Aðhaldsleysi Hörður Ægisson skrifar 22. desember 2017 07:00 Fjórða árið í röð munu ríkisfjármál auka þenslu í hagkerfinu. Frumvarp fjármálaráðherra til fjárlaga, sem gerir ráð fyrir nokkuð minna aðhaldi en áður var stefnt að, er nú til umræðu í fjárlaganefnd. Eina sem þar er hægt að slá föstu er að ríkisútgjöldin eiga eftir að aukast í meðförum þingsins. Og útgjaldaaukningin verður enn meiri eftir samþykkt fjárlaga og þangað til ríkisreikningur lítur dagsins ljós um ári síðar. Þannig hefur það verið samfleytt í 22 ár. Lausatök í ríkisfjármálum eru því ekki ný af nálinni. Þá hefði annars konar stjórnarmynstur eftir nýafstaðnar kosningar líklega aðeins þýtt enn meiri þrýsting til útgjaldaaukningar. Gagnrýni á fjárlagafrumvarpið beinist sjaldan að því að aðhaldið í ríkisfjármálum sé ekki nægjanlega mikið á uppgangstímum. Þess í stað er stjórnin gagnrýnd fyrir að auka útgjöldin ekki enn frekar sem megi fjármagna, að mati sumra flokka, með því að hækka skatta, eða „styrkja og breikka tekjustofna ríkisins“ eins og það er kallað. Fáum dettur í hug að koma fram með hugmyndir um hvernig megi nýta betur skattfé landsmanna með forgangsröðun og hagræðingu þrátt fyrir að skattheimta sé óvíða hærri en á Íslandi. Bundnar hafa verið vonir við að lög um opinber fjármál muni auka festu og fyrirsjáanleika í ríkisfjármálum. Útgjaldaþróunin á þessu ári, sem var 25 milljörðum meiri en í fjárlögum, sýnir hins vegar að lögin hafa enn ekki skilað tilætluðum árangri, að mati Ríkisendurskoðunar. Ráðuneyti biðji fremur um auknar fjárheimildir fyrir umframútgjöld í stað þess að spara og hagræða. Þetta kemur auðvitað engum á óvart. Það heyrir til undantekninga að stofnunum hins opinbera séu settar strangar skorður þegar kemur að nýtingu fjármagns. Sífelld framúrkeyrsla, á sama tíma og það er stöðug raunaukning í ríkisútgjöldum ár eftir ár, er eitraður kokteill sem getur ekki farið vel. Núverandi hagvaxtarskeið mun taka enda. Þá mun hinn litli fjárlagaafgangur fljótt snúast upp í halla og skuldasöfnun ríkisins eykst á nýjan leik. Regluleg útgjöld ríkisins jukust um meira en fjórðung á árunum 2012 til 2016 og fóru þau hlutfallslega mest til heilbrigðis- og menntamála. Ásgeir Jónsson hagfræðingur sagði í útvarpsþættinum Sprengisandi um liðna helgi að aukin útgjöld til ákveðinna málaflokka væru ekki sjálfkrafa besti mælikvarðinn á árangur. „Það virðist vera eini mælikvarðinn á opinbera þjónustu hversu miklum peningum er varið í hana. Og það er ekki góður mælikvarði. Að sama skapi virðast verkalýðsfélög þess fólks sem vinnur í heilbrigðis- og menntakerfinu einoka umræðu um hvernig þessi kerfi eiga að vera rekin. […] Ríkið þarf að setja miklu meiri kröfur um skýra árangursmælikvarða á þá fjármuni sem er varið til menntunar, heilbrigðismála og annarra hluta þannig að við séum að fá eitthvað fyrir peninginn.“ Undir þetta skal tekið. Þessar áherslur er hins vegar ekki að finna í fjárlagafrumvarpinu heldur verður haldið áfram á braut þensluhvetjandi ríkisfjármála í miðri uppsveiflu með þekktum afleiðingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun
Fjórða árið í röð munu ríkisfjármál auka þenslu í hagkerfinu. Frumvarp fjármálaráðherra til fjárlaga, sem gerir ráð fyrir nokkuð minna aðhaldi en áður var stefnt að, er nú til umræðu í fjárlaganefnd. Eina sem þar er hægt að slá föstu er að ríkisútgjöldin eiga eftir að aukast í meðförum þingsins. Og útgjaldaaukningin verður enn meiri eftir samþykkt fjárlaga og þangað til ríkisreikningur lítur dagsins ljós um ári síðar. Þannig hefur það verið samfleytt í 22 ár. Lausatök í ríkisfjármálum eru því ekki ný af nálinni. Þá hefði annars konar stjórnarmynstur eftir nýafstaðnar kosningar líklega aðeins þýtt enn meiri þrýsting til útgjaldaaukningar. Gagnrýni á fjárlagafrumvarpið beinist sjaldan að því að aðhaldið í ríkisfjármálum sé ekki nægjanlega mikið á uppgangstímum. Þess í stað er stjórnin gagnrýnd fyrir að auka útgjöldin ekki enn frekar sem megi fjármagna, að mati sumra flokka, með því að hækka skatta, eða „styrkja og breikka tekjustofna ríkisins“ eins og það er kallað. Fáum dettur í hug að koma fram með hugmyndir um hvernig megi nýta betur skattfé landsmanna með forgangsröðun og hagræðingu þrátt fyrir að skattheimta sé óvíða hærri en á Íslandi. Bundnar hafa verið vonir við að lög um opinber fjármál muni auka festu og fyrirsjáanleika í ríkisfjármálum. Útgjaldaþróunin á þessu ári, sem var 25 milljörðum meiri en í fjárlögum, sýnir hins vegar að lögin hafa enn ekki skilað tilætluðum árangri, að mati Ríkisendurskoðunar. Ráðuneyti biðji fremur um auknar fjárheimildir fyrir umframútgjöld í stað þess að spara og hagræða. Þetta kemur auðvitað engum á óvart. Það heyrir til undantekninga að stofnunum hins opinbera séu settar strangar skorður þegar kemur að nýtingu fjármagns. Sífelld framúrkeyrsla, á sama tíma og það er stöðug raunaukning í ríkisútgjöldum ár eftir ár, er eitraður kokteill sem getur ekki farið vel. Núverandi hagvaxtarskeið mun taka enda. Þá mun hinn litli fjárlagaafgangur fljótt snúast upp í halla og skuldasöfnun ríkisins eykst á nýjan leik. Regluleg útgjöld ríkisins jukust um meira en fjórðung á árunum 2012 til 2016 og fóru þau hlutfallslega mest til heilbrigðis- og menntamála. Ásgeir Jónsson hagfræðingur sagði í útvarpsþættinum Sprengisandi um liðna helgi að aukin útgjöld til ákveðinna málaflokka væru ekki sjálfkrafa besti mælikvarðinn á árangur. „Það virðist vera eini mælikvarðinn á opinbera þjónustu hversu miklum peningum er varið í hana. Og það er ekki góður mælikvarði. Að sama skapi virðast verkalýðsfélög þess fólks sem vinnur í heilbrigðis- og menntakerfinu einoka umræðu um hvernig þessi kerfi eiga að vera rekin. […] Ríkið þarf að setja miklu meiri kröfur um skýra árangursmælikvarða á þá fjármuni sem er varið til menntunar, heilbrigðismála og annarra hluta þannig að við séum að fá eitthvað fyrir peninginn.“ Undir þetta skal tekið. Þessar áherslur er hins vegar ekki að finna í fjárlagafrumvarpinu heldur verður haldið áfram á braut þensluhvetjandi ríkisfjármála í miðri uppsveiflu með þekktum afleiðingum.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun