Norskur verktaki vill byggja risahótel á Húsavíkurhöfða Baldur Guðmundsson skrifar 27. desember 2017 06:00 Hótelið sem Fakta Bygg vill klára árið 2021 mun verða við Húsavíkurvita, skammt frá sjóböðunum eða nyrst í bænum. Ferðaþjónusta Norskt byggingafyrirtæki undirbýr byggingu 180 til 200 herbergja hótels á Húsavík. Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti fyrir jól að taka frá lóð fyrir hótelið á meðan fyrirtækið þróar hugmyndir sínar að uppbyggingu. Hótelið myndi tvöfalda fjölda gistirýma í bænum og væri því risastórt á mælikvarða sveitarfélagsins. Örlygur Hnefill Örlygsson, forseti sveitarstjórnar, segir að fyrirtækið Sjóböð ehf., sem vinnur að uppbyggingu sjóbaða við Húsavíkurvita, á næstu lóð við fyrirhugað hótel, hafi átt forgang að lóðinni um hríð en að sá frestur hafi runnið út. Tvö erindi hafi í kjölfarið borist sveitarstjórn vegna lóðarinnar; annað frá Sjóböðum um framlengingu á forgangi en hin frá Fakta Bygg, norska fyrirtækinu.Örlygur Hnefill Örlygsson, forseti sveitarstjórnar Norðurþings.Að sögn Örlygs var Sjóböðunum og Fakta Bygg boðið til fundar þar sem hugmyndir þeirra voru viðraðar og ræddar. Í ljós hafi komið að hugmyndir Norðmannanna hafi verið lengra á veg komnar og að vonir þeirra um að laga starfsemina að rekstri Sjóbaðanna hafi fallið vel í kramið hjá fulltrúum sveitarfélagsins. Húsvíkingurinn Kristján Eymundsson, sem býr í Noregi og er framkvæmdastjóri Fakta Bygg, segir að um tveggja til þriggja milljarða króna framkvæmd geti orðið að ræða, fáist fjárfestar að verkefninu. Hann tekur fram að verkið sé á byrjunarstigi. Fyrirtækið hafi sett sér áætlun um framgang verkefnisins til vorsins 2019 en að hönnunarvinna hefjist eftir áramótin. Kristján segir að fyrirtækið, sem hefur um 50 manns í vinnu og veltir um hálfum öðrum milljarði árlega, eigi eftir að gera markaðsgreiningar og finna heppilega rekstraraðila hótelsins. Aðspurður segir hann, að ef allt gangi eftir sé raunhæft að framkvæmdir hefjist 2019 og að hótelið verði tekið í notkun árið 2021. Framkvæmdastjórinn vill sjá breytingar í ferðamálum á Íslandi, sem stuðli að því að dreifa ferðamönnum betur um landið. „Það er stórt atriði fyrir Íslendinga yfirhöfuð. Þetta svæði þarna fyrir norðan hefur mikla möguleika á að taka við fleiri ferðamönnum.“ Hann segir að nýting þeirra hótelherbergja sem fyrir eru á svæðinu sé 80 til 90 prósent yfir háannatímann en fari niður í 16 til 17 prósent í desember og janúar. Á því þurfi að finna lausnir. Í því samhengi nefnir Kristján hugmyndir um að byggja hótelið upp þannig að það falli vel til ráðstefnuhalds. Það verði því bæði túrista- og ráðstefnuhótel. Markmiðið sé þá að laða til sín erlendar ráðstefnur til að bæta nýtinguna yfir dimmustu mánuðina. Hann bendir á að Fosshótel sé búið 110 herbergjum og saman geti Húsvíkingar því boðið upp á ríflega 300 hótelherbergi. Bærinn gæti því tekið á móti nokkuð stórum ráðstefnum. Þess má geta að auk þess eru nokkur smærri gistiheimili í bænum. „Við erum mjög bjartsýnir eins og er og við höfum fengið jákvæð viðbrögð,“ segir Kristján. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Neytendur „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Ferðaþjónusta Norskt byggingafyrirtæki undirbýr byggingu 180 til 200 herbergja hótels á Húsavík. Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti fyrir jól að taka frá lóð fyrir hótelið á meðan fyrirtækið þróar hugmyndir sínar að uppbyggingu. Hótelið myndi tvöfalda fjölda gistirýma í bænum og væri því risastórt á mælikvarða sveitarfélagsins. Örlygur Hnefill Örlygsson, forseti sveitarstjórnar, segir að fyrirtækið Sjóböð ehf., sem vinnur að uppbyggingu sjóbaða við Húsavíkurvita, á næstu lóð við fyrirhugað hótel, hafi átt forgang að lóðinni um hríð en að sá frestur hafi runnið út. Tvö erindi hafi í kjölfarið borist sveitarstjórn vegna lóðarinnar; annað frá Sjóböðum um framlengingu á forgangi en hin frá Fakta Bygg, norska fyrirtækinu.Örlygur Hnefill Örlygsson, forseti sveitarstjórnar Norðurþings.Að sögn Örlygs var Sjóböðunum og Fakta Bygg boðið til fundar þar sem hugmyndir þeirra voru viðraðar og ræddar. Í ljós hafi komið að hugmyndir Norðmannanna hafi verið lengra á veg komnar og að vonir þeirra um að laga starfsemina að rekstri Sjóbaðanna hafi fallið vel í kramið hjá fulltrúum sveitarfélagsins. Húsvíkingurinn Kristján Eymundsson, sem býr í Noregi og er framkvæmdastjóri Fakta Bygg, segir að um tveggja til þriggja milljarða króna framkvæmd geti orðið að ræða, fáist fjárfestar að verkefninu. Hann tekur fram að verkið sé á byrjunarstigi. Fyrirtækið hafi sett sér áætlun um framgang verkefnisins til vorsins 2019 en að hönnunarvinna hefjist eftir áramótin. Kristján segir að fyrirtækið, sem hefur um 50 manns í vinnu og veltir um hálfum öðrum milljarði árlega, eigi eftir að gera markaðsgreiningar og finna heppilega rekstraraðila hótelsins. Aðspurður segir hann, að ef allt gangi eftir sé raunhæft að framkvæmdir hefjist 2019 og að hótelið verði tekið í notkun árið 2021. Framkvæmdastjórinn vill sjá breytingar í ferðamálum á Íslandi, sem stuðli að því að dreifa ferðamönnum betur um landið. „Það er stórt atriði fyrir Íslendinga yfirhöfuð. Þetta svæði þarna fyrir norðan hefur mikla möguleika á að taka við fleiri ferðamönnum.“ Hann segir að nýting þeirra hótelherbergja sem fyrir eru á svæðinu sé 80 til 90 prósent yfir háannatímann en fari niður í 16 til 17 prósent í desember og janúar. Á því þurfi að finna lausnir. Í því samhengi nefnir Kristján hugmyndir um að byggja hótelið upp þannig að það falli vel til ráðstefnuhalds. Það verði því bæði túrista- og ráðstefnuhótel. Markmiðið sé þá að laða til sín erlendar ráðstefnur til að bæta nýtinguna yfir dimmustu mánuðina. Hann bendir á að Fosshótel sé búið 110 herbergjum og saman geti Húsvíkingar því boðið upp á ríflega 300 hótelherbergi. Bærinn gæti því tekið á móti nokkuð stórum ráðstefnum. Þess má geta að auk þess eru nokkur smærri gistiheimili í bænum. „Við erum mjög bjartsýnir eins og er og við höfum fengið jákvæð viðbrögð,“ segir Kristján.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Neytendur „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira