Ólafía Þórunn: Þessari litlu þjóð okkar eru engin takmörk sett Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. desember 2017 12:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði frábærum árangri á árinu. vísir/ernir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, er komin í verðskuldað jólafrí eftir magnað ár þar sem hún var sú fyrsta í íslenskri golfsögu til að taka þátt á LPGA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í heiminum. Hún keppti á þremur af fimm risamótum ársins og er búin að vinna sér inn keppnisrétt á hinum tveimur á næsta ári og verður því á sama tíma að ári búin að keppa á öllum risamótum golfíþróttarinnar. Ólafía Þórunn var í viðtali í Ísland í dag sem sýnt var á Stöð 2 í gærkvöldi en þar var hún spurð hvort hún geti eitthvað útskýrt ótrúlegan árangur íslensks íþróttafólks upp á síðkastið og í gegnum tíðina. „Ég held að við hvetjum hvort annað áfram eins og fótboltastrákarnir hafa staðið sig svo vel sem og stelpurnar. Þetta er kraftaverk og alveg ótrúlegt með þessa litlu þjóð,“ segir Ólafía Þórunn. „Það eru engin takmörk. Við trúum að við getum þetta allt. Þessi trú hjálpar þegar að í keppni er komið. Ég hef aldrei sett mér takmörk um hversu langt ég get náð. Það er mjög íslenskt.“ Þar sem Ólafía hefur enginn takmörk sett þá hlýtur stefnan að verða sú besta í heimi: „Já,“ svarar hún um leið. Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan. Golf Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, er komin í verðskuldað jólafrí eftir magnað ár þar sem hún var sú fyrsta í íslenskri golfsögu til að taka þátt á LPGA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í heiminum. Hún keppti á þremur af fimm risamótum ársins og er búin að vinna sér inn keppnisrétt á hinum tveimur á næsta ári og verður því á sama tíma að ári búin að keppa á öllum risamótum golfíþróttarinnar. Ólafía Þórunn var í viðtali í Ísland í dag sem sýnt var á Stöð 2 í gærkvöldi en þar var hún spurð hvort hún geti eitthvað útskýrt ótrúlegan árangur íslensks íþróttafólks upp á síðkastið og í gegnum tíðina. „Ég held að við hvetjum hvort annað áfram eins og fótboltastrákarnir hafa staðið sig svo vel sem og stelpurnar. Þetta er kraftaverk og alveg ótrúlegt með þessa litlu þjóð,“ segir Ólafía Þórunn. „Það eru engin takmörk. Við trúum að við getum þetta allt. Þessi trú hjálpar þegar að í keppni er komið. Ég hef aldrei sett mér takmörk um hversu langt ég get náð. Það er mjög íslenskt.“ Þar sem Ólafía hefur enginn takmörk sett þá hlýtur stefnan að verða sú besta í heimi: „Já,“ svarar hún um leið. Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Golf Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira