Lífið

Stefna enn hærra með Steypustöðinni 2

Tinni Sveinsson skrifar
Fyrsta þáttaröð Steypustöðvarinnar sló rækilega í gegn og nú á að gera enn betur.
Fyrsta þáttaröð Steypustöðvarinnar sló rækilega í gegn og nú á að gera enn betur.
Vísir frumsýnir hér fyrsta sýnishorn úr annarri þáttaröð Steypustöðvarinnar. Þættirnir slógu rækilega í gegn fyrr á þessu ári en þeir snúa aftur á Stöð 2 þann 26. janúar.

Sami hópur stendur á bak við þættina og áður. Þar fara fremst í flokki Steindi, Auðunn Blöndal, Ágúst Bent leikstjóri, Saga Garðarsdóttir, Sveppi og María Guðmundsdóttir.

Það fer ekki milli mála á sýnishorninu að hópurinn stefnir enn hærra með nýju þáttaröðinni en sú fyrri kynnti til leiks ógrynnin öll af eftirminnilegum persónum og óborganlegum atriðum.

Sýnishornið úr nýju þáttunum má sjá hér fyrir neðan.

Auk þess býður þátturinn upp á hafsjó af þekktum aukaleikurum en meðal þeirra eru Jóhannes Haukur Jóhannsson, Dóra Jóhannsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Kiddi Bigfoot, Siggi Hall, Höddi Magg, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Gísli Örn Garðarsson, Þorsteinn Bachmann, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Pétur Jóhann Sigfússon.

Þættirnir fara, sem fyrr segir, í loftið 26. janúar.

Til að stytta biðina er kjörið að rifja upp nokkra gullmola úr fyrri þáttaröðinni hér fyrir neðan.

Tommi tómatur
Snapchat-Orri
Fermingin hans Bjarka
Fyrsti kossinn
Bylgjulestin - 1. hluti

Tengdar fréttir

Of gömul til að ákveða núna að verða goth

Leikkonan Saga Garðarsdóttir er ein þeirra sem fara með hlutverk í þáttunum Steypustöðinni sem hefja göngu sína á Stöð 2 í kvöld. Saga segir leikarateymið í þáttunum hafa náð einstaklega vel saman og í ferlinu komst hún að því að hún dýrkar Auðun Blöndal






Fleiri fréttir

Sjá meira


×