Tengja mikla fjölgun við Fósturbörn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. desember 2017 09:00 Skjáskot úr þáttunum Fósturbörn. Sindri Sindrason fór til Svíþjóðar og hitti þar Lilju, íslenska móður sem á sex börn en býr ekki með neinu þeirra í dag. Tólf einstaklingar lögðu inn beiðni hjá Borgarskjalasafni Reykjavíkur um aðgang að skjölum er varða þeirra eigin barnaverndarmál í október og nóvember. Það er mikil fjölgun sé miðað við fyrstu níu mánuði ársins en þá bárust alls 23 beiðnir um aðgang að gögnum um barnaverndarmál. Borgarskjalasafn tengir þessa fjölgun beiðna við sjónvarpsþættina Fósturbörn sem sýndir voru á Stöð 2 í haust en barnaverndarmál voru þar til umfjöllunar. „Maður sér það í raun alltaf þegar það kemur svona fjölmiðlaumfjöllun um barnaverndarmál að þá fara að berast fleiri beiðnir,“ segir Svanhildur Bogadóttir, borgarskjalavörður, og rifjar upp að beiðnum hafi til að mynda fjölgað þegar mikið var fjallað um vistheimili barna á Breiðavík árið 2007. Borgarskjalasafn varðveitir skjöl frá öllum borgarstofnunum, þar á meðal trúnaðarskjöl frá barnavernd Reykjavíkur, grunnskólum, leikskólum og þjónustumiðstöðvum. Ná skjöl barnaverndar allt aftur til ársins 1932 þegar fyrstu lögin um barnavernd voru sett hér á landi. Aðeins þeir einstaklingar sem málin snúa að hafa rétt á aðgangi að gögnum og þarf til að mynda að framvísa persónuskilríkjum þegar gögn eru sótt. Aðrir hafa ekki rétt á að sjá eða að fá aðgang að gögnum. Afrit er tekið af frumgögnuum sem Borgarskjalasafn geymir og fær viðkomandi afrit gagnanna. Ekkert er rukkað fyrir þjónustuna. Svanhildur segir að þetta séu oft tímafrek mál að vinna. „Þetta eru misjafnlega umfangsmikil mál en það þarf að lesa vandlega yfir þetta, til dæmis hylja upplýsingar um systkini og ótengda aðila ,“ segir Svanhildur. Að sögn Svanhildar er fólk oft komið á miðjan aldur þegar það fer að biðja um aðgang að gögnum um eigin barnaverndarmál. Í haust hefur þó fólk á öllum aldri lagt fram beiðnir og yngra fólk en áður. Fósturbörn Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira
Tólf einstaklingar lögðu inn beiðni hjá Borgarskjalasafni Reykjavíkur um aðgang að skjölum er varða þeirra eigin barnaverndarmál í október og nóvember. Það er mikil fjölgun sé miðað við fyrstu níu mánuði ársins en þá bárust alls 23 beiðnir um aðgang að gögnum um barnaverndarmál. Borgarskjalasafn tengir þessa fjölgun beiðna við sjónvarpsþættina Fósturbörn sem sýndir voru á Stöð 2 í haust en barnaverndarmál voru þar til umfjöllunar. „Maður sér það í raun alltaf þegar það kemur svona fjölmiðlaumfjöllun um barnaverndarmál að þá fara að berast fleiri beiðnir,“ segir Svanhildur Bogadóttir, borgarskjalavörður, og rifjar upp að beiðnum hafi til að mynda fjölgað þegar mikið var fjallað um vistheimili barna á Breiðavík árið 2007. Borgarskjalasafn varðveitir skjöl frá öllum borgarstofnunum, þar á meðal trúnaðarskjöl frá barnavernd Reykjavíkur, grunnskólum, leikskólum og þjónustumiðstöðvum. Ná skjöl barnaverndar allt aftur til ársins 1932 þegar fyrstu lögin um barnavernd voru sett hér á landi. Aðeins þeir einstaklingar sem málin snúa að hafa rétt á aðgangi að gögnum og þarf til að mynda að framvísa persónuskilríkjum þegar gögn eru sótt. Aðrir hafa ekki rétt á að sjá eða að fá aðgang að gögnum. Afrit er tekið af frumgögnuum sem Borgarskjalasafn geymir og fær viðkomandi afrit gagnanna. Ekkert er rukkað fyrir þjónustuna. Svanhildur segir að þetta séu oft tímafrek mál að vinna. „Þetta eru misjafnlega umfangsmikil mál en það þarf að lesa vandlega yfir þetta, til dæmis hylja upplýsingar um systkini og ótengda aðila ,“ segir Svanhildur. Að sögn Svanhildar er fólk oft komið á miðjan aldur þegar það fer að biðja um aðgang að gögnum um eigin barnaverndarmál. Í haust hefur þó fólk á öllum aldri lagt fram beiðnir og yngra fólk en áður.
Fósturbörn Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira