Gísli Örn hafnaði boði um að setja upp söngleik um Amy Winehouse Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. desember 2017 18:57 Faðir Amy Winehouse, Mitch Winehouse, bað Gísla Örn Garðarsson um að leikstýra söngleik um Amy árið 2015. Vísir/Ernir/Getty Leikarinn og leikstjórinn Gísli Örn Garðarson hafnaði boði Mitch Winehouse, föður söngkonunnar Amy Winehouse, um að leikstýra söngleik um Amy sem lést árið 2011. Gísli Örn var gestur Sólmundar Hólm og Viktoríu Hermannsdóttur í Rás 2 í morgun. Í þættinum sagði Gísli frá því að árið 2015 hafi faðir Amy Winehouse, Mitch Winehouse, beðið hann um að leikstýra söngleik um dóttur sína. Með söngleiknum vildi Mitch leiðrétta ýmislegt sem kom fram í heimildarmyndinni Amy, sem gefin var út árið 2015 og fjallaði um ævi, störf og andlát söngkonunnar. Myndina sagði Gísli ekki hafa komið vel út fyrir Mitch. „Hún var náttúrulega rosalega óhagstæð honum, pabba hennar. Hann kemur eiginlega út í þeirri mynd sem maðurinn sem hafi nánast klárað líf hennar,“ sagði Gísli á Rás 2 í morgun.Mitch WInehouse sést hér með styttu af dóttur sinni Amy. Hulunni var svipt af styttunni í London árið 2014, þremur árum eftir dauða hennar.Vísir/GettyHefði verið geggjað Símtalið frá Mitch Winehouse barst Gísla þegar hann var við tökur á kvikmyndinni Eiðnum eftir Baltasar Kormák. Mitch hringdi í Gísla í gegnum Skype og sagði að allt sem kom fram um hann í heimildarmyndinni hefði verið rangt. Mitch þvertók fyrir að hafa valdið dauða dóttur sinnar og að þeirri hugmynd þyrfti að kollvarpa. „Þá var hann að biðja mig að leikstýra söngleik sem hann ætlaði að vera eins og skuggi yfir og passa að þetta yrði eins og honum finnst þetta eigi að vera,“ sagði Gísli. Gísli afþakkaði þó boðið en sagði að það hefði óneitanlega verið geggjað að gera söngleik um Amy Winehouse – að því gefnu að pabbi hennar hefði ekki ráðið för. Þá vissi Gísli ekki til þess að umræddur söngleikur væri nokkurs staðar á dagskrá. Tengdar fréttir Bregður sér í hlutverk Winehouse Bryndís Ásmundsdóttir söng-og leikkona bregður sér í hlutuverk Amy Winehouse í kvöld á Café Rósenberg 11. febrúar 2016 17:25 Amy Winehouse þénar meira dáin Mitch Winehouse er búinn að fyrirgefa Blake Fielder-Civil, fyrrum eiginmanni Amy Winehouse. 24. febrúar 2014 23:30 Bíómynd um Amy Winehouse í bígerð Sænska leikkonan Noomi Rapace orðuð við hlutverk söngkonunnar. 13. nóvember 2015 13:30 Vill ekki gera mynd byggða á ævi dóttur sinnar „Ég vil ekki gera mynd byggða á ævi Amy, en það er heimildamynd frá sömu framleiðendum og gerðu Senna að koma út á næsta ári,“ sagði Mitch Winehouse. 22. nóvember 2013 21:00 „Camden hafði mikla þýðingu fyrir Amy og öfugt“ Stytta í raunstærð, af söngkonunni Amy Winehouse var afhjúpuð í hverfi hennar í London, Camden, á dögunum. 14. september 2014 15:43 Mest lesið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Sjá meira
Leikarinn og leikstjórinn Gísli Örn Garðarson hafnaði boði Mitch Winehouse, föður söngkonunnar Amy Winehouse, um að leikstýra söngleik um Amy sem lést árið 2011. Gísli Örn var gestur Sólmundar Hólm og Viktoríu Hermannsdóttur í Rás 2 í morgun. Í þættinum sagði Gísli frá því að árið 2015 hafi faðir Amy Winehouse, Mitch Winehouse, beðið hann um að leikstýra söngleik um dóttur sína. Með söngleiknum vildi Mitch leiðrétta ýmislegt sem kom fram í heimildarmyndinni Amy, sem gefin var út árið 2015 og fjallaði um ævi, störf og andlát söngkonunnar. Myndina sagði Gísli ekki hafa komið vel út fyrir Mitch. „Hún var náttúrulega rosalega óhagstæð honum, pabba hennar. Hann kemur eiginlega út í þeirri mynd sem maðurinn sem hafi nánast klárað líf hennar,“ sagði Gísli á Rás 2 í morgun.Mitch WInehouse sést hér með styttu af dóttur sinni Amy. Hulunni var svipt af styttunni í London árið 2014, þremur árum eftir dauða hennar.Vísir/GettyHefði verið geggjað Símtalið frá Mitch Winehouse barst Gísla þegar hann var við tökur á kvikmyndinni Eiðnum eftir Baltasar Kormák. Mitch hringdi í Gísla í gegnum Skype og sagði að allt sem kom fram um hann í heimildarmyndinni hefði verið rangt. Mitch þvertók fyrir að hafa valdið dauða dóttur sinnar og að þeirri hugmynd þyrfti að kollvarpa. „Þá var hann að biðja mig að leikstýra söngleik sem hann ætlaði að vera eins og skuggi yfir og passa að þetta yrði eins og honum finnst þetta eigi að vera,“ sagði Gísli. Gísli afþakkaði þó boðið en sagði að það hefði óneitanlega verið geggjað að gera söngleik um Amy Winehouse – að því gefnu að pabbi hennar hefði ekki ráðið för. Þá vissi Gísli ekki til þess að umræddur söngleikur væri nokkurs staðar á dagskrá.
Tengdar fréttir Bregður sér í hlutverk Winehouse Bryndís Ásmundsdóttir söng-og leikkona bregður sér í hlutuverk Amy Winehouse í kvöld á Café Rósenberg 11. febrúar 2016 17:25 Amy Winehouse þénar meira dáin Mitch Winehouse er búinn að fyrirgefa Blake Fielder-Civil, fyrrum eiginmanni Amy Winehouse. 24. febrúar 2014 23:30 Bíómynd um Amy Winehouse í bígerð Sænska leikkonan Noomi Rapace orðuð við hlutverk söngkonunnar. 13. nóvember 2015 13:30 Vill ekki gera mynd byggða á ævi dóttur sinnar „Ég vil ekki gera mynd byggða á ævi Amy, en það er heimildamynd frá sömu framleiðendum og gerðu Senna að koma út á næsta ári,“ sagði Mitch Winehouse. 22. nóvember 2013 21:00 „Camden hafði mikla þýðingu fyrir Amy og öfugt“ Stytta í raunstærð, af söngkonunni Amy Winehouse var afhjúpuð í hverfi hennar í London, Camden, á dögunum. 14. september 2014 15:43 Mest lesið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Sjá meira
Bregður sér í hlutverk Winehouse Bryndís Ásmundsdóttir söng-og leikkona bregður sér í hlutuverk Amy Winehouse í kvöld á Café Rósenberg 11. febrúar 2016 17:25
Amy Winehouse þénar meira dáin Mitch Winehouse er búinn að fyrirgefa Blake Fielder-Civil, fyrrum eiginmanni Amy Winehouse. 24. febrúar 2014 23:30
Bíómynd um Amy Winehouse í bígerð Sænska leikkonan Noomi Rapace orðuð við hlutverk söngkonunnar. 13. nóvember 2015 13:30
Vill ekki gera mynd byggða á ævi dóttur sinnar „Ég vil ekki gera mynd byggða á ævi Amy, en það er heimildamynd frá sömu framleiðendum og gerðu Senna að koma út á næsta ári,“ sagði Mitch Winehouse. 22. nóvember 2013 21:00
„Camden hafði mikla þýðingu fyrir Amy og öfugt“ Stytta í raunstærð, af söngkonunni Amy Winehouse var afhjúpuð í hverfi hennar í London, Camden, á dögunum. 14. september 2014 15:43