Ár neytandans Hörður Ægisson skrifar 29. desember 2017 07:00 Landslagið á smásölumarkaði tók stakkaskiptum á árinu sem er að líða. Innreið Costco til Íslands, sem og að einhverju marki koma H&M, hratt af stað tímabærri uppstokkun í verslun hérlendis þar sem fyrirtæki hafa þurft að leita allra leiða til að bregðast við gjörbreyttu samkeppnisumhverfi. Þegar við bætist mikill og ör vöxtur í netverslun er óhætt að segja að það hafi orðið kerfisbreyting á smásölumarkaði. Þær breytingar eru líklegar til að hafa varanleg áhrif á íslenskt viðskiptalíf – til enn frekari hagsbóta fyrir neytendur. Það var því ekki að ástæðulausu að opnun verslunar Costco eru viðskipti ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Vísis og Stöðvar 2. „Fáir eða enginn einstakur viðburður í íslensku atvinnulífi hefur haft eins víðtæk áhrif og sú viðskiptaákvörðun að opna Costco á árinu,“ sagði einn dómnefndarmaður. Undir þá skoðun má taka en koma Costco hefur einnig haft afgerandi áhrif á heildsölu- og eldsneytismarkaðinn. Heildsalar reyndu að endursemja við erlenda birgja um lægra innkaupsverð enda þótti ljóst að margar smærri verslanir myndu sjá hag sínum best borgið með því að beina viðskiptum sínum til Costco. Þá brugðu stærstu smásölufyrirtæki landsins, svo sem Hagar og N1, á það ráð að snúa vörn í sókn og mæta hinum nýja keppinaut með því að sameinast annars vegar Olís og hins vegar Festi, móðurfélagi Krónunnar. Þau viðskipti bíða enn samþykkis Samkeppniseftirlitsins en það hefur áður komist að þeirri niðurstöðu að ógilda boðaðan samruna Haga og Lyfju. Sú ákvörðun var mislestur á stöðunni þar sem lítið tillit var tekið til breyttra aðstæðna á smásölumarkaði. Stjórnendur Haga eiga samt enn langt í land með að auka tiltrú fjárfesta á félaginu sem refsuðu þeim fyrir að hafa sofið á verðinum í aðdraganda opnunar Costco. Hlutabréfaverð Haga lækkaði á skömmum tíma um meira en 35 prósent eftir komu Costco. Íslenski smásölurisinn, eins og einn dómnefndarmaður benti á, var „opinberaður sem stofnun á fákeppnismarkaði“. Árið 2017 hefur því um margt verið ár neytandans. Verðlag lækkaði nokkuð eftir afnám vörugjalda og tolla og EFTA-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að bann stjórnvalda við innflutningi á fersku kjöti og eggjum bryti í bága við EES-samninginn. Almenningur hefur einnig ekki farið varhluta af miklum efnahagsuppgangi. Raungengi krónunnar er í hæstu hæðum og kaupmáttur Íslendinga erlendis sjaldan verið meiri. Ólíkt árunum í aðdraganda bankahrunsins þá stafar hagvöxturinn og gengisstyrkingin í þetta sinn einkum af stöðugum vexti í útflutningstekjum og stórbættri skuldastöðu heimila og fyrirtækja. Viðskiptaafgangur hefur verið mikill og viðvarandi og erlend staða þjóðarbúsins ekki verið betri frá því mælingar hófust. Hagkerfið hefur aldrei staðið á styrkari stoðum. Á sama tíma og allt stefnir í að núverandi hagvaxtarskeið verði hið lengsta í lýðveldissögunni þá hefur verðbólga verið undir markmiði Seðlabankans í nær fjögur ár. Kaupmáttur launa hefur vaxið um 7 prósent í ár en frá ársbyrjun 2015 hefur aukningin verið liðlega 20 prósent. Ólíklegt er að sami vöxtur verði í kaupmætti árið 2018 en takist að tryggja frið á vinnumarkaði og semja um hóflegar launahækkanir eru forsendur fyrir frekari vaxtalækkunum Seðlabankans. Það yrði betri niðurstaða fyrir almenning en nafnlaunahækkanir sem engin innstæða er fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun
Landslagið á smásölumarkaði tók stakkaskiptum á árinu sem er að líða. Innreið Costco til Íslands, sem og að einhverju marki koma H&M, hratt af stað tímabærri uppstokkun í verslun hérlendis þar sem fyrirtæki hafa þurft að leita allra leiða til að bregðast við gjörbreyttu samkeppnisumhverfi. Þegar við bætist mikill og ör vöxtur í netverslun er óhætt að segja að það hafi orðið kerfisbreyting á smásölumarkaði. Þær breytingar eru líklegar til að hafa varanleg áhrif á íslenskt viðskiptalíf – til enn frekari hagsbóta fyrir neytendur. Það var því ekki að ástæðulausu að opnun verslunar Costco eru viðskipti ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Vísis og Stöðvar 2. „Fáir eða enginn einstakur viðburður í íslensku atvinnulífi hefur haft eins víðtæk áhrif og sú viðskiptaákvörðun að opna Costco á árinu,“ sagði einn dómnefndarmaður. Undir þá skoðun má taka en koma Costco hefur einnig haft afgerandi áhrif á heildsölu- og eldsneytismarkaðinn. Heildsalar reyndu að endursemja við erlenda birgja um lægra innkaupsverð enda þótti ljóst að margar smærri verslanir myndu sjá hag sínum best borgið með því að beina viðskiptum sínum til Costco. Þá brugðu stærstu smásölufyrirtæki landsins, svo sem Hagar og N1, á það ráð að snúa vörn í sókn og mæta hinum nýja keppinaut með því að sameinast annars vegar Olís og hins vegar Festi, móðurfélagi Krónunnar. Þau viðskipti bíða enn samþykkis Samkeppniseftirlitsins en það hefur áður komist að þeirri niðurstöðu að ógilda boðaðan samruna Haga og Lyfju. Sú ákvörðun var mislestur á stöðunni þar sem lítið tillit var tekið til breyttra aðstæðna á smásölumarkaði. Stjórnendur Haga eiga samt enn langt í land með að auka tiltrú fjárfesta á félaginu sem refsuðu þeim fyrir að hafa sofið á verðinum í aðdraganda opnunar Costco. Hlutabréfaverð Haga lækkaði á skömmum tíma um meira en 35 prósent eftir komu Costco. Íslenski smásölurisinn, eins og einn dómnefndarmaður benti á, var „opinberaður sem stofnun á fákeppnismarkaði“. Árið 2017 hefur því um margt verið ár neytandans. Verðlag lækkaði nokkuð eftir afnám vörugjalda og tolla og EFTA-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að bann stjórnvalda við innflutningi á fersku kjöti og eggjum bryti í bága við EES-samninginn. Almenningur hefur einnig ekki farið varhluta af miklum efnahagsuppgangi. Raungengi krónunnar er í hæstu hæðum og kaupmáttur Íslendinga erlendis sjaldan verið meiri. Ólíkt árunum í aðdraganda bankahrunsins þá stafar hagvöxturinn og gengisstyrkingin í þetta sinn einkum af stöðugum vexti í útflutningstekjum og stórbættri skuldastöðu heimila og fyrirtækja. Viðskiptaafgangur hefur verið mikill og viðvarandi og erlend staða þjóðarbúsins ekki verið betri frá því mælingar hófust. Hagkerfið hefur aldrei staðið á styrkari stoðum. Á sama tíma og allt stefnir í að núverandi hagvaxtarskeið verði hið lengsta í lýðveldissögunni þá hefur verðbólga verið undir markmiði Seðlabankans í nær fjögur ár. Kaupmáttur launa hefur vaxið um 7 prósent í ár en frá ársbyrjun 2015 hefur aukningin verið liðlega 20 prósent. Ólíklegt er að sami vöxtur verði í kaupmætti árið 2018 en takist að tryggja frið á vinnumarkaði og semja um hóflegar launahækkanir eru forsendur fyrir frekari vaxtalækkunum Seðlabankans. Það yrði betri niðurstaða fyrir almenning en nafnlaunahækkanir sem engin innstæða er fyrir.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun