Í milljón króna stígvélum í einkaþotu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 13. desember 2017 21:30 Beyoncé og Jay-Z á ferð og flugi. Vísir / Skjáskot af Instagram Tónlistarkonan Beyoncé deildi nokkrum myndum með fylgjendum sínum á Instagram þar sem hún sést stilla sér upp í hnéháum stígvélum frá Saint Laurent. Téð stígvél kosta hvorki meira né minna en tíu þúsund dollara, eða rétt rúmlega milljón króna, en þau eru skreytt með Swarovski-kristöllum. A post shared by Beyoncé (@beyonce) on Dec 11, 2017 at 8:53pm PST Á einni Instagram-myndinni stillir Beyoncé sér upp með eiginmanni sínum Jay-Z í einkaþotu hjónanna. Eins og sést var Jay-Z aðeins afslappaðri í klæðaburði, í jogginggalla og hvítum strigaskóm. A post shared by Beyoncé (@beyonce) on Dec 11, 2017 at 8:54pm PST Stutt er frá því að Jay-Z viðurkenndi að hafa haldið framhjá Beyoncé, en sögusagnir þess efnis hafa verið ansi háværar síðustu ár. „Það erfiðasta sem ég hef upplifað er að sjá sársaukan í andlitinu á þeim sem maður elskar og sá sársauki er þér að kenna. Maður þarf síðan að takast á við sjálft sig,“ sagði Jay-Z í viðtali við New York Times Style um framhjáhaldið og opnaði sig líka um af hverju þau Beyoncé væru enn saman. „Flest allir taka auðveldum leiðina og ákveða að skilja. Ég held að fimmtíu prósent af öllum hjónaböndum endi í skilnaði, en ég held það sé útaf því að fólk er ekki tilbúið að horfast í augu við sjálfan sig.“ A post shared by Beyoncé (@beyonce) on Dec 11, 2017 at 8:55pm PST Jay-Z, Blue Ivy og Beyoncé.Vísir / Getty Images Heimildarmaður tímaritsins PEOPLE segir hins vegar að dóttir þeirra, Blue Ivy, sem í dag er fimm ára, hafi haldið þeim saman. „Þau væru hugsanlega ekki saman ef Blue Ivy væri ekki til,“ sagði heimildarmaðurinn í viðtali við tímaritið fyrr í mánuðinum og bætti við: „Það var erfitt fyrir þau að halda áfram að vera gift. Það tók Beyoncé langan tíma að treysta á ný. Hún átti erfitt með að halda áfram og fyrirgefa. En að halda fjölskyldunni saman var mjög mikilvægt.“ Hjónaband þeirra Jay-Z og Beyoncé virðist ganga vel í dag, en þau eignuðust tvíburana Sir Carter og Rumi fyrr á árinu. Þá fagnaði Beyoncé því í vikunni að hafa náð fyrsta sætinu á Billboard Hot 100-listanum með sína útgáfu af laginu Perfect með Ed Sheeran. Hún hefur ekki átt toppsætið á þessum lista síðan árið 2008 þegar Single Ladies af plötunni I Am… gerði allt vitlaust. Tíska og hönnun Tengdar fréttir Beyoncé, Ronaldo og Selena áttu Instagram árið 2017 Þessi þrjú eiga þær myndir sem var mest líkað við á samfélagsmiðlinum á árinu sem er að líða. 12. desember 2017 20:30 Jay-Z viðurkennir að hafa haldið framhjá Beyonce Rapparinn Jay-Z hefur nú viðurkennt að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni Beyonce en hann tjáir sig um málið í viðtalið við New York Times Style. 30. nóvember 2017 10:30 Beyoncé gagnrýnd fyrir eitt rauðvínsglas Aðdáendur Beyoncé voru margir hverjir ekki ánægðir með stjörnuna um helgina 8. ágúst 2017 12:53 Jay-Z og Beyonce kaupa hús á tíu milljarða Hjónin Jay-Z og Beyonce hafa loksins fest kaupa á húsi en þau hafa verið á leigumarkaðnum í töluverðan tíma. 23. ágúst 2017 12:30 Beyonce og Blue Ivy í Gucci á körfuboltaleik Mæðgurnar voru vel klæddar á NBA All Star leiknum um helgina. 21. febrúar 2017 12:30 Beyonce og Jay-Z fagna níu ára brúðkaupsafmæli Stjörnuparið á nú von á tvíburum á næstu mánuðum. 4. apríl 2017 20:00 Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Tónlistarkonan Beyoncé deildi nokkrum myndum með fylgjendum sínum á Instagram þar sem hún sést stilla sér upp í hnéháum stígvélum frá Saint Laurent. Téð stígvél kosta hvorki meira né minna en tíu þúsund dollara, eða rétt rúmlega milljón króna, en þau eru skreytt með Swarovski-kristöllum. A post shared by Beyoncé (@beyonce) on Dec 11, 2017 at 8:53pm PST Á einni Instagram-myndinni stillir Beyoncé sér upp með eiginmanni sínum Jay-Z í einkaþotu hjónanna. Eins og sést var Jay-Z aðeins afslappaðri í klæðaburði, í jogginggalla og hvítum strigaskóm. A post shared by Beyoncé (@beyonce) on Dec 11, 2017 at 8:54pm PST Stutt er frá því að Jay-Z viðurkenndi að hafa haldið framhjá Beyoncé, en sögusagnir þess efnis hafa verið ansi háværar síðustu ár. „Það erfiðasta sem ég hef upplifað er að sjá sársaukan í andlitinu á þeim sem maður elskar og sá sársauki er þér að kenna. Maður þarf síðan að takast á við sjálft sig,“ sagði Jay-Z í viðtali við New York Times Style um framhjáhaldið og opnaði sig líka um af hverju þau Beyoncé væru enn saman. „Flest allir taka auðveldum leiðina og ákveða að skilja. Ég held að fimmtíu prósent af öllum hjónaböndum endi í skilnaði, en ég held það sé útaf því að fólk er ekki tilbúið að horfast í augu við sjálfan sig.“ A post shared by Beyoncé (@beyonce) on Dec 11, 2017 at 8:55pm PST Jay-Z, Blue Ivy og Beyoncé.Vísir / Getty Images Heimildarmaður tímaritsins PEOPLE segir hins vegar að dóttir þeirra, Blue Ivy, sem í dag er fimm ára, hafi haldið þeim saman. „Þau væru hugsanlega ekki saman ef Blue Ivy væri ekki til,“ sagði heimildarmaðurinn í viðtali við tímaritið fyrr í mánuðinum og bætti við: „Það var erfitt fyrir þau að halda áfram að vera gift. Það tók Beyoncé langan tíma að treysta á ný. Hún átti erfitt með að halda áfram og fyrirgefa. En að halda fjölskyldunni saman var mjög mikilvægt.“ Hjónaband þeirra Jay-Z og Beyoncé virðist ganga vel í dag, en þau eignuðust tvíburana Sir Carter og Rumi fyrr á árinu. Þá fagnaði Beyoncé því í vikunni að hafa náð fyrsta sætinu á Billboard Hot 100-listanum með sína útgáfu af laginu Perfect með Ed Sheeran. Hún hefur ekki átt toppsætið á þessum lista síðan árið 2008 þegar Single Ladies af plötunni I Am… gerði allt vitlaust.
Tíska og hönnun Tengdar fréttir Beyoncé, Ronaldo og Selena áttu Instagram árið 2017 Þessi þrjú eiga þær myndir sem var mest líkað við á samfélagsmiðlinum á árinu sem er að líða. 12. desember 2017 20:30 Jay-Z viðurkennir að hafa haldið framhjá Beyonce Rapparinn Jay-Z hefur nú viðurkennt að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni Beyonce en hann tjáir sig um málið í viðtalið við New York Times Style. 30. nóvember 2017 10:30 Beyoncé gagnrýnd fyrir eitt rauðvínsglas Aðdáendur Beyoncé voru margir hverjir ekki ánægðir með stjörnuna um helgina 8. ágúst 2017 12:53 Jay-Z og Beyonce kaupa hús á tíu milljarða Hjónin Jay-Z og Beyonce hafa loksins fest kaupa á húsi en þau hafa verið á leigumarkaðnum í töluverðan tíma. 23. ágúst 2017 12:30 Beyonce og Blue Ivy í Gucci á körfuboltaleik Mæðgurnar voru vel klæddar á NBA All Star leiknum um helgina. 21. febrúar 2017 12:30 Beyonce og Jay-Z fagna níu ára brúðkaupsafmæli Stjörnuparið á nú von á tvíburum á næstu mánuðum. 4. apríl 2017 20:00 Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Beyoncé, Ronaldo og Selena áttu Instagram árið 2017 Þessi þrjú eiga þær myndir sem var mest líkað við á samfélagsmiðlinum á árinu sem er að líða. 12. desember 2017 20:30
Jay-Z viðurkennir að hafa haldið framhjá Beyonce Rapparinn Jay-Z hefur nú viðurkennt að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni Beyonce en hann tjáir sig um málið í viðtalið við New York Times Style. 30. nóvember 2017 10:30
Beyoncé gagnrýnd fyrir eitt rauðvínsglas Aðdáendur Beyoncé voru margir hverjir ekki ánægðir með stjörnuna um helgina 8. ágúst 2017 12:53
Jay-Z og Beyonce kaupa hús á tíu milljarða Hjónin Jay-Z og Beyonce hafa loksins fest kaupa á húsi en þau hafa verið á leigumarkaðnum í töluverðan tíma. 23. ágúst 2017 12:30
Beyonce og Blue Ivy í Gucci á körfuboltaleik Mæðgurnar voru vel klæddar á NBA All Star leiknum um helgina. 21. febrúar 2017 12:30
Beyonce og Jay-Z fagna níu ára brúðkaupsafmæli Stjörnuparið á nú von á tvíburum á næstu mánuðum. 4. apríl 2017 20:00