Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Kristján Már Unnarsson skrifar 20. desember 2017 21:15 Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngumála. Hann var forsætisráðherra þegar gildandi samgönguáætlun var samþykkt í október 2016. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Sigurður Ingi Jóhannsson segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. Hann kveðst þó gleðjast yfir hverri krónu sem fjárlaganefnd bæti í vegamálin. Rætt var við samgönguráðherra í fréttum Stöðvar 2. Samgönguáætlun sem Alþingi samþykkti fyrir aðeins fjórtán mánuðum ætlar að reynast marklaust plagg. „Það hafi svona verið óskalisti allra. Já, því miður er þetta eitthvað sem allir vissu að yrði erfitt að fjármagna,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Fram kom í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi að sjö milljarða króna vantar í fjárlagafrumvarpið til að standa við boðuð verkefni samgönguáætlunar á næsta ári. Sjálfur var Sigurður Ingi forsætisráðherra þegar áætlunin var samþykkt, sautján dögum fyrir þingkosningarnar 2016. -Er þetta ekki ábyrgðarhluti að skapa svona væntingar þegar menn gera sér grein fyrir því að það verði ekki hægt að standa við þetta? „Jú, ég held að það megi segja það. Ég held að þetta hafi verið óheppilegt að afgreiða þessa samgönguáætlun með svo miklum væntingum. En það er hins vegar líka á sama tíma ljóst að þetta eru allt brýn verkefni, sem við núna í fjármálaáætluninni og samgönguáætluninni þurfum að taka til okkar og reyna að sýna fram á hvernig við ætlum að fara í á næstu árum.“Frá vinnu við mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar í Hafnarfirði.Mynd/Stöð 2.Ráðherrann segir að verið sé að fara yfir það núna í ráðuneytinu hvað verði hægt að gera á næsta ári en vill ekki ræða einstök verkefni nema með almennum orðum. „Það sem við þurfum að horfa til eru auðvitað umferðaröryggismál, - umferðarþungi, - en við þurfum líka að horfa til þess að búa til vinnusóknarsvæði, þar sem fólk getur komist inn á milli staða og unnið á stærri svæðum. Og við þurfum að horfa líka til þensluáhrifa á svona næstu einu, tveimur, þremur árum, á meðan við erum enn í þessari uppsveiflu.“ Hve mikið fer í vegamálin á næsta ári verður þó ekki ljóst fyrr en Alþingi er búið að afgreiða fjárlög. -En er hugsanlegt að það verði bætt í? „Ég veit að í fjárlaganefnd eru margir áhugasamir um vegaframkvæmdir, sem og önnur brýn verkefni, og ég treysti þeim til að fara yfir það hvað þeir treysta sér til að leggja til,“ segir samgönguráðherra en kveðst þó fagna hverri krónu sem bætist í vegamálin. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. Hann kveðst þó gleðjast yfir hverri krónu sem fjárlaganefnd bæti í vegamálin. Rætt var við samgönguráðherra í fréttum Stöðvar 2. Samgönguáætlun sem Alþingi samþykkti fyrir aðeins fjórtán mánuðum ætlar að reynast marklaust plagg. „Það hafi svona verið óskalisti allra. Já, því miður er þetta eitthvað sem allir vissu að yrði erfitt að fjármagna,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Fram kom í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi að sjö milljarða króna vantar í fjárlagafrumvarpið til að standa við boðuð verkefni samgönguáætlunar á næsta ári. Sjálfur var Sigurður Ingi forsætisráðherra þegar áætlunin var samþykkt, sautján dögum fyrir þingkosningarnar 2016. -Er þetta ekki ábyrgðarhluti að skapa svona væntingar þegar menn gera sér grein fyrir því að það verði ekki hægt að standa við þetta? „Jú, ég held að það megi segja það. Ég held að þetta hafi verið óheppilegt að afgreiða þessa samgönguáætlun með svo miklum væntingum. En það er hins vegar líka á sama tíma ljóst að þetta eru allt brýn verkefni, sem við núna í fjármálaáætluninni og samgönguáætluninni þurfum að taka til okkar og reyna að sýna fram á hvernig við ætlum að fara í á næstu árum.“Frá vinnu við mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar í Hafnarfirði.Mynd/Stöð 2.Ráðherrann segir að verið sé að fara yfir það núna í ráðuneytinu hvað verði hægt að gera á næsta ári en vill ekki ræða einstök verkefni nema með almennum orðum. „Það sem við þurfum að horfa til eru auðvitað umferðaröryggismál, - umferðarþungi, - en við þurfum líka að horfa til þess að búa til vinnusóknarsvæði, þar sem fólk getur komist inn á milli staða og unnið á stærri svæðum. Og við þurfum að horfa líka til þensluáhrifa á svona næstu einu, tveimur, þremur árum, á meðan við erum enn í þessari uppsveiflu.“ Hve mikið fer í vegamálin á næsta ári verður þó ekki ljóst fyrr en Alþingi er búið að afgreiða fjárlög. -En er hugsanlegt að það verði bætt í? „Ég veit að í fjárlaganefnd eru margir áhugasamir um vegaframkvæmdir, sem og önnur brýn verkefni, og ég treysti þeim til að fara yfir það hvað þeir treysta sér til að leggja til,“ segir samgönguráðherra en kveðst þó fagna hverri krónu sem bætist í vegamálin. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira
Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45