Hélt uppá jólin í fimm hundruð þúsund króna yfirhöfn Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 27. desember 2017 21:30 Elton í slánni frægu. Vísir / Skjáskot af Twitter Tónlistarmaðurinn Elton John fór í sitt fínasta púss um jólin eins og flestir. Á öðrum degi jóla ákvað hann að skella sér í forláta tígra slá frá Gucci, en vorlína tískumerkisins er innblásin af téðum tónlistarmanni. Sláin góða er langt frá því að vera ókeypis og kostar rúmlega 4600 dollara, eða tæplega fimm hundruð þúsund krónur. Elton fagnaði jólunum í Aspen í Colorado með eiginmanni sínum David Furnish og sonum sínum tveimur, Zachary, sjö ára, og Elijah, fjögurra ára. Það hafa skipst á skin og skúrir í lífi Eltons á árinu sem er að líða. Söngleikurinn The Lion King fagnaði tuttugu ára afmæli á árinu, en Elton samdi alla tónlist í verkinu. Síðan gaf hann út safnplötu með öllum af sínum bestu lögum sem sló í gegn. Hann þurfti hins vegar einnig að kljást við skyndilegan móðurmissi, en móðir hans, Sheila Farebrother, lést stuttu eftir að þau sættust en þau höfðu verið ósátt í nærri áratug. Ástæða ósættisins var sögð vera vegna símtals á milli þeirra Sheilu og Eltons í júní árið 2008 þar sem tónlistarmaðurinn krafðist þess að móðir sín myndi slíta vinskap við vini sína Bob Halley og John Reid. Bob og John höfðu þá verið reknir úr starfsliði Eltons en móðir hans þverneitaði að hætta að tala við þá. Þá verður einnig nóg að gera hjá Elton árið 2018 en þann 30. janúar verða teknir upp sérstakir tónleikar honum til heiðurs, Elton John: I’m Still Standing - A Grammy Salute. Elton mun sjálfur troða upp á tónleikunum ásamt tónlistarmönnum á borð við Miley Cyrus, Sam Smith, John Legend og Chris Martin. Tíska og hönnun Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Elton John fór í sitt fínasta púss um jólin eins og flestir. Á öðrum degi jóla ákvað hann að skella sér í forláta tígra slá frá Gucci, en vorlína tískumerkisins er innblásin af téðum tónlistarmanni. Sláin góða er langt frá því að vera ókeypis og kostar rúmlega 4600 dollara, eða tæplega fimm hundruð þúsund krónur. Elton fagnaði jólunum í Aspen í Colorado með eiginmanni sínum David Furnish og sonum sínum tveimur, Zachary, sjö ára, og Elijah, fjögurra ára. Það hafa skipst á skin og skúrir í lífi Eltons á árinu sem er að líða. Söngleikurinn The Lion King fagnaði tuttugu ára afmæli á árinu, en Elton samdi alla tónlist í verkinu. Síðan gaf hann út safnplötu með öllum af sínum bestu lögum sem sló í gegn. Hann þurfti hins vegar einnig að kljást við skyndilegan móðurmissi, en móðir hans, Sheila Farebrother, lést stuttu eftir að þau sættust en þau höfðu verið ósátt í nærri áratug. Ástæða ósættisins var sögð vera vegna símtals á milli þeirra Sheilu og Eltons í júní árið 2008 þar sem tónlistarmaðurinn krafðist þess að móðir sín myndi slíta vinskap við vini sína Bob Halley og John Reid. Bob og John höfðu þá verið reknir úr starfsliði Eltons en móðir hans þverneitaði að hætta að tala við þá. Þá verður einnig nóg að gera hjá Elton árið 2018 en þann 30. janúar verða teknir upp sérstakir tónleikar honum til heiðurs, Elton John: I’m Still Standing - A Grammy Salute. Elton mun sjálfur troða upp á tónleikunum ásamt tónlistarmönnum á borð við Miley Cyrus, Sam Smith, John Legend og Chris Martin.
Tíska og hönnun Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira