á gjaldskránni þannig að afsláttarkjörin eru bara brot af því sem við vorum með í upphafi,“ segir Gísli.Hér má sjá graf yfir hvernig umferð hefur aukist í gegnum göngin frá því þau voru opnuð.SpölurVegurinn um Kjalarnesi í ruslflokki Hann segir engan efa í sínum þegar hann er spurður hvort tvöfalda eigi Hvalfjarðargöngin. „Það blasir við að það eru gríðarlega stór verkefni sem bíða úrlausnar ríkisins. Vegurinn á Kjalarnesi er kominn í ruslflokk. Umferðin þar hefur aukist verulega á einbreiðum vegi sem er með mörgum afleggjurum og slitlagið er orðið verulega dapurt. Þess vegna er alveg ljóst að ríkið þarf að taka verulega til hendinni bæði með Kjalarnesið og augljóslega út frá reglugerðum með Hvalfjarðargöng ef umferðaraukningin verður eins og hún hefur verið undanfarin ár.“ Spurður hvort að gjaldtaka sé góð leið til að fjármagna vegabætur segir Gísli aðferðina vera einfalda en pólitíkina á bak við ákvörðunina um að hefja gjaldtöku flókna. Gjaldtakan sé þekkt um allan heim og sú sem hefur átt sér stað í Hvalfjarðargöngum hafi gengið upp. „Í síðustu kosningum voru menn áfram um að styrkja innviðina. Síðasti samgönguráðherra hafði hug á samræmdri gjaldtöku á suðvesturhorninu en sá sem tekur við er ekki þeirrar skoðunar. Ég og fleiri bíðum eftir hvaða ákvörðun verði tekin því verkefnin leysa sig ekki sjálf.“Spölur Hvalfjarðargöng Samgöngur Tengdar fréttir Hver einasta framkvæmd myndi gleypa allt vegaféð Stærðargráða aðkallandi samgöngubóta út frá höfuðborgarsvæðinu sést best á því að allt vegafé til nýframkvæmda á fjárlögum næði ekki að dekka kostnað við eina framkvæmd. Ráðherra telur gagnrýni á fjármögnun með veggjö 18. maí 2017 07:00 Yfir 300 þúsund bílar fóru um Hvalfjarðargöng á einum mánuði Slysa- og óhappatíðni fer ört vaxandi í göngunum. 10. ágúst 2017 13:34 Samgönguráðherra: Uppbygging í pattstöðu næstu áratugi án gjaldtöku Nauðsynlegar samgöngubætur út frá höfuðborgarsvæðinu eru svo dýrar að án gjaldtöku gætu liðið áratugir þangað til þær verða að veruleika, er mat samgönguráðherra. Hann nefnir 100 milljarða eða nífalt vegafé á fjárlögum. 16. maí 2017 05:00 Vilja innheimta veggjald um helstu þjóðvegi Með gjaldtöku af umferð ökutækja, þ.e. veggjöldum, gæti framkvæmdum verið lokið eftir 8 ár, árið 2026. 28. september 2017 21:47 Forsendur fyrir gjaldtöku í Hvalfjarðargöng verði ekki lengur fyrir hendi Hins vegar kemur til greina að hefja gjaldtöku annars staðar. 12. júlí 2017 11:03 Mest lesið Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Innlent Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Hrópa og hlæja áður en þau demba sér í erfiðar aðstæður Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Sjá meira
Stefnt er að hætta gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum síðsumars. Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, greindi fyrst frá þessu í samtali við Ríkisútvarpið. Í samtali við Vísi segir hann nákvæma dagsetningu ekki liggja fyrir en það muni skýrast þegar lengra líður á árið. Mun það ráðast á ýmsum þáttum.Liggur fyrir hvað þarf að borga „Það liggur nokkurn veginn fyrir hvað við þurfum að klára að borga áður en við hættum. Það er síðasta afborgun af fjármögnunarláni, svo þarf að borga út veglyklana, viðskiptakröfur og af rekstrinum. Svo endum við á að borga út hlutaféð.“Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar.Vísir/EyþórHlutafélagið Spölur rekur Hvalfjarðargöng en Gísli segir félagið ekki hafa haldið nákvæmu yfirliti yfir heildarkostnaðinum við þessi göng. Í ár verða tuttugu ár frá því göngin voru opnuð en á þeim tíma sem þau voru gerð kostuðu þau um fimm milljarða króna, sem eru um 10 til 12 milljarðar í dag. Ríkið taki við göngunum Hann segir Spöl eiga eftir að leggja það til að ríkið taki við hlutafélaginu sem er eigandi ganganna og síðan muni ríkið ráðstafa göngunum með þeim hætti sem það vill. „Við gerum þá voðalega lítið annað en að skila þessu af okkur. Spölur sem slíkur hefur bara heimildir til gjaldtöku þangað til ákveðnir kostnaðarliðir eru greiddir og þá þrýtur erindið.