Travelade hefur lokið fjármögnun upp á 160 milljónir Daníel Freyr Birkisson skrifar 27. desember 2017 09:46 Teymi Travelade og Crowberry Capital. travelade Sprotafyrirtækið Travelade hefur lokið 160 milljóna króna fjármögnun til að styðja við frekari vöxt félagsins. Hópur nýrra fjárfesta sem kemur inn í félagið er leiddur af Crowberry Capital, fjárfestingasjóði sem stofnaður var á árinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Er stjórn Travelade nú skipuð stofnendum þess Andra Heiðari Kristinssyni og Hlöðver Þór Árnasyni, ásamt Hjálmari Gíslasyni frá fjárfestingarfélaginu Investa og Heklu Arnardóttur frá Crowberry Capital. Andri Heiðar Kristinsson, annar stofnenda Travelade, segir fyrirtækið ætla að leggja land undir fót, eftir góða byrjun á Íslandi. „Markmið okkar er að gera það jafn auðvelt að finna afþreyingu fyrir draumaferðalagið og það er auðvelt að hlusta á tónlist á Spotify. Í dag er ekkert mál að bóka flug og gistingu á netinu, en kröfuharðir ferðalangar eiga erfitt með að finna einstakar upplifanir sem eru sérsniðnar að sínum ferðastíl. Svipað og þegar fólk byrjar að safna hugmyndum á Pinterest, þá auðveldum við hjá Travelade fólki að safna hugmyndum, hanna sitt draumaferðalag, og bóka alla afþreyingu á einum stað. Okkar ferðalag hófst á Íslandi en heimurinn er undir á næstu árum.“ Travelade er upplýsinga- og bókunarvefur fyrir ferðamenn sem hefur vaxið ört frá því að www.travelade.com fór í loftið síðastliðið sumar. Yfir 200 þúsund ferðamenn hafa nýtt sér þjónustu Travelade sem gerir fólki kleift að finna og bóka afþreyingu eftir sínum persónulega ferðasmekk. „Þjónustan er nú þegar opin fyrir ferðamenn á leið til Íslands og Bosníu en fleiri lönd munu bætast við á næstunni. Markhópurinn er hin svokallaða Airbnb kynslóð, þ.e. fólk sem skipuleggur ferðir sínar sjálft á netinu og notast ekki við ferðaskrifstofur eða kaupir tilbúnar pakkaferðir. Framundan er ár mikils vaxtar hjá fyrirtækinu sem stefnir að því að verða leiðandi fyrirtæki í ferðatækni á alþjóðlega vísu,“ segir í tilkynningunni. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Sjá meira
Sprotafyrirtækið Travelade hefur lokið 160 milljóna króna fjármögnun til að styðja við frekari vöxt félagsins. Hópur nýrra fjárfesta sem kemur inn í félagið er leiddur af Crowberry Capital, fjárfestingasjóði sem stofnaður var á árinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Er stjórn Travelade nú skipuð stofnendum þess Andra Heiðari Kristinssyni og Hlöðver Þór Árnasyni, ásamt Hjálmari Gíslasyni frá fjárfestingarfélaginu Investa og Heklu Arnardóttur frá Crowberry Capital. Andri Heiðar Kristinsson, annar stofnenda Travelade, segir fyrirtækið ætla að leggja land undir fót, eftir góða byrjun á Íslandi. „Markmið okkar er að gera það jafn auðvelt að finna afþreyingu fyrir draumaferðalagið og það er auðvelt að hlusta á tónlist á Spotify. Í dag er ekkert mál að bóka flug og gistingu á netinu, en kröfuharðir ferðalangar eiga erfitt með að finna einstakar upplifanir sem eru sérsniðnar að sínum ferðastíl. Svipað og þegar fólk byrjar að safna hugmyndum á Pinterest, þá auðveldum við hjá Travelade fólki að safna hugmyndum, hanna sitt draumaferðalag, og bóka alla afþreyingu á einum stað. Okkar ferðalag hófst á Íslandi en heimurinn er undir á næstu árum.“ Travelade er upplýsinga- og bókunarvefur fyrir ferðamenn sem hefur vaxið ört frá því að www.travelade.com fór í loftið síðastliðið sumar. Yfir 200 þúsund ferðamenn hafa nýtt sér þjónustu Travelade sem gerir fólki kleift að finna og bóka afþreyingu eftir sínum persónulega ferðasmekk. „Þjónustan er nú þegar opin fyrir ferðamenn á leið til Íslands og Bosníu en fleiri lönd munu bætast við á næstunni. Markhópurinn er hin svokallaða Airbnb kynslóð, þ.e. fólk sem skipuleggur ferðir sínar sjálft á netinu og notast ekki við ferðaskrifstofur eða kaupir tilbúnar pakkaferðir. Framundan er ár mikils vaxtar hjá fyrirtækinu sem stefnir að því að verða leiðandi fyrirtæki í ferðatækni á alþjóðlega vísu,“ segir í tilkynningunni.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Sjá meira