Ekki fleiri konur í Kvennaathvarfinu á þessari öld Þórdís Valsdóttir skrifar 27. desember 2017 16:15 Sigþrúður Guðmundsdóttir er framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Vísir/stefán Jólin voru haldin hátíðleg í Kvennaathvarfinu og dvöldu 20 manns í húsinu yfir hátíðarnar, konur og börn. Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir að hátt í 150 konur hafi dvalið í athvarfinu það sem af er ári. „Það hafa ekki verið svo margar konur í dvöl hjá okkur á þessari öld. Meðaldvölin er líka alltaf að lengjast þannig að hópurinn er alltaf að stækka og það eru fleiri í dvöl á hverjum degi heldur en áður hefur verið,“ segir Sigþrúður. Sigþrúður segir að jólin hafi verið haldin hátíðleg með pompi og prakt og að vel hafi tekist til. „Það var allt til alls og húsið var fallega skreytt. Það voru einnig mikið af gjöfum sem biðu þeirra sem voru hjá okkur,“ segir Sigþrúður en Kvennaathvarfið fékk mikinn stuðning frá ýmsum aðilum til að geta haldið jól með þessum hætti fyrir íbúana. Jólahaldið í athvarfinu byrjaði á hádegi á aðfangadegi jóla. „Við vorum með möndlugraut og fengum til okkar góða gesti og ýmsa sem höfðu tengst okkur á árinu. Við áttum ótrúlega skemmtilega stund.“ Sigþrúður segir að jólahaldið hafi verið tiltölulega eðlilegt og að gleði hafi ríkt miðað við aðstæður. „Þetta er auðvitað hópur sem velur sér ekki að halda jól saman og margir vildu kannski vera annars staðar en það var ótrúlega falleg stemning sem myndaðist og það var góður andi. Öllum virtist líða vel.“Meðaldvölin lengistÁ síðasta ári voru að sögn Sigþrúðar að meðaltali 25 íbúar í húsinu á hverjum degi, 13 konur og 12 börn. „Við eigum ekki tölurnar ennþá fyrir þetta ár en ég get ímyndað mér að þetta sé eitthvað svipað,“ segir Sigþrúður. Á árinu fjölgaði herbergjunum í Kvennaathvarfinu úr átta í ellefu og einnig eru önnur herbergi nýtt sem vistarverur. „Á þessu ári hafa allt að 35 íbúar verið í húsinu í einu, sem er í raun of mikið svo fólk geti fengið þá ró sem þau þurfa á að halda,“ segir Sigþrúður. Meðaldvöl kvenna í húsinu hefur einnig aukist á árinu og Sigþrúður segir að ástæða þess sé bæði erfið staða á húsnæðismarkaði og einnig ákvarðanir sem teknar voru innanhúss um að leyfa konum að taka sér lengri tíma í athvarfinu. „Þetta verður til þess að við sjáum alltaf færri og færri konur fara aftur til ofbeldismanna. Þessi þróun kemur því ekki endilega til af slæmu.“ Félagsmál Jól Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Jólin voru haldin hátíðleg í Kvennaathvarfinu og dvöldu 20 manns í húsinu yfir hátíðarnar, konur og börn. Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir að hátt í 150 konur hafi dvalið í athvarfinu það sem af er ári. „Það hafa ekki verið svo margar konur í dvöl hjá okkur á þessari öld. Meðaldvölin er líka alltaf að lengjast þannig að hópurinn er alltaf að stækka og það eru fleiri í dvöl á hverjum degi heldur en áður hefur verið,“ segir Sigþrúður. Sigþrúður segir að jólin hafi verið haldin hátíðleg með pompi og prakt og að vel hafi tekist til. „Það var allt til alls og húsið var fallega skreytt. Það voru einnig mikið af gjöfum sem biðu þeirra sem voru hjá okkur,“ segir Sigþrúður en Kvennaathvarfið fékk mikinn stuðning frá ýmsum aðilum til að geta haldið jól með þessum hætti fyrir íbúana. Jólahaldið í athvarfinu byrjaði á hádegi á aðfangadegi jóla. „Við vorum með möndlugraut og fengum til okkar góða gesti og ýmsa sem höfðu tengst okkur á árinu. Við áttum ótrúlega skemmtilega stund.“ Sigþrúður segir að jólahaldið hafi verið tiltölulega eðlilegt og að gleði hafi ríkt miðað við aðstæður. „Þetta er auðvitað hópur sem velur sér ekki að halda jól saman og margir vildu kannski vera annars staðar en það var ótrúlega falleg stemning sem myndaðist og það var góður andi. Öllum virtist líða vel.“Meðaldvölin lengistÁ síðasta ári voru að sögn Sigþrúðar að meðaltali 25 íbúar í húsinu á hverjum degi, 13 konur og 12 börn. „Við eigum ekki tölurnar ennþá fyrir þetta ár en ég get ímyndað mér að þetta sé eitthvað svipað,“ segir Sigþrúður. Á árinu fjölgaði herbergjunum í Kvennaathvarfinu úr átta í ellefu og einnig eru önnur herbergi nýtt sem vistarverur. „Á þessu ári hafa allt að 35 íbúar verið í húsinu í einu, sem er í raun of mikið svo fólk geti fengið þá ró sem þau þurfa á að halda,“ segir Sigþrúður. Meðaldvöl kvenna í húsinu hefur einnig aukist á árinu og Sigþrúður segir að ástæða þess sé bæði erfið staða á húsnæðismarkaði og einnig ákvarðanir sem teknar voru innanhúss um að leyfa konum að taka sér lengri tíma í athvarfinu. „Þetta verður til þess að við sjáum alltaf færri og færri konur fara aftur til ofbeldismanna. Þessi þróun kemur því ekki endilega til af slæmu.“
Félagsmál Jól Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira