Samningsaðilar í kjaradeilu flugvirkja hjá Icelandair komu til fundar hjá ríkissáttasemjara seinni partinn í dag en viðræður að undanförnu hafa engum árangri skilað. Flugáætlun þúsunda flugfarþega er í uppnámi náist samningar ekki.
Ótímabundið verkfall flugvirkja hefst eftir fimm daga náist ekki samningar á milli Samtaka atvinnulífsins og Flugvirkjafélags Íslands fyrir hönd flugvirkja hjá Icelandair. Verði af verkfalli mun það hafa áhrif á áætlanir þúsunda flugfarþega en samkvæmt upplýsingum eru allar vélar meira eða minna fullar enda stutt til jóla.
Viðræður milli deiluaðila hafa staðið frá því að samningar losnuðu í lok ágúst og í september var málinu vísað til Ríkissáttasemjara þar sem deiluaðilar hafa setið ellefu fundi til dagsins í dag en þeir hafa nær allir reynst árangurslausir.
Félagsfundur var haldinn hjá Flugvirkjafélagi Íslands í gærkvöldi þar sem farið var yfir stöðu viðræðnanna.
Deiluaðilar hittust á sínum tólfta fundi sínum hjá Ríkissáttasemjara á fjórða tímanum í dag þar sem viðræðum var haldið áfram. Þeim lauk nú undir kvöld án árangurs. Boðað hefur verið til nýs fundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan hálf fjögur.
Viðræður í dag báru engan árangur

Tengdar fréttir

Engin niðurstaða af sáttafundi flugvirkja: Telja sig eiga inni launaleiðréttingu
Boðað hefur verið til annars fundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan eitt á mánudag.

Úrslit kosningar flugvirkja í dag
Fundað verður hjá ríkissáttasemjara í dag til að reyna að ná sáttum.

Flugvirkjar Icelandair hafa boðað ótímabundið verkfall viku fyrir jól
Niðurstöður úr kosningu flugvirkja Icelandair um vinnustöðvun voru afgerandi og stefnir í hart á milli deiluaðila.

Formaður Flugvirkjafélags Íslands segir ekkert þokast áfram í átt að samkomulagi
Formaður Flugvirkjafélags Íslands segir ekkert þokast áfram í átt að samkomulagi í samningaviðræðum félagsins og Icelandair en flugvirkjar sem starfa þar hafa boðað til ótímabundins verkfalls eftir viku.