“Leit út fyrir að afborgun yrði lokið árið 2015 Árið 2005 leit út fyrir að félagið Spölur gæti verið búið að borga göngin upp í kringum árið 2015. Ákveðið var hins vegar að endurfjármagna lánin með lægri vöxtum, lækka gjaldskrána og festa hana við árið 2018 og hefur sú áætlun gengið eftir að sögn Gísla. „Umferðin hefur vaxið verulega miðað við það sem við vorum að áætla en á móti hefur verðið lækkað bæði á raungildi og svo höfum við verið með lækkanir á gjaldskránni þannig að afsláttarkjörin eru bara brot af því sem við vorum með í upphafi,“ segir Gísli.Hér má sjá graf yfir hvernig umferð hefur aukist í gegnum göngin frá því þau voru opnuð.SpölurVegurinn um Kjalarnesi í ruslflokki Hann segir engan efa í sínum þegar hann er spurður hvort tvöfalda eigi Hvalfjarðargöngin. „Það blasir við að það eru gríðarlega stór verkefni sem bíða úrlausnar ríkisins. Vegurinn á Kjalarnesi er kominn í ruslflokk. Umferðin þar hefur aukist verulega á einbreiðum vegi sem er með mörgum afleggjurum og slitlagið er orðið verulega dapurt. Þess vegna er alveg ljóst að ríkið þarf að taka verulega til hendinni bæði með Kjalarnesið og augljóslega út frá reglugerðum með Hvalfjarðargöng ef umferðaraukningin verður eins og hún hefur verið undanfarin ár.“ Spurður hvort að gjaldtaka sé góð leið til að fjármagna vegabætur segir Gísli aðferðina vera einfalda en pólitíkina á bak við ákvörðunina um að hefja gjaldtöku flókna. Gjaldtakan sé þekkt um allan heim og sú sem hefur átt sér stað í Hvalfjarðargöngum hafi gengið upp. „Í síðustu kosningum voru menn áfram um að styrkja innviðina. Síðasti samgönguráðherra hafði hug á samræmdri gjaldtöku á suðvesturhorninu en sá sem tekur við er ekki þeirrar skoðunar. Ég og fleiri bíðum eftir hvaða ákvörðun verði tekin því verkefnin leysa sig ekki sjálf.“Spölur
Hvalfjarðargöng Samgöngur Tengdar fréttir Hver einasta framkvæmd myndi gleypa allt vegaféð Stærðargráða aðkallandi samgöngubóta út frá höfuðborgarsvæðinu sést best á því að allt vegafé til nýframkvæmda á fjárlögum næði ekki að dekka kostnað við eina framkvæmd. Ráðherra telur gagnrýni á fjármögnun með veggjö 18. maí 2017 07:00 Yfir 300 þúsund bílar fóru um Hvalfjarðargöng á einum mánuði Slysa- og óhappatíðni fer ört vaxandi í göngunum. 10. ágúst 2017 13:34 Samgönguráðherra: Uppbygging í pattstöðu næstu áratugi án gjaldtöku Nauðsynlegar samgöngubætur út frá höfuðborgarsvæðinu eru svo dýrar að án gjaldtöku gætu liðið áratugir þangað til þær verða að veruleika, er mat samgönguráðherra. Hann nefnir 100 milljarða eða nífalt vegafé á fjárlögum. 16. maí 2017 05:00 Vilja innheimta veggjald um helstu þjóðvegi Með gjaldtöku af umferð ökutækja, þ.e. veggjöldum, gæti framkvæmdum verið lokið eftir 8 ár, árið 2026. 28. september 2017 21:47 Forsendur fyrir gjaldtöku í Hvalfjarðargöng verði ekki lengur fyrir hendi Hins vegar kemur til greina að hefja gjaldtöku annars staðar. 12. júlí 2017 11:03 Mest lesið Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Innlent Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Hrópa og hlæja áður en þau demba sér í erfiðar aðstæður Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Sjá meira
Hver einasta framkvæmd myndi gleypa allt vegaféð Stærðargráða aðkallandi samgöngubóta út frá höfuðborgarsvæðinu sést best á því að allt vegafé til nýframkvæmda á fjárlögum næði ekki að dekka kostnað við eina framkvæmd. Ráðherra telur gagnrýni á fjármögnun með veggjö 18. maí 2017 07:00
Yfir 300 þúsund bílar fóru um Hvalfjarðargöng á einum mánuði Slysa- og óhappatíðni fer ört vaxandi í göngunum. 10. ágúst 2017 13:34
Samgönguráðherra: Uppbygging í pattstöðu næstu áratugi án gjaldtöku Nauðsynlegar samgöngubætur út frá höfuðborgarsvæðinu eru svo dýrar að án gjaldtöku gætu liðið áratugir þangað til þær verða að veruleika, er mat samgönguráðherra. Hann nefnir 100 milljarða eða nífalt vegafé á fjárlögum. 16. maí 2017 05:00
Vilja innheimta veggjald um helstu þjóðvegi Með gjaldtöku af umferð ökutækja, þ.e. veggjöldum, gæti framkvæmdum verið lokið eftir 8 ár, árið 2026. 28. september 2017 21:47
Forsendur fyrir gjaldtöku í Hvalfjarðargöng verði ekki lengur fyrir hendi Hins vegar kemur til greina að hefja gjaldtöku annars staðar. 12. júlí 2017 11:03