Heildarhækkunin til heilbrigðismála ríflega 21 milljarður króna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2017 10:06 Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra. Hér er hún á fyrsta degi sínum í ráðuneytinu þegar hún tók við lyklunum. vísir/eyþór Heildarhækkun fjárframlaga til heilbrigðismála milli fjárlaga 2017 og 2018 er ríflega 21 milljarður króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála-og efnahagsráðuneytinu en Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti frumvarpið á blaðamannafundi nú í morgun. Frumvarpið er fyrsta fjárlagafrumvarpið sem ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggur fram. Fram kom í kynningu Bjarna að á næsta ári er lögð til 1,9 milljarða króna innspýting í heilsugæsluna. Þá er lagt til að sjúkrahúsþjónusta verði styrkt um 8,5 milljarða og framlög til lyfjakaupa hækki um 4,2 milljarða. Niðurgreiðsla á tannlæknakostnaði aldraðra og öryrkja á svo að hækka um hálfan milljarð. Hvað varðar heilsugæsluna þá er lagt til að framlög til þess málaflokks hækki meðal annars um 700 milljónir króna til að efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu. Á meðal þess sem tilgreint er í fjárheimildum til sérhæfðrar sjúkrahúsþjónustu í fjárlagafrumvarpinu er aukning um nettó 1,2 milljarða króna vegna byggingar nýs Landspítala. Fram kemur í frumvarpinu að helstu verkefni næsta árs verði fullnaðarhönnun meðferðarkjarna, sömuleiðis fullnaðarhönnun rannsóknarhúss sem og fullnaðarhönnun bílastæða,- tækni- og skrifstofuhúsnæðis. Auk þess er gert ráð fyrir að bygging nýs meðferðarkjarna hefjist. Þá er lagt til að 247 milljónir króna fari í rekstur sjúkrahótels á lóð Landspítala við Hringbraut. Auk þess er áætlað er að taka jáeindaskanna í notkun á Landspítala á næsta ári og er fyrirhugað að veita 340 milljónum króna í hann. Fjárlög Tengdar fréttir Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Fjármálaráðherra kynnti helstu breytingar á fjárlögum ársins 2018 samanborið við frumvarpið fyrir ári síðan. 14. desember 2017 09:26 Gert ráð fyrir 35 milljarða afgangi af rekstri ríkissjóðs Bjarni Benediktsson kynnti fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar í morgun. 14. desember 2017 09:37 Bjarni: „Höfum náð toppi hagsveiflunnar“ Fjármála og efnahagsráðherra segir að allt bendi til að hagvöxturinn verði eitthvað minni á næstu árum. 14. desember 2017 09:24 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Heildarhækkun fjárframlaga til heilbrigðismála milli fjárlaga 2017 og 2018 er ríflega 21 milljarður króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála-og efnahagsráðuneytinu en Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti frumvarpið á blaðamannafundi nú í morgun. Frumvarpið er fyrsta fjárlagafrumvarpið sem ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggur fram. Fram kom í kynningu Bjarna að á næsta ári er lögð til 1,9 milljarða króna innspýting í heilsugæsluna. Þá er lagt til að sjúkrahúsþjónusta verði styrkt um 8,5 milljarða og framlög til lyfjakaupa hækki um 4,2 milljarða. Niðurgreiðsla á tannlæknakostnaði aldraðra og öryrkja á svo að hækka um hálfan milljarð. Hvað varðar heilsugæsluna þá er lagt til að framlög til þess málaflokks hækki meðal annars um 700 milljónir króna til að efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu. Á meðal þess sem tilgreint er í fjárheimildum til sérhæfðrar sjúkrahúsþjónustu í fjárlagafrumvarpinu er aukning um nettó 1,2 milljarða króna vegna byggingar nýs Landspítala. Fram kemur í frumvarpinu að helstu verkefni næsta árs verði fullnaðarhönnun meðferðarkjarna, sömuleiðis fullnaðarhönnun rannsóknarhúss sem og fullnaðarhönnun bílastæða,- tækni- og skrifstofuhúsnæðis. Auk þess er gert ráð fyrir að bygging nýs meðferðarkjarna hefjist. Þá er lagt til að 247 milljónir króna fari í rekstur sjúkrahótels á lóð Landspítala við Hringbraut. Auk þess er áætlað er að taka jáeindaskanna í notkun á Landspítala á næsta ári og er fyrirhugað að veita 340 milljónum króna í hann.
Fjárlög Tengdar fréttir Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Fjármálaráðherra kynnti helstu breytingar á fjárlögum ársins 2018 samanborið við frumvarpið fyrir ári síðan. 14. desember 2017 09:26 Gert ráð fyrir 35 milljarða afgangi af rekstri ríkissjóðs Bjarni Benediktsson kynnti fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar í morgun. 14. desember 2017 09:37 Bjarni: „Höfum náð toppi hagsveiflunnar“ Fjármála og efnahagsráðherra segir að allt bendi til að hagvöxturinn verði eitthvað minni á næstu árum. 14. desember 2017 09:24 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Fjármálaráðherra kynnti helstu breytingar á fjárlögum ársins 2018 samanborið við frumvarpið fyrir ári síðan. 14. desember 2017 09:26
Gert ráð fyrir 35 milljarða afgangi af rekstri ríkissjóðs Bjarni Benediktsson kynnti fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar í morgun. 14. desember 2017 09:37
Bjarni: „Höfum náð toppi hagsveiflunnar“ Fjármála og efnahagsráðherra segir að allt bendi til að hagvöxturinn verði eitthvað minni á næstu árum. 14. desember 2017 09:24