Forseti ASÍ segir stefna í óefni á vinnumarkaði Heimir Már Pétursson skrifar 21. desember 2017 19:55 Forseti Alþýðusambandsins segir stefna í óefni á almennum vinnumarkaði meðal annars vegna fjölmargra ákvarðana kjararáðs til dæmis um miklar launahækkanir til ráðamanna. Mikil gremja og reiði sé meðal félagsmanna ASÍ og stjórnmálamenn verði að átta sig á að ábyrgð þeirra felist í að þeir deili kjörum með þjóðinni. Það munaði minnstu að Alþýðusambandið nýtti sér uppsagnarákvæði í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði þegar þegar það var hægt í lok febrúar á þessu ári. En þá höfðu verið gerðir kjarasamningar við grunn- og tónlistarskólakennara sem voru umfram það sem miðað hafði verið við í SALEK samkomulaginu svo kallaða. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands segir að menn hafi þá sæst á að þar væri um leiðréttingu þessara hópa að ræða. „Það sem við gerðum var einfaldlega að fresta viðbrögðum okkar við þeim forsendu bresti og sögðum; gott og vel við skulum gefa þessu ár. Þá fyrir lok febrúar 2018 munum við meta það hvort aðrir hópar hafi viljað taka þessari sátt og sáttabeiðni grunnskólakennara,“ segir Gylfi. Það hafi hins vegar ekki gerst. Þá hafi einnig verið horft til ákvarðana sem kjararáð tók á síðasta ári um tuga prósenta hækkun launa þingmanna og æðstu ráðamanna og nú síðast um kjör þjóna kirkjunnar. „Við höfum svo sem ekki bara verið að horfa á þessa nýjustu niðurstöðu vegna kirkjunnar. Því kjararáð hefur verið að úrskurða að ég held 29 sinnum á árinu. Það er nú ríflega tvisvar í mánuði. Ég hygg að enginn þeirra úrskurða sé í samhengi við það sem er að gerast á vinnumarkaðnum. Þannig að kjararáð er svona eins og varaforseti (ASÍ) orðaði það í gær fíllinn í stofunni,“ segir Gylfi. Kjarasamningar félaga innan ASÍ gilda út næsta ár en Gylfi segir að horft verði til uppsagnarákvæðis sem hægt sé að grípa til í lok febrúar. Það velti töluvert á ríkisstjórninni meðal annars vegna úrskurðar kjaradóms um kjör æðstu ráðamanna í fyrra. En í júlí 2016 gerðum við stjórnvöldum grein fyrir því að ef stjórnvöld og Alþingi myndu ekki bregðast við þessum úrskurði myndi það enda í óefni. Mér sýnist að það sé að sigla nokkuð öruggum skrefum í þá átt,“ segir Gylfi. Meðal annars vegna þess að breytingar á lögum um kjararáð hafi verið í mýflugumynd en þar var þeim sem kjararáð tekur ákvörðun kjör fyrir fækkað og einungis tekið á launum þingmanna til smávægilegrar lækkunar, eða úr 72 prósentum í 69 prósent, en ekki ráðherra. Það sé mikil gremja og reiði undirliggjandi hjá félagsfólki ASÍ. „Þetta gengur ekkert upp að forystumenn ríkisstjórna óski eftir því að almenningur í landinu hagi sér með tilteknum hætti með þjóðarhag í huga og það gildi ekki það sama um þá sjálfa. Þessu verða bara stjórnmálamenn að átta sig á: að í því felst þeirra ábyrgð að þeir deili kjörum með þjóðinni,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. Kjararáð Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Forseti Alþýðusambandsins segir stefna í óefni á almennum vinnumarkaði meðal annars vegna fjölmargra ákvarðana kjararáðs til dæmis um miklar launahækkanir til ráðamanna. Mikil gremja og reiði sé meðal félagsmanna ASÍ og stjórnmálamenn verði að átta sig á að ábyrgð þeirra felist í að þeir deili kjörum með þjóðinni. Það munaði minnstu að Alþýðusambandið nýtti sér uppsagnarákvæði í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði þegar þegar það var hægt í lok febrúar á þessu ári. En þá höfðu verið gerðir kjarasamningar við grunn- og tónlistarskólakennara sem voru umfram það sem miðað hafði verið við í SALEK samkomulaginu svo kallaða. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands segir að menn hafi þá sæst á að þar væri um leiðréttingu þessara hópa að ræða. „Það sem við gerðum var einfaldlega að fresta viðbrögðum okkar við þeim forsendu bresti og sögðum; gott og vel við skulum gefa þessu ár. Þá fyrir lok febrúar 2018 munum við meta það hvort aðrir hópar hafi viljað taka þessari sátt og sáttabeiðni grunnskólakennara,“ segir Gylfi. Það hafi hins vegar ekki gerst. Þá hafi einnig verið horft til ákvarðana sem kjararáð tók á síðasta ári um tuga prósenta hækkun launa þingmanna og æðstu ráðamanna og nú síðast um kjör þjóna kirkjunnar. „Við höfum svo sem ekki bara verið að horfa á þessa nýjustu niðurstöðu vegna kirkjunnar. Því kjararáð hefur verið að úrskurða að ég held 29 sinnum á árinu. Það er nú ríflega tvisvar í mánuði. Ég hygg að enginn þeirra úrskurða sé í samhengi við það sem er að gerast á vinnumarkaðnum. Þannig að kjararáð er svona eins og varaforseti (ASÍ) orðaði það í gær fíllinn í stofunni,“ segir Gylfi. Kjarasamningar félaga innan ASÍ gilda út næsta ár en Gylfi segir að horft verði til uppsagnarákvæðis sem hægt sé að grípa til í lok febrúar. Það velti töluvert á ríkisstjórninni meðal annars vegna úrskurðar kjaradóms um kjör æðstu ráðamanna í fyrra. En í júlí 2016 gerðum við stjórnvöldum grein fyrir því að ef stjórnvöld og Alþingi myndu ekki bregðast við þessum úrskurði myndi það enda í óefni. Mér sýnist að það sé að sigla nokkuð öruggum skrefum í þá átt,“ segir Gylfi. Meðal annars vegna þess að breytingar á lögum um kjararáð hafi verið í mýflugumynd en þar var þeim sem kjararáð tekur ákvörðun kjör fyrir fækkað og einungis tekið á launum þingmanna til smávægilegrar lækkunar, eða úr 72 prósentum í 69 prósent, en ekki ráðherra. Það sé mikil gremja og reiði undirliggjandi hjá félagsfólki ASÍ. „Þetta gengur ekkert upp að forystumenn ríkisstjórna óski eftir því að almenningur í landinu hagi sér með tilteknum hætti með þjóðarhag í huga og það gildi ekki það sama um þá sjálfa. Þessu verða bara stjórnmálamenn að átta sig á: að í því felst þeirra ábyrgð að þeir deili kjörum með þjóðinni,“ segir Gylfi Arnbjörnsson.
Kjararáð Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira