Pelsafár hraustra karlmanna geisar á landinu Benedikt Bóas skrifar 27. desember 2017 11:30 Strákarnir á Pablo Discobar komnir í múnderinguna. Gunnsteinn stendur lengst til vinstri. Vísir/Stefán Það eru bara flottir karlmenn og skemmtilegar týpur sem ganga í pelsum,“ segir Gunnsteinn Helgi, einn eigenda Pablo Discobar og Burro en staðurinn í samstarfi við Gyllta köttinn er að koma pelsum í tísku hjá íslenskum karlmönnum. „Þetta byrjaði á því að barþjónar Pablo Discobar keyptu sér pels og fóru að ganga í þeim. Þá byrjaði boltinn að rúlla og hann er núna kominn á fulla ferð. Vinir þeirra keyptu sér pels og viðskiptavinir keyptu sér pels og síðan þá hefur geisað sannkallað pelsafár á götum borgarinnar,“ segir Gunnsteinn. Sem bílstjóri pelsavagnsins heldur Pablo Discobar pelsamiðvikudaga í desember og síðasti, allavega í desember, er einmitt í kvöld. Smirnoff Pelsa kokteila æði kallast það og eru kokteilar gerðir úr Smirnoff á 1.500 krónur allt kvöldið en aðeins 1.000 krónur fyrir fólk sem mætir í pels fyrir klukkan 21.00.Dísa í Gyllta kettinum segir karlmenn vilja pelsana síða og svolítið flöffí.Vísir/Stefán„Þetta byrjaði nú sem léttur brandari í sumar þegar við keyptum um 20 pelsa á dyraverði og barþjóna en hefur verið að vinda svona skemmtilega upp á sig. Núna eru ótrúlega miklar líkur á að ef manneskja er í pels sé sú að koma á Pablo Discobar,“ segir hann. Hafdís Þorleifsdóttir, Dísa í Gyllta kettinum, segir að áður fyrr hafi ekki margir karlmenn komið í búðina til hennar en nú séu þeir daglegt brauð. Hún hafi fengið jafnmarga karlmenn á undanförnum mánuðum og síðustu 12 ár. „Þetta er víðar en á Íslandi því í New York eru menn að kaupa pelsa þannig að þetta er einhver tíska. Ég er eiginlega orðlaus sjálf en mér finnst þetta svo skemmtilegt.“ Hún segir að pelsar geti hentað hvaða týpu sem er. Þó er erfiðara að finna pels á vöðvamikinn dyravörð heldur en mjóan gest. „Karlmenn eru með meiri kröfur en við konurnar. Þeir vilja hafa þá síða og svolítið flöffí.“ Tíska og hönnun Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Það eru bara flottir karlmenn og skemmtilegar týpur sem ganga í pelsum,“ segir Gunnsteinn Helgi, einn eigenda Pablo Discobar og Burro en staðurinn í samstarfi við Gyllta köttinn er að koma pelsum í tísku hjá íslenskum karlmönnum. „Þetta byrjaði á því að barþjónar Pablo Discobar keyptu sér pels og fóru að ganga í þeim. Þá byrjaði boltinn að rúlla og hann er núna kominn á fulla ferð. Vinir þeirra keyptu sér pels og viðskiptavinir keyptu sér pels og síðan þá hefur geisað sannkallað pelsafár á götum borgarinnar,“ segir Gunnsteinn. Sem bílstjóri pelsavagnsins heldur Pablo Discobar pelsamiðvikudaga í desember og síðasti, allavega í desember, er einmitt í kvöld. Smirnoff Pelsa kokteila æði kallast það og eru kokteilar gerðir úr Smirnoff á 1.500 krónur allt kvöldið en aðeins 1.000 krónur fyrir fólk sem mætir í pels fyrir klukkan 21.00.Dísa í Gyllta kettinum segir karlmenn vilja pelsana síða og svolítið flöffí.Vísir/Stefán„Þetta byrjaði nú sem léttur brandari í sumar þegar við keyptum um 20 pelsa á dyraverði og barþjóna en hefur verið að vinda svona skemmtilega upp á sig. Núna eru ótrúlega miklar líkur á að ef manneskja er í pels sé sú að koma á Pablo Discobar,“ segir hann. Hafdís Þorleifsdóttir, Dísa í Gyllta kettinum, segir að áður fyrr hafi ekki margir karlmenn komið í búðina til hennar en nú séu þeir daglegt brauð. Hún hafi fengið jafnmarga karlmenn á undanförnum mánuðum og síðustu 12 ár. „Þetta er víðar en á Íslandi því í New York eru menn að kaupa pelsa þannig að þetta er einhver tíska. Ég er eiginlega orðlaus sjálf en mér finnst þetta svo skemmtilegt.“ Hún segir að pelsar geti hentað hvaða týpu sem er. Þó er erfiðara að finna pels á vöðvamikinn dyravörð heldur en mjóan gest. „Karlmenn eru með meiri kröfur en við konurnar. Þeir vilja hafa þá síða og svolítið flöffí.“
Tíska og hönnun Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira