Leita að flaki MH370 með aðstoð fjarstýrðra kafbáta Þórdís Valsdóttir skrifar 28. desember 2017 13:57 Vélin hvarf árið 2014 á leið frá Kuala Lumpur til Peking. Myndin er af minnisvarða í Kuala Lumpur. Vísir/getty Leitað verður að nýju að farþegaþotu Malasya Airlines sem hvarf fyrir tæpum fjórum árum síðan. Þetta kemur fram í frétt NRK. Malasíska flugvélin MH370 hvarf í mars árið 2014 á leið frá Kuala Lumpur til Peking með 239 manns um borð. Leit mun nú fara fram með aðstoð norska skipsins Seabed Constructor sem er í eigu Swire Seabed frá Bergen. Skipið er nú komið til borgarinnar Durban í Suður Afríku þar sem skipt verður um áhöfn og heldur svo af stað í átt að suður Indlandshafi til að hefja leit að flaki vélarinnar. Skipið mun nota sex fjarstýrða kafbáta sem gerðir voru af fyrirtækinu Kongsberg Maritime. Kafbátarnir geta farið niður á allt að 6 þúsund metra dýpi. Vélmennin munu vera stödd þrjú hvorum megin við skipið og þannig verður hægt að leita á stóru svæði á skömmum tíma. Bandaríska fyrirtækið Ocean Infinity stjórnar leitinni. Fyrirtækið fær ekki greitt fyrir vinnu sína, en mun fá fundarlaun frá malasískum yfirvöldum ef flak vélarinnar finnst innan 90 daga. Fundarlaunin hljóða upp á 70 milljónir bandaríkjadala. Ástralskir rannsakendur skiluðu af sér lokaskýrslu til yfirvalda í Ástralíu í október síðastliðnum og sögðust miður sín yfir því að flugvélin hafi ekki fundist þrátt fyrir umfangsmikla leit. Leitað hafði verið á rúmlega 120 þúsund ferkílómetra svæði. Brak sem talið er vera úr MH370 hefur rekið á land á eyjum í Indlandshafi og á austurströnd Afríku. Flugvélahvarf MH370 Tengdar fréttir MH370: Óásættanlegt að finna ekki flugvélina „Það er nánast ómögulegt og algerlega óásættanlegt á þessari öld þegar tíu milljónir farþega ganga um borð í flugvél á degi hverju.“ 3. október 2017 12:11 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Sjá meira
Leitað verður að nýju að farþegaþotu Malasya Airlines sem hvarf fyrir tæpum fjórum árum síðan. Þetta kemur fram í frétt NRK. Malasíska flugvélin MH370 hvarf í mars árið 2014 á leið frá Kuala Lumpur til Peking með 239 manns um borð. Leit mun nú fara fram með aðstoð norska skipsins Seabed Constructor sem er í eigu Swire Seabed frá Bergen. Skipið er nú komið til borgarinnar Durban í Suður Afríku þar sem skipt verður um áhöfn og heldur svo af stað í átt að suður Indlandshafi til að hefja leit að flaki vélarinnar. Skipið mun nota sex fjarstýrða kafbáta sem gerðir voru af fyrirtækinu Kongsberg Maritime. Kafbátarnir geta farið niður á allt að 6 þúsund metra dýpi. Vélmennin munu vera stödd þrjú hvorum megin við skipið og þannig verður hægt að leita á stóru svæði á skömmum tíma. Bandaríska fyrirtækið Ocean Infinity stjórnar leitinni. Fyrirtækið fær ekki greitt fyrir vinnu sína, en mun fá fundarlaun frá malasískum yfirvöldum ef flak vélarinnar finnst innan 90 daga. Fundarlaunin hljóða upp á 70 milljónir bandaríkjadala. Ástralskir rannsakendur skiluðu af sér lokaskýrslu til yfirvalda í Ástralíu í október síðastliðnum og sögðust miður sín yfir því að flugvélin hafi ekki fundist þrátt fyrir umfangsmikla leit. Leitað hafði verið á rúmlega 120 þúsund ferkílómetra svæði. Brak sem talið er vera úr MH370 hefur rekið á land á eyjum í Indlandshafi og á austurströnd Afríku.
Flugvélahvarf MH370 Tengdar fréttir MH370: Óásættanlegt að finna ekki flugvélina „Það er nánast ómögulegt og algerlega óásættanlegt á þessari öld þegar tíu milljónir farþega ganga um borð í flugvél á degi hverju.“ 3. október 2017 12:11 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Sjá meira
MH370: Óásættanlegt að finna ekki flugvélina „Það er nánast ómögulegt og algerlega óásættanlegt á þessari öld þegar tíu milljónir farþega ganga um borð í flugvél á degi hverju.“ 3. október 2017 12:11