Hagfræðingur ASÍ fagnar auknu fjármagni til sjúkrahúsanna Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. desember 2017 07:00 Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður Efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins „Það er jákvætt að verið er að greiða áfram niður skuldir,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður Efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, um nýtt fjárlagafrumvarp. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að greiða niður skuldir um 50 milljarða. Hins vegar hefði hún viljað sjá meiri afgang.Henný Hinz sérfræðingur ASÍ í verðlagsmálum„Við erum stödd á toppi núverandi uppsveiflu þannig að tekjuvöxturinn er mjög sterkur. Á sama tíma eru vísbendingar þess efnis að það sé að hægja á hagvextinum. Þannig að við hefðum viljað sjá stjórnvöld búa betur í haginn og skila afgangi í stað þess að lofa auknum útgjöldum áfram Sú staða gæti hæglega komið upp að tekjuvöxturinn verði minni en áætlað er enda eru hagvaxtarforsendur að breytast nokkuð mikið en eftir standa þá tug milljarða útgjaldaloforð,“ segir hún. Ásdís segir að umsvif hins opinbera séu mjög mikil í alþjóðlegum samanburði. Það séu talsverð tækifæri til forgangsröðunar innan þess útgjaldaramma sem fyrir er. Þá þurfi að skapa svigrúm á útgjaldahliðinni til að lækka skatta. Jafnframt þurf að nýta áfram einskiptistekjur til þess að greiða niður skuldir. „Það er jákvætt að verið sé að bæta við peningum inn í reksturinn í heilbrigðisþjónustunni, bæði í Landspítalann og heilsugæsluna. Þetta er langt frá þeirri viðbótar fjárþörf sem Landspítalinn hefur lýst að hann hafi en þetta er samt jákvætt,“ segir Henný Hinz, hagfræðingur hjá SA. Hún segir dregið úr stuðningi við barnafjölskyldur og ekki hugað nóg að vinnumarkaðstengdum réttindum. „Atvinnuleysisbætur verða áfram í sögulegu lágmarki sem hlutfall af lægstu launum og lækka raunar í hlutfalli við það,“ segir hún. Stefnan varðandi þessa þætti velferðarmálanna virðist óbreytt. Fjárlagafrumvarp 2018 Fjárlög Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Það er jákvætt að verið er að greiða áfram niður skuldir,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður Efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, um nýtt fjárlagafrumvarp. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að greiða niður skuldir um 50 milljarða. Hins vegar hefði hún viljað sjá meiri afgang.Henný Hinz sérfræðingur ASÍ í verðlagsmálum„Við erum stödd á toppi núverandi uppsveiflu þannig að tekjuvöxturinn er mjög sterkur. Á sama tíma eru vísbendingar þess efnis að það sé að hægja á hagvextinum. Þannig að við hefðum viljað sjá stjórnvöld búa betur í haginn og skila afgangi í stað þess að lofa auknum útgjöldum áfram Sú staða gæti hæglega komið upp að tekjuvöxturinn verði minni en áætlað er enda eru hagvaxtarforsendur að breytast nokkuð mikið en eftir standa þá tug milljarða útgjaldaloforð,“ segir hún. Ásdís segir að umsvif hins opinbera séu mjög mikil í alþjóðlegum samanburði. Það séu talsverð tækifæri til forgangsröðunar innan þess útgjaldaramma sem fyrir er. Þá þurfi að skapa svigrúm á útgjaldahliðinni til að lækka skatta. Jafnframt þurf að nýta áfram einskiptistekjur til þess að greiða niður skuldir. „Það er jákvætt að verið sé að bæta við peningum inn í reksturinn í heilbrigðisþjónustunni, bæði í Landspítalann og heilsugæsluna. Þetta er langt frá þeirri viðbótar fjárþörf sem Landspítalinn hefur lýst að hann hafi en þetta er samt jákvætt,“ segir Henný Hinz, hagfræðingur hjá SA. Hún segir dregið úr stuðningi við barnafjölskyldur og ekki hugað nóg að vinnumarkaðstengdum réttindum. „Atvinnuleysisbætur verða áfram í sögulegu lágmarki sem hlutfall af lægstu launum og lækka raunar í hlutfalli við það,“ segir hún. Stefnan varðandi þessa þætti velferðarmálanna virðist óbreytt.
Fjárlagafrumvarp 2018 Fjárlög Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira