Töframaðurinn Potter í Östersund Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. desember 2017 07:00 Leikmenn Östersund fögnuðu ákaft eftir að þeir tryggðu sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Nokkrum mánuðum síðar tryggðu þeir sér sæti í 32-liða úrslitum keppninnar. vísir/getty Leikmenn Arsenal verða eflaust ekkert alltof spenntir þegar þeir ganga inn á Jämkraft Arena, lítinn gervigrasvöll í Svíþjóð sem tekur tæplega 8.500 manns í sæti, 15. febrúar næstkomandi. Og það verður væntanlega skítkalt enda er Östersund stundum kölluð „Vetrarborgin“. Þetta verður hins vegar stærsta stundin í sögu mótherjans, Östersund. Uppgangur þessa sænska félags á undanförnum árum hefur verið lygilegur. Til að setja þetta í eitthvert samhengi var Östersund stofnað 31. október árið 1996, 30 dögum eftir að Arsene Wenger tók við Arsenal. Samt liggja leiðir þessara tveggja liða saman í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrir 21 ári sameinuðust þrjú félög undir merkjum Östersund; Ope IF, IFK Östersund og Östersund/Torvalla FF. Næstu ár bættust tvö önnur félög við; Frösö IF og Fältjägarnas IF. Frá botninum og upp á toppGraham Potter, þjálfari Östersund, á heimavelli liðsins fyrir leik gegn Athletic Bilbao í Evrópudeild UEFA í október.Vísir/GettyTil að byrja með var Östersund ekki áberandi á landakorti sænska boltans. Liðið var í C-deild fyrstu 14 árin en féll niður í D-deild 2010. Þá tók stjórnarformaður Östersund, fyrrverandi hermaðurinn Daniel Kindberg, góða ákvörðun og réð 35 ára gamlan Englending að nafni Graham Potter. Sá hafði verið hálfgerður farandverkamaður sem leikmaður, lék með 11 liðum á 15 ára ferli, og fetaði menntaveginn að honum loknum. Hann náði sér í háskólagráðu og þjálfaði svo háskólalið. Potter virðist, eins og Englendingur með sama eftirnafn, vera göldróttur. Frá því hann tók við Östersund er hann búinn að koma liðinu upp um þrjár deildir, vinna sænska bikarmeistaratitilinn og koma því í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Í 2. umferð forkeppninnar sló Östersund tyrkneska stórliðið Galatasary út og lenti svo í 2. sæti síns riðils í riðlakeppninni. Í þeim riðli voru einnig Athletic Bilbao, Hertha Berlin og Zorya Luhansk. Östersund tapaði aðeins einum leik, fyrir Athletic á útivelli. Sá Íslendingur sem þekkir Östersund og ævintýri þess betur en nokkur annar er markvörðurinn Haraldur Björnsson. Hann lék með liðinu á árunum 2014-16 og hjálpaði því að komast upp í sænsku úrvalsdeildina. Sá þetta ekki fyrirHaraldur leikur nú með Stjörnunni í Pepsi-deild karla.vísir/ernir„Ég held að ég hefði ekki getað séð þetta fyrir þegar ég skrifaði undir hjá þeim fyrir þremur árum,“ sagði Haraldur í samtali við íþróttadeild. „Þessi bær var bara þekktur fyrir skíðagöngu og á veturna fer hitinn niður í svona 30 gráður.“ Leikmannahópur Östersund inniheldur ekki þekktustu leikmennina og þeir fá ekki hæstu launin. Rúmlega helmingur þeirra er Svíar en þar er einnig að finna leikmenn frá Englandi, Íran, Gana, Írak, Nígeríu, Kómoreyjum og Palestínu. Samkvæmt félagaskiptasíðunni Transfermarkt er allur leikmannahópur Östersund metinn á tæpar 11 milljónir punda. Til samanburðar er allur leikmannahópur Arsenal metinn á rétt rúmar 457 milljónir punda. „Það er ótrúlegt hvað þjálfarinn er búinn að gera við þennan mannskap. Þetta er sami hópur og þegar ég var þarna. Ég held að það sé einn úr byrjunarliðinu sem er nýr frá þessu ári,“ sagði Haraldur. Besti þjálfarinnStuðningsmenn Östersund.Vísir/GettyMarkvörðurinn ber Potter vel söguna og segir hann besta þjálfara sem hann hefur haft. „Hann var búinn að þjálfa eitthvert háskólalið á Englandi áður en hann kom til Östersund. Þetta hefur undið vel upp á sig. Hann er orðinn svo eftirsóttur og hafnaði félagi í ensku úrvalsdeildinni því honum fannst það ekki vera það rétta fyrir sig,“ sagði Haraldur. En hvað gerir Potter að svona góðum þjálfara? „Þessi metnaður til að bæta sig. Hann er óþreytandi í að leikgreina liðið, æfingarnar, andstæðinginn og bæta sig frá degi til dags. Það voru aldrei nein útihlaup, aldrei neinar mælingar, heldur bara fótbolti og ekkert annað.“ Haraldur segir að Potter fari líka óhefðbundnar leiðir í að hrista leikmannahóp Östersund saman og hugsi út fyrir kassann fræga. „Þeir eru með menningarprógramm. Þegar ég var þarna vorum við með danssýningu. Síðustu 5-6 árin eru þeir búnir að setja upp listasýningu og vera með tónleika fyrir framan 1.500 manns. Þetta er svo sérstakt,“ sagði Haraldur en Östersund tekur samfélagshlutverk sitt alvarlega. Félagið hefur m.a. boðið hælisleitendum á leiki og að horfa á æfingar og verið með vakt til að hjálpa konum að komast heilu og höldnu heim til sín á kvöldin.Uppgangur Östersund:2011: 1. sæti í D-deild norður2012: 1. sæti í C-deild norður2013: 10. sæti í B-deild2014: 5. sæti í B-deild2015: 2. sæti í B-deild2016: 8. sæti í A-deild2017: 5. sæti í A-deild, bikarmeistarar, í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar Evrópudeild UEFA Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar tilkynnir landsliðshópinn Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Sjá meira
Leikmenn Arsenal verða eflaust ekkert alltof spenntir þegar þeir ganga inn á Jämkraft Arena, lítinn gervigrasvöll í Svíþjóð sem tekur tæplega 8.500 manns í sæti, 15. febrúar næstkomandi. Og það verður væntanlega skítkalt enda er Östersund stundum kölluð „Vetrarborgin“. Þetta verður hins vegar stærsta stundin í sögu mótherjans, Östersund. Uppgangur þessa sænska félags á undanförnum árum hefur verið lygilegur. Til að setja þetta í eitthvert samhengi var Östersund stofnað 31. október árið 1996, 30 dögum eftir að Arsene Wenger tók við Arsenal. Samt liggja leiðir þessara tveggja liða saman í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrir 21 ári sameinuðust þrjú félög undir merkjum Östersund; Ope IF, IFK Östersund og Östersund/Torvalla FF. Næstu ár bættust tvö önnur félög við; Frösö IF og Fältjägarnas IF. Frá botninum og upp á toppGraham Potter, þjálfari Östersund, á heimavelli liðsins fyrir leik gegn Athletic Bilbao í Evrópudeild UEFA í október.Vísir/GettyTil að byrja með var Östersund ekki áberandi á landakorti sænska boltans. Liðið var í C-deild fyrstu 14 árin en féll niður í D-deild 2010. Þá tók stjórnarformaður Östersund, fyrrverandi hermaðurinn Daniel Kindberg, góða ákvörðun og réð 35 ára gamlan Englending að nafni Graham Potter. Sá hafði verið hálfgerður farandverkamaður sem leikmaður, lék með 11 liðum á 15 ára ferli, og fetaði menntaveginn að honum loknum. Hann náði sér í háskólagráðu og þjálfaði svo háskólalið. Potter virðist, eins og Englendingur með sama eftirnafn, vera göldróttur. Frá því hann tók við Östersund er hann búinn að koma liðinu upp um þrjár deildir, vinna sænska bikarmeistaratitilinn og koma því í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Í 2. umferð forkeppninnar sló Östersund tyrkneska stórliðið Galatasary út og lenti svo í 2. sæti síns riðils í riðlakeppninni. Í þeim riðli voru einnig Athletic Bilbao, Hertha Berlin og Zorya Luhansk. Östersund tapaði aðeins einum leik, fyrir Athletic á útivelli. Sá Íslendingur sem þekkir Östersund og ævintýri þess betur en nokkur annar er markvörðurinn Haraldur Björnsson. Hann lék með liðinu á árunum 2014-16 og hjálpaði því að komast upp í sænsku úrvalsdeildina. Sá þetta ekki fyrirHaraldur leikur nú með Stjörnunni í Pepsi-deild karla.vísir/ernir„Ég held að ég hefði ekki getað séð þetta fyrir þegar ég skrifaði undir hjá þeim fyrir þremur árum,“ sagði Haraldur í samtali við íþróttadeild. „Þessi bær var bara þekktur fyrir skíðagöngu og á veturna fer hitinn niður í svona 30 gráður.“ Leikmannahópur Östersund inniheldur ekki þekktustu leikmennina og þeir fá ekki hæstu launin. Rúmlega helmingur þeirra er Svíar en þar er einnig að finna leikmenn frá Englandi, Íran, Gana, Írak, Nígeríu, Kómoreyjum og Palestínu. Samkvæmt félagaskiptasíðunni Transfermarkt er allur leikmannahópur Östersund metinn á tæpar 11 milljónir punda. Til samanburðar er allur leikmannahópur Arsenal metinn á rétt rúmar 457 milljónir punda. „Það er ótrúlegt hvað þjálfarinn er búinn að gera við þennan mannskap. Þetta er sami hópur og þegar ég var þarna. Ég held að það sé einn úr byrjunarliðinu sem er nýr frá þessu ári,“ sagði Haraldur. Besti þjálfarinnStuðningsmenn Östersund.Vísir/GettyMarkvörðurinn ber Potter vel söguna og segir hann besta þjálfara sem hann hefur haft. „Hann var búinn að þjálfa eitthvert háskólalið á Englandi áður en hann kom til Östersund. Þetta hefur undið vel upp á sig. Hann er orðinn svo eftirsóttur og hafnaði félagi í ensku úrvalsdeildinni því honum fannst það ekki vera það rétta fyrir sig,“ sagði Haraldur. En hvað gerir Potter að svona góðum þjálfara? „Þessi metnaður til að bæta sig. Hann er óþreytandi í að leikgreina liðið, æfingarnar, andstæðinginn og bæta sig frá degi til dags. Það voru aldrei nein útihlaup, aldrei neinar mælingar, heldur bara fótbolti og ekkert annað.“ Haraldur segir að Potter fari líka óhefðbundnar leiðir í að hrista leikmannahóp Östersund saman og hugsi út fyrir kassann fræga. „Þeir eru með menningarprógramm. Þegar ég var þarna vorum við með danssýningu. Síðustu 5-6 árin eru þeir búnir að setja upp listasýningu og vera með tónleika fyrir framan 1.500 manns. Þetta er svo sérstakt,“ sagði Haraldur en Östersund tekur samfélagshlutverk sitt alvarlega. Félagið hefur m.a. boðið hælisleitendum á leiki og að horfa á æfingar og verið með vakt til að hjálpa konum að komast heilu og höldnu heim til sín á kvöldin.Uppgangur Östersund:2011: 1. sæti í D-deild norður2012: 1. sæti í C-deild norður2013: 10. sæti í B-deild2014: 5. sæti í B-deild2015: 2. sæti í B-deild2016: 8. sæti í A-deild2017: 5. sæti í A-deild, bikarmeistarar, í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar
Evrópudeild UEFA Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar tilkynnir landsliðshópinn Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn