Trúður við hnappinn Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 6. janúar 2018 07:00 Sumir segja að ríkisrekstur í lýðræðisríki sé eins og á sjálfstýringu, það sé í raun ekki endilega æðsti maður ríkisins sem skipti öllu heldur miklu frekar embættismannakerfið og skipulagið. Þessu til stuðnings má benda á sterkt embættismannakerfi í Bretlandi, en þar er haft fyrir satt að embættismenn eigi það til að taka fram fyrir hendur jafnvel forsætisráðherrans með vísan í gamlar venjur og hefðir. Hér á landi, og í Þýskalandi, höfum við nýleg dæmi um að langan tíma hafi tekið að mynda ríkisstjórnir. Þess á milli gerðist ekkert, spítalarnir voru opnaðir á morgnana og skattur var innheimtur af launaseðlunum. Ríkisstjórnarleysið olli því ekki að ríkisreksturinn endaði ofan í skurði. Þetta felur þó ekki í sér að hægt sé að gera lítið úr valdi stjórnmálamanna. Ákvarðanir þeirra geta ráðið hvort styrjöld ríki eða friður, hvort við fáum tækifæri til að taka á móti og kynnast fólki frá öðrum heimshlutum, eða hreinlega hvort við fáum þjónustu sem við teljum sjálfsagða, til að mynda aðgang að lækningu ef við veikjumst. Því er ekki hægt að hundsa hátterni og framgöngu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Orð hans og gjörðir hafa þegar valdið Bandaríkjunum tjóni sem langan tíma mun taka að bæta. Þær fregnir sem borist hafa af nýrri bók Michaels Wolff um embættistíð Trumps til þessa eru furðuleg lesning. Þar er manni lýst sem seint getur talist forsetalegur. Svívirðingar og fúkyrði virðast daglegt brauð og er beint gegn samstarfsfólki, andstæðingum og jafnvel eigin fjölskyldu. Þá virðist skilningur hans á pólitík hvort sem er innan lands eða utan vera vandræðalega fátæklegur. Í utanríkismálum er hans helsta framlag að skattyrðast við annan furðufugl, Kim Jong-un, en báðir geta þeir hafið kjarnorkustyrjöld með því að ýta á þar til gerðan hnapp. Einnig hefur hann vingast sérstaklega við einræðisherra í Saudi-Arabíu og í Egyptalandi, og reitt bæði Palestínumenn og alþjóðasamfélagið allt til reiði með gáleysislegum yfirlýsingum um Jerúsalem og Ísraelsríki. Heima fyrir er það litlu skárra. Ferðabannið á múslima var eitt, stanslausar yfirlýsingar á Twitter annað og daður við Rússa enn eitt. Helstu áherslumálin virðast vera einangrunarstefna í efnahagsmálum og afnám nánast alls sem forveri hans fékk áorkað í starfi. Samkvæmt bók Wolffs hafa næstum allir samstarfsmenn Trumps snúið við honum baki. Hans helstu stuðningsmenn í kosningabaráttunni eru jafnframt sagðir vera með mikla bakþanka. Sennilega er hans eina von til endurkjörs að vel takist til í efnahagsmálum. Hið eina sem Bandaríkjamenn geta gert er að vona að embættistíð hans verði svo stutt að honum takist ekki að vinna óafturkræfan skaða á stjórnskipan og orðspori landsins. Við sem annars staðar búum vitum sem er að ef Bandaríkin hósta þá fær heimsbyggðin kvef. Málið varðar okkur öll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Sumir segja að ríkisrekstur í lýðræðisríki sé eins og á sjálfstýringu, það sé í raun ekki endilega æðsti maður ríkisins sem skipti öllu heldur miklu frekar embættismannakerfið og skipulagið. Þessu til stuðnings má benda á sterkt embættismannakerfi í Bretlandi, en þar er haft fyrir satt að embættismenn eigi það til að taka fram fyrir hendur jafnvel forsætisráðherrans með vísan í gamlar venjur og hefðir. Hér á landi, og í Þýskalandi, höfum við nýleg dæmi um að langan tíma hafi tekið að mynda ríkisstjórnir. Þess á milli gerðist ekkert, spítalarnir voru opnaðir á morgnana og skattur var innheimtur af launaseðlunum. Ríkisstjórnarleysið olli því ekki að ríkisreksturinn endaði ofan í skurði. Þetta felur þó ekki í sér að hægt sé að gera lítið úr valdi stjórnmálamanna. Ákvarðanir þeirra geta ráðið hvort styrjöld ríki eða friður, hvort við fáum tækifæri til að taka á móti og kynnast fólki frá öðrum heimshlutum, eða hreinlega hvort við fáum þjónustu sem við teljum sjálfsagða, til að mynda aðgang að lækningu ef við veikjumst. Því er ekki hægt að hundsa hátterni og framgöngu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Orð hans og gjörðir hafa þegar valdið Bandaríkjunum tjóni sem langan tíma mun taka að bæta. Þær fregnir sem borist hafa af nýrri bók Michaels Wolff um embættistíð Trumps til þessa eru furðuleg lesning. Þar er manni lýst sem seint getur talist forsetalegur. Svívirðingar og fúkyrði virðast daglegt brauð og er beint gegn samstarfsfólki, andstæðingum og jafnvel eigin fjölskyldu. Þá virðist skilningur hans á pólitík hvort sem er innan lands eða utan vera vandræðalega fátæklegur. Í utanríkismálum er hans helsta framlag að skattyrðast við annan furðufugl, Kim Jong-un, en báðir geta þeir hafið kjarnorkustyrjöld með því að ýta á þar til gerðan hnapp. Einnig hefur hann vingast sérstaklega við einræðisherra í Saudi-Arabíu og í Egyptalandi, og reitt bæði Palestínumenn og alþjóðasamfélagið allt til reiði með gáleysislegum yfirlýsingum um Jerúsalem og Ísraelsríki. Heima fyrir er það litlu skárra. Ferðabannið á múslima var eitt, stanslausar yfirlýsingar á Twitter annað og daður við Rússa enn eitt. Helstu áherslumálin virðast vera einangrunarstefna í efnahagsmálum og afnám nánast alls sem forveri hans fékk áorkað í starfi. Samkvæmt bók Wolffs hafa næstum allir samstarfsmenn Trumps snúið við honum baki. Hans helstu stuðningsmenn í kosningabaráttunni eru jafnframt sagðir vera með mikla bakþanka. Sennilega er hans eina von til endurkjörs að vel takist til í efnahagsmálum. Hið eina sem Bandaríkjamenn geta gert er að vona að embættistíð hans verði svo stutt að honum takist ekki að vinna óafturkræfan skaða á stjórnskipan og orðspori landsins. Við sem annars staðar búum vitum sem er að ef Bandaríkin hósta þá fær heimsbyggðin kvef. Málið varðar okkur öll.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